Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 14
Tölvumál maí 1989 Kynning á tölvumálum fyrirtækja: Vegagerð ríkisins Staðsetning: Höfuðstöðvar eru í Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík. Náin tengsl eru við umdæmisskrifstofur og útbú Vegagerðarinnar úti á landi. Starfsmenn sem vinna við tölvumál: Deildarstjóri: Guðni P. Kristjánsson Aðrir starfsmenn: í Reykjavík eru 3 menn við rekstur tölvukerfa auk deildarstjóra. í hveiju umdæmi eru 2 menn með umsjón tölvumála sem hluta af sínu verksviði. Fagdeildir bera ábyrgð á hugbúnaði á sínu sviði og er forritunarvinna aðkeypt í ríkum mæli. Vélbúnaður: í höfuðstöðvunum eru Vax 11/750 og Vax 8250 tengdar saman í klasa. Ethemet kapall liggur um bygging- amar og tengjast honum 11 skjá- þjónar og ein Vaxstation 2000. Skjáir era alls um Í35, þar af 6 myndvinnsluskjáir. Auk þess em notaðar um 20 Mac tölvur og 5 pc vélar. Umdæmisskrifstofur em á Selfossi, Borgamesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyðar- firði. Hver þeirra hefur mflcróvax II tölvu og eru þær allar tengdar höfuðstöðvunum gegnum gagnanet Pósts og síma með föstum X.25 línum. Samskiptin fara fram með Decnet hugbúnaði. Útibú (utan um- dæmisskrifstofanna) em með skjái í upphringisambandi við tölvumar. Prentarar em alls um 50 og teiknar- ar 9, þar af tveir stórir HP 7580. ■ Kerfishugbúnaður: • VMS stýrikerfi • Decnet samskiptabúnaður • Fortran þýðandi • FMS undirforrit fyrir skjámyndir • GKS og ISPLOT undirforrit til myndvinnslu • 20/20 töflureiknir • Dectext ritvinnsla Helsta notkun tölvukerfisins: • Hönnun vega er unnin með fortranforritum. • Hönnun brúa er að hluta á Vax tölvunum og að hluta á Macintosh. • Unnið úr kaupaukakerfí, verk- magns- og kostnaðaráætlana- kerfí með fortranforritum. • Rekstraráætlanir era unnar í töflureikni. • Ritvinnsla. • Upplýsingakerfi um snjó- mokstur, malamámur o.fl. eru forrituð í fortran með lykluðum rms skrám. • Ýmsum gmnnskrám er haldið við í Reykjavík og sendar vikulega til umdæmanna. Framtíðarhugmyndir: Stefnt er að því að færa mynd- vinnslu yfír í GKS staðlinn og upp- lýsingakerfin í gagnasafnskerfi. Annað athyglisvert: I vetur voru upplýsingar um snjó- mokstur og færð sendar daglega úr umdæmum og údbúum til Reykja- vflcur fyrir almennan fótaferðatíma og unnið úr þeim til þess að birta yfirlit um ástand vega. Á síðasta ári flutti Vegagerðin 20 milljón gagnasneiðar yfir gagnanet Pósts og síma, sem er um 15% af notkuninni á netinu. ■ 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.