Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.04.1989, Blaðsíða 12
Tölvumál Mars1989 Kynning á tölvumálum fyrirtækja: Flugleiðir, Tölvudeild ■ Staðsetning: Aðalskrifstofa Flugleiða við Reykjavíkurflugvöll, 1. hæð, 101 Reykjavík. B Starfsmenn sem vinna við tölvumál: Forstöðumaður: Jakob Sigurðsson. Hugbúnaður: 8 kerfisfræðingar og fonitarar. Rekstur: 2 kerfisforritarar, 5 tölvarar, 1 vinnslustjóri. Bókunarkerfi: 2 menn við þróun og viðhald á bókunarkerfi. Fjarskipti: 1 maður við fjarskipti og 2 tæknimenn við viðhald á búnaði. B Vélbúnaður: Öll tölvuvinnsla Flugleiða er unnin á tvær móðurtölvur af gerðunum IBM 4381 model 23, 32 Mb og IBM 4341 model 12,16 Mb. Helstu jaðartæki eru 3380 diskar með um 15 GB rými, 3 bandstöðvar af gerð 3420/8. Útstöðvar eru um 150. 38 PC og PS vélar eru í notkun, Þessar vélar eru ýmist sjálfstæðar eða í staðameti og flestar tengdar aðaltölvunni. Auk þess eru tengdir um 500 skjáir og prentarar um sérstakt net við bókunarkerfi Flugleiða, sem keyrt er á annarri af móðurtölvum félagsins. Þessi tæki eru staðsett á íslandi, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. fl Kerfishugbúnaður: • VM/XA, VSE/SP 3.2 stýrikerfi, • CICS 1.7 fjölnotendakerfi, • VTAM, • ADABAS 4.1 gagnagrunnur, • SAS 5.18 tölffæðikerfi. • Forritunarmál eru COBOL, RPGII, NATURAL 2 og ASSEMBLER. fl Helsti notendahugbúnaður: Öll almenn bókhaldsverkefni, þar sem sum hver eru mjög viðamikil vegna starfshátta flugfélaga. Bókunarkerfi fyrir skráningu bókana og samskipti við önnur flugfélög. ■ Hugbúnaður í smíðum: í undirbúningi er uppsetning á mjög viðamiklu kerfi fyrir Viðhalds- og Verkffæðideild Flugleiða. Kerfið er aðkeypt en verður aðlagað að staðháttum af starfsmönnum tölvudeildar. ■ Þróunarhugbúnaður: Ekki er um neinn sérstakan þróunarhugbúnað að ræða, heldur er smækkuð útgáfa af vinnslukerfinu notuð fyrir þróun. ■ Framtíðarhugmyndir / stefna í tölvumálum: Stefna félagsins í tölvumálum er sú að vera innan þess, sem nefnt hefur verið IBM 370 umhverfi. Notendakerfi verða grundvölluð á ADABAS og staðall við kerfissetningu verður LSDM. í fjarskiptum, VTAM/SNA. ■ Annað athyglisvert: Ætla má að tilkoma dreifikerfa í Evrópu muni hafa nokkrar breytingar í för með sér. Flugleiðir eru aðilar að kerfi sem nefnt er AMADEUS og er staðsett í Munchen. Kerfið er byggt upp af 5 samtengdum IBM 3090 vélum og mun veita þeim, sem við það eru tengdir aðgang að gífurlegu magni upplýsinga. Munu slOc alþjóðleg kerfi verða ráðandi í farþegaþjónustu framtíðarinnar. Q 12

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.