Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 12
Tölvumál maí 1989 Hugbúnaðar- kreppan Heimir Pór Sverrisson, verkfræðingur, Taugagreiningu hf. Efmenn geta komið sér saman um staðla verður hœgt að einbeita sér áð lausnum raunverulegu vandamálanna og hætta að finna hjólið upp í sífellu. Vandinn Margir kannast við spumingar frá notendum eins og: Hvers vegna er ekki hægt að gera þetta á minni tölvu? Fyrst tölvan mín getur gert þetta, af hverju getur hún þá ekki gert hitt? Að vísu koma svona spumingar ekki frá notendum sem em að taka í notkun sín fyrstu tölvukerfi, heldur þeim sem hafa notað tölvur í ein- hvem tíma. f upphafi em notendur almennt tortryggnir á notagildi tölva, og það verður að sannfæra þá um að tölvur leysi þeirra vandamál, helst betur og ódýrar en þeir geta án þeirra. Þegar tölvukerfin hafa aftur á móti verið í notkun í ákveðinn tíma koma fram einskonar aftur- verkunaráhrif. Ástæður Notandinn sem áður var ekkert nema tortryggnin fer nú að gera kröfur. Hann sér fljótt hverskonar vandamál em leyst með hjálp tölvu og kemur auga á mörg slík í sínu umhverfi sem ekki em leyst. Þessar lausnir em oft ekki til vegna þess að þeir sem upphaflega hönnuðu tölvu- kerfin höfðu ekki sérþekkingu á því sviði sem þeir tölvuvæddu. Önnur ástæða fyrir þessum breyt- ingum á viðhorfi notandans er einnig oft á tíðum sú að tölvuvæð- ingin hefur breytt vinnubrögðum hans. Allt í einu hafa menn t. d. að- gang að upplýsingum sem þeir gátu ekki nálgast áður. Það veldur svo því að upp kemur vandi við að geyma og vinna úr upplýsingunum á viðeigandi hátt. Þennan geymslu- vanda sjá menn kannski leystan í öðrum og óskyldum tölvukerfum, og þá gera menn auðvitað kröfu um lausn. Notendur geta séð af almennu lausnunum hvemig hægt er að upp- 12 fylla sérstakar þarfir. Dæmi um slíkt er notkun gagnasafnskerfa við fiskveiðar og notkun framleiðslu- stýrikerfa í fiskvinnslu. Almennu kerfin myndu vart nýtast óbreytt og því kemur upp þörfin á sérstökum lausnum. Kreppan Þegar ofangreind þróun á sér almennt stað hjá notendum verður það ástand á tölvumarkaðnum sem kallað hefur verið hugbúnaðar- kreppa. Þetta ástand einkennist af mun meiri eftirspum eftir hug- búnaði heldur en í boði er. Hvað er þá til ráða, eða er þetta kannski bara allt í þessu fína? Mín skoðun er sú að þetta kreppuástand sé ekki gott. Óánægðir notendur era ekki góðir viðskiptamenn, og ef menn fá ekki það sem þeir biðja um hætta þeir loks að spyrja eftir því og reyna að leysa sín mál á annan hátt. Einn hópur notenda sem hefur val era einmitt þeir sem þurfa sérstakar lausnir á sínum málum. Ef þeir fá ekki sínar sérstöku óskir uppfylltar reyna þeir að notast við almennar lausnir í staðinn, þó að þær leysi þeirra mál ekki að fullu. Lausnin Lausnin á vandanum er aftur á móti stöðlun. Ef menn geta komið sér saman um staðla verður hægt að einbeita sér að lausnum raunvera- legu vandamálanna og hætta að finna hjólið upp í sífellu. Ef hægt verður að byggja tölvukerfi með stöðluðum einingum verða kerfin í senn betri og ódýrari. Fækk- ar þá ekki verkefnunum stórlega, gæti einhver spurt? Nei, alls ekki. Tökum dæmi: Ef bókhaldsforrit skiluðu sínum niðurstöðum á stöðluðu formi, væri hægt að skrifa forritseiningu sem setti þessi gögn fram á myndrænan hátt, s.s. skífuritum og súluritum. Ef sú eining skilaði sínum niður-

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.