Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 18
Erlend samvinna: Ýmsir þættir í starfi Skýrslutæknifélagsins eru ekki eins áberandi eða þekktir meðal félagsmanna eins og fundir og ráðstefnur, en engu að síður mikilvægir. Mig langar til að kynna hér slíka þátt sérstaklega, sem er alþjóðlegt samstarfs. Skýrslutæknifélagið er eins og kunnugt er aukaaðili að International Federation for Information Processing. Þau samtök ná til allra sviða sem upplýsingatækni og tölvuvæðing setja svip sinn á og eru aðildarlönd 58 alls. Á síðasta starfsári hafa tengsl Skýrslutæknifélagsins við IFIP aukist verulega, einkum á sviði menntamála. Fulltrúi Skýrslutæknifélagsins gagnvart IFIP, Anna Kristjánsdóttir dósent, átti sæti í dagskrárnefnd European Conference on Computers in Education sem haldin var í Sviss í júlí 1988. Ráðstefnuna sótti óvenju stór hópur íslendinga. í júní 1989 verður haldin hér á landi fyrsta IFIP ráðstefnan og hefur verið unnið lengi að undirbúningi hennar. Yfirskrift ráðstefnunnar er Educational Software at Secondary Level - to be used in and out of School. Dagskrárnefnd er skipuð 12 manns víða að úr heiminum og er undir forystu Peter Bollerslev frá Danmörku. Undirbúningsnefnd á íslandi leiðir Anna Kristjánsdóttir. Hér er um að ræða vinnuráðstefnu í háum gæðaflokki og verða erlendir þátttakendur frá nær 30 löndum. íslenskir þátttakendur verða 20. í kjölfar áðurnefndrar ráðstefnu mun menntamálanefnd IFIP halda ársfund sinn hér á landi en I menntamálanefnd eiga sæti fulltrúar frá öllum aðildarlöndum samtakanna. Um þessar mundir er verið að senda sérstakt kynningarbréf til nokkurra aðila innan Skýrslutæknifélags íslands til þess að vekja athygli á starfi IFIP og kanna áhuga manna á tengslum við nefndir þess og vinnuhópa. Væntir stjórn SÍ þess að slík tengsl eigi eftir að koma að verulegu gagni í framtíðinni á fleiri sviðum en í menntamálum. SÍ tekur einnig þátt í norrænni samvinnu og er með fullgilda aðild að Nordisk Data Union, NDU. Fulltrúi íslands, Lilja Ólafsdóttir er nú formaður NDU og er okkur mikil ánægja og heiður að því. 18 / TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.