Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 10
NORDDATA 89 HÓPFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR l<0benhavn 19-22juni 1989 Eins og fram kom í TÖLVU- MÁLUM í október s.l., verður ráðstefnan NordDATA 89 haldin í danska Tækniháskólanum, dagana 19. - 22. júní. Ferðaskrifstofan ÚRVAL hefur, í samráði við Skýrslutæknifélagið, skipulagt hópferð til Kaupmanna- hafnar í tilefni ráðstefnunnar. Brottfarardagur er laugardagurinn 17. júní. Verð (m.v. gengi 16. jan. s.l.): Kr. 44.700 pr. mann miðað við gistingu í 2ja manna herbergi kr. 52.760 pr. mann miðað við gistingu í eins manns herbergi Innifalið er flug báðar leiðir og gisting með morgunverði í 6 nætur (17. - 23. júní) á Hótel Palace, við Ráðhústorg. Þar sem mikil aðsókn er að hótelum í miðborg Kaupmannahafnar á þessum tíma, er væntanlegum þátttakendum bent á að panta sem allra fyrst. Ef óskað er eftir að leigja bíl eða sumarhús er starfsfólk ÚRVALS reiðu- búið að aðstoða. Mögulegt er að framlengja dvöl í allt að 30 daga, en heimferð verður að ákveða fyrir brottför. Allar nánari upplýsingar gefur Pálína Kristinsdóttir hjá Ferðaskrifstofunni ÚRVALI í síma 28522. 10 / TÖLVUMÁL PALACE HOTEL NordDATA

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.