Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 8
Tölvumál maí1989 OSF ersjálfstæð alþjóðleg sjálfseignarstofnun sem œtlað er að skilgreina til fulls tölvuvinnsluumhverfi og þróa hugbúnað og opiðyflytjanlegt slýrikerfi. er sjálfstæð, alþjóðleg sjálfseignar- stofnun sem ætlað er að skilgreina til fulls tölvuvinnsluumhverfi, þróa framúrstefnuhugbúnað og koma fram með opið, flytjanlegt stýrikerfi sem byggir á viðeigandi stöðlum. Með tölvuvinnsluumhverfi er ekki aðeins átt við stýrikerfi, heldur einnig nettengingar, notendaskil, o.fl. Stofnendumir höfðu, hver í sínu lagi, unnið að: • flytjanleika hugbúnaðar, það er að gera notendum kleift að nota sams konar hugbúnað á tölvum frá mismunandi framleiðendum. • samvinnu tölva, þ.e. að gera notendum tölvubúnaðar frá ýmsum framleiðendum kleift að nettengja búnaðinn þannig að hann hegði sér sem eitt tölvu- kerfi. • stækkanleika, þ.e. að koma fram með vinnsluumhverfi og hug- búnað sem nothæft er á tölvum í mjög mismunandi stærðar- flokkum. OSF mun með sínu framlagi leyfa þessum fyrirtækjum að veita mann- afla og fjármunum sem í þetta hafa farið, í annan farveg. Væntanlega þýðir þetta spamað sem mun að lokum koma tölvukaupendum til góða. Með starfi OSF verður í rauninni hægt að fá opið tölvuumhverfi. Það er aðeins mögulegt með samvinnu þar sem enginn einn tölvufram- leiðandi ræður ferðinni. Hjá OSF munu allir meðlimir OSF auk almennra tölvunotenda geta haft áhrif á þróunina. Fyrsta útgáfa OSF stýrikerfisins á að verða tilbúin á þessu ári. Starfsemi OSF Stýrikerfið sem kemur frá OSF verður m.a. byggt á skilgreiningum POSIX og X/OPEN. Báðir þessir aðilar vinna að stöðlun stýrikerfa og hugbúnaðarumhverfis. OSF er í sjálfu sér ekki stöðlunarstofnun, heldur er nær að lýsa OSF sem stofnun sem kemur með útfærslur samkvæmt stöðlum. Fyrsta útgáfa OSF stýrikerfisins er unnin af IBM, með eftirliti OSF. Þessi útgáfa (hvort sem hún verður kölluð UNIX eða eitthvað annað) á að verða til- búin á þessu ári. Til að fá fram nýjar útfærslur á ýmsum þáttum tölvuumhverfisins, er beitt opnu ferli (Open Process). Sem dæmi má nefna hvemig not- endaskilakerfið (graphical user interface) MOTIF var fengið fram. Fyrst fór OSF af stað með könnun á hvar væri mest þörf fyrir samhæf- ingu og komst að því að þar væm notendaskil efst á blaði. Þá auglýsti OSF eftir tillögum um útfærslu slíks kerfis (Request for technology). Mjög margar tillögur komu fram, ekki aðeins frá meðlimum OSF, heldur miklu fleirum. Síðan fór fram mat, eins konar samkeppni sem notuð var til að finna heppi- legustu lausnina. Það kom á daginn að best þótti framlag Hewlett- Packard og Microsoft, og var Hewlett-Packard og DEC falið að útfæra endanlega lausn eftir lýsingu frá OSF. f framsetningu Ifkist þetta „OS/2 Presentation Manager", en byggir á X-windows sem er algengasta gluggakerfið á UNIX kerfum. Þetta kerfi hefur hlotið nafnið MOTIF. Til þess að allir meðlimir OSF hafi jafna möguleika á að koma MOTIF á markaðinn á sínum tölvum, hafa allir aðgang að hugbúnaðinum sem erívinnslu. Þetta er gert með svokölluðum svipmyndum (snapshot). Meðlimir fá eintak af forritunum eins og þau eru á hverjum tíma, til skoðunar eða jafnvel uppsetningar á eigin tölvur. Þannig er tryggt jafnræði allra aðila sem standa að OSF. Líklegt er talið að næsta viðfangs- efni OSF verði varðandi samvinnu tölva (interoperability), og verður ferlið við val á útfærslum væntan- lega svipað og beitt var við val á MOTIF. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.