Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 5
séu ólögleg afrit en treysta sér ekki í aðgerðir af ótta við að styggja viðskiptamenn sína. Aðrir segja það gefast mjög vel að ræða þessi mál yfir kaffibolla við viðskiptamanninn því oft sé notkun ólöglegra afrita byggð á misskilningi. Þessi misskilningur felst í því að heimilt sé að nota mörg afrit forrits innan sama fyrirtækis eða stofnunar ef eitt eintak er keypt. Skilmálar framleiðenda eru þó ótvíræðir hvað þetta varðar, eitt forrit - ein tölva. Ekki gæta heldur allir að því að hægt er að fá leyfi til að nota hugbúnað á mörgum tölvum samtímis en í mörgum tilvikum er hægt að fá slíkt leyfi gegn vægu viðbótargjaldi. Það er hins vegar réttur þeirra sem kaupa forrit að gera af þeim öryggisafrit til að nota ef frumrit eyðileggst eða verður á annan hátt óvirkt. Það er hagur okkar allra, bæði þeirra sem selja og hinna sem nota hugbúnað að ekki séu notuð ólöglega afrituð eintök forrita. Með því stuðlum við að betri þjónustu, örari nýjungum á hugbúnaðarsviði og lækkandi verði hugbúnaðar. Skýrslutæknifélagið efnir til félagsfundar um ólöglega afritun og dreifingu forrita í byrjun mars. Leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort þetta er alvarlegt vandamál hér á landi. Á síðasta ári var Qallað um einn anga þessa máls á athyglisverðum félagsfundi um höfundarrétt. Með þessum fundi hyggjumst við færa umræðuna nær daglegum veruleika okkar allra og ræða þessa spurningu opinskátt. Það er ætlun okkar með þessum fundi að vekja almenna umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugsunar um það, að með afritun hugbúnaðar og dreifingu afrita er gengið á rétt höfunda og útgefenda. Látum það verða markmið okkar á nýju ári, hvers og eins, að koma þessum málum í lag þar sem við störfum. Ef allir leggjast á eitt þá verður notkun ólöglegra afrita útrýmt. Halldór Kristjánsson, verkfræðingur, formaður SÍ TÖLVUMÁL 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.