Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 8
Tölvumál Mars1989 Um tölvutækni: Modem Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Módem er vélbúnáður sem breytir tölvuboðum í tóna og tónum í tölvuboð. vélbúnaður þróast. Það verður mikið notað með Intel 80386 örgjörvanum, sem er vaxinn upp úr MS-DOS stýrikerfinu, Motorola 680x0, sem er í hefðbundnum vinnustöðvum og í Macintosh tölvum. Ekki síst verður Unix notað með “RISC” gjörvum margra framleiðenda. [_] ■ Tölvusamskipti aukast Tölvusamskipti njóta vaxandi vinsælda hjá íslenskum tölvunotendum. Erlendis, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, eiga tölvusamskipti langa hefð að baki og þykja sjálfsagður þáttur í allri tölvunotkun. Hér verður fjallað um einn þátt tölvusamskipta, þann sem lýtur að notkun modema, en modem er vélbúnaður sem breytir tölvuboðum í tóna sem hægt er að flytja eftir venjulegri símalínu. Á sama hátt breytir módemið tónum aftur í tölvuboð sem tölvan getur lesið úr. Hlutverk módemsins er því að aðlaga það sem á milli fer að þeim miðli sem er notaður til tengingarinnar. Módem eru þannig lykilatriði við öll tölvusamskipti. ■ Hvaðþarftil tölvusamskipta? Nafnið módem er samsett úr fyrrihluta þeirra tveggja orða sem lýsa hlutverki módems. Modulation (mótun) og demodulation (afmótun). Notað hefur verið íslenska orðið mótald í stað þess enska, en það er mín skoðun að það ■ Yfirlit yfir Unix útgáfur á algengar tölvugerðir: Intel 80386 SCO-Unix Interactive AIX (IBM PS/2) Macintosh II A/UX Sun Sun-OS Hewlett Packard HP-UX Vax Ultrix (frá Dec) BSD IBM AIX nafn lýsi aðeins öðrum þættinum, það er mótuninni. Til þess að geta átt í gagnlegum tölvusamskiptum þurfa nokkrir hlutir að vera til staðar: • Tölva með raðtengi skv. V.24 eða RS232C staðli • Samskiptaforrit • Modem sem samræmist CCITT stöðlum • Símalína Auk þessara atriða er hægt að telja ýmis fleiri, en þetta eru grunnatriðin. Flestar einmenningstölvur sem seldar eru hafa RS232C raðtengi, þannig að segja má að fyrsti þátturinn sé leystur sjálfkrafa, sé tölva til staðar. í allar tölvur má kaupa spjald eða annan aukabúnað með slíku tengi sé það ekki til staðar eða notað til annars. ■ Samskiptaforritin Samskiptaforrit eru margvísleg, sum eru seld í verslunum, en öðrum er dreift um gagnabanka eða milli manna. Slík forrit kallast almenningsdreififorrit en þau má afrita og dreifa að vild. Hins vegar ædast höfundurinn til umbunar ef forritið er notað. Síðar verður fjallað nánar um samskiptaforrit í þessum dálkum. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.