Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 7
Tölvumál maí 1989 Nú í aprílbyrjun kom til landsins, í boði Hewlett-Packard á íslandi hr. G. Edwards frá OSF. Tilgangui- heimsóknarinnar var að kynna starfsemi OSF og að útskýra hvaða áhrif OSF mun hafa á tölvuvinnslu í náinni framtíð. Með þessari grein er ætlunin að kynna OSF fyrir þeim sem misstu af fyrirlestrum hr. Edwards. Opin eða lokuð tölvukerfi Tölvuvinnsla í dag byggir mjög mikið á svokölluðum lokuðum kerfum (propriatary systems). Þau þekkjast helst á því að þróun og viðbætur kerfanna koma frá fram- leiðenda kerfanna, sem þá er í eins konar einokunaraðstöðu með verð- lagningu á þjónustu eða stækkun á tölvubúnaði. Forrit sem notuð eru í þessum kerfum eru oft þannig gerð að flutningur þeirra yfir á aðrar tölvur er dýr og virðist því oft best að halda sig við þetta lokaða kerfi þó það verði einnig mjög dýrt. Lokuð kerfi hafa samt dregið að sér hugbúnaðarframleiðendur sem hafa boðið eigendum þeirra ýmsan hug- búnað t.d. fyrir bókhald eða annað. f sumum tilfellum hafa þeir boðið sama hugbúnað á fleiri en eitt lokað kerfi. Þessu fylgir auðvitað mikill kostnaður sem notendur hugbún- aðarins borga að lokum. Augljóst er að veruleg hagkvæmni gæti fylgt því að kerfi væru ekki lokuð. Rekstraraðilar lokaðra kerfa hafa stundum orðið fyrir því að ekki hefur verið mögulegt að fá fólk með þekkingu á kerfinu til starfa. Þeir hafa þurft að kosta allmiklu til þjálfunar starfsfólks, auðvitað fer þessi þjálfun fram á vegum fram- leiðenda lokaða kerfisins og þá á kjörum sem hann ákveður. Margir hafa áttað sig beíur á þessu með tilkomu einkatölvanna, en með þeim komu greinilega fram kostir þess að hafa einhvers konar staðal (t.d. PC-staðalinn) við kaup tölvu- búnaðar. Þar er vissulega mikil samkeppni sem kemur fram í því að slíkur tölvubúnaður kostar mjög lítið miðað við afkastagetu. Annað dæmi er svokallað UNIX stýrikerfi, en það er fáanlegt á margar gerðir tölva frá ýmsum framleiðendum. Þar kemur fram stöðlun sem menn hafa séð að gæti losað þá frá lokuðum kerfum ásamt þeim kostnaði sem þeim fylgir. Nú á síðustu árum hefur UNIX stýri- kerfið aukið útbreiðslu sína veru- lega. Helstu kostir UNIX eru að stýrikerfið er mjög öflugt og sveigjanlegt og að það er til á ýmsar tölvugerðir. Fylgifískur þessa er mikil og vaxandi útbreiðsla og einnig mikið framboð á hugbúnaði. Þannig eru notendur UNIX stýri- kerfisins óbundnir því að kaupa vél- búnað frá einum ákveðnum fram- leiðenda. Það gerðist síðan fyrir um 1 72 ári að AT&T sem á UNIX, tók upp mjög náið samstarf við einn vél- búnaðarframleiðanda. AT&T sýndi með þessu (og reyndar fleiru) ákveðna viðleitni í þá átt að gera UNIX að lokuðu kerfi. Þessu vildu ýmsir tölvuframleiðendur ekki una og fyrir um ári stofnuðu nokkrir þeirra OSF (Open Software Founda- tion). Með stofnun OSF er brotið blað í tölvusögunni, aldrei fyrr hefur náðst eins breið samstaða stærstu tölvuframleiðendanna um nokkum hlut. Með stofnun OSF hillir undir þann möguleika að notendur geti virkilega orðið óháðir vélbúnaðar- sölum og geti á hverjum tíma valið þann vélbúnað sem þeim hentar best án tillits til hvaða hugbúnað þeir nota. OSF Stofnendur OSF em HP, IBM, DEC, Apolio, Siemens, Groupe Bull og Nixdorf. Frá stofnun hafa margir aðilar bæst við, bæði tölvuframleið- endur, stofnanir og háskólar. OSF OSF - Open Software Foundation Stofnun um opin tölvukerfi Gylfi Árnason, sölustjóri tæknisviðs Hewlett-Packard á íslandi

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.