Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 11
FYRSTA FJÖLÞJÓÐLEGA RÁÐSTEFNAN UM TÖLVUR f SKÓLASTARFI HALDIN A ÍSLANDI í JÚNI 1989 Dagana 18. - 22. júní n.k. verður haldin í húsakynnum Kennarahá- skóla íslands ráðstefnan Educational Software at Secondary Level- to be used in and out of school. Að undirbúningi dagskrár er unnið á vegum vinnuhóps innan International Federation for Information Processing (IFIP), en hér á landi er það einkum Kennaraháskóli íslands og Skýrslutæknifélag íslands (aðili að IFIP) sem að ráðstefnunni standa. Undirbúningsnefnd er þó skipuð aðilum frá fleiri stofnunum en í henni sitja Anna Kristjánsdóttir KHÍ, formaður, Ásgeir Guðmundsson náms- gagnastjóri, Ásgerður Magnúsdóttir kennari og tölvunarfræðingur, Baldur Sveinsson áfangastjóri VÍ, Helgi Þórsson forstöðumaður RHÍ og Hildur Hafstað yfirkennari Hjallaskóla. Ráðstefnan mun eins og heitið gefur til kynna fjalla um námshug- búnað fyrir nemendur á aldrinum 11 - 20 ára og verða þátttakendur innan við 100, þar af eiga íslendingar 20 sæti. Hér verður um vinnu- ráðstefnu að ræða í háum gæðaflokki. Erindi ráðstefnunnar og niður- stöður umræðuhópa verða eins og venja er, gefin út í bók frá North Holland útgáfufyrirtækinu. Ritstjórar bókarinnar verða þeir David Tinsley frá Bretlandi og Tom van Weert frá Hollandi. Dagskrárnefnd ráðstefnunnar er skipuð 12 manns víðs vegar að úr heiminum og veitir Peter Bollerslev frá Danmörku henni forystu. Til ráðstefnunnar er boðið og er hún þegar fullbókuð hvað erlenda aðila varðar. Boðsbréf til íslendinga verða send í byrjun febrúar. Alls munu fulltrúar frá nær 30 löndum sækja þessa ráðstefnu. í kjölfar ráðstefnunnar mun menntamálanefnd IFIP halda hér á landi ársfund sinn, en innan vébanda IFIP eru alls 58 þjóðir. -AK. TÖLVUMÁL / 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.