Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 4
Tölvumál júní 1989 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Norddata 19.-22. júní „Okkar maður“ verður á staðnum. Ný ritnefnd Fjölmargir félagar Skýrslutækni- félagsins hafa haft samband við mig og lýst ánægju sinni með Tölvumál. Færri gagnrýnisraddir hafa heyrst. Þetta bendir til þess að við séum á réttri leið, þó auðvitað megi ávallt bæta. Það er mikið starf að sjá um útgáfu Tölvumála og því hefur það verið ætlun okkar að tvær ritnefndir sæju um hana. Nokkuð hefur dregist að skipa nýja ritnefnd af ástæðum sem ég hefi áður tíundað í þessum dálkum. Við höfum nú fengið til liðs við okkur nýja ritnefnd sem sjá mun um annað hvert blað á móti hinni rit- nefndinni. Hana skipa Ágúst Úlfar Sigurðsson hjá SKÝRR, Daði Jóns- son hjá VKS og Guðríður Jóhannes- dóttir hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. Við bjóðum þau velkomin til starfa. Góð aðsókn Ráðstefna um hagnýt tölvusamskipti var haldin 17. maí að Hótel Sögu. Ráðstefnuna sóttu um 160 manns og mun þetta líklega vera fjölmennasta ráðstefna SÍ frá upphafi, ef undan er skilin afmælishátíðin á liðnu ári. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim sem lögðu fram ómælda vinnu við að undirbúa og flytja fyrirlestrana, svo og Kjartani Ólafs- syni, gjaldkera okkar, og Helgu Erlingsdóttur, sem bæði unnu að undirbúningi ráðstefnunnar með mér. Góð aðsókn að ráðstefnum en slök að fundum vekur til umhugsunar um hvemig á því stendur. Líklegt er að margt haft þar áhrif en það helst að tímasetning funda sé röng. Því er það ætlun stjómar að reyna nýjan fundartíma á vetri komanda til að sjá hvort aðsókn að fundum eykst. Sumarferð Kjartan Ólafsson hefur unnið að skipulagningu á sumarferð (sjá bls. 15). Farið verður í heimsókn í Mjólkursamsöluna 29. júní og skoðað hvemig tölvutækni er beitt í því fyrirtæki til hagræðingar og stjómunar, bæði fyrirtækisins og vinnuferla. Þetta er áhugaverð nýbreytni og ég er þess fullviss að félagsmenn munu gefa sér tíma frá önn dagsins og þiggja ágætt boð Mjólkursamsöl- unnar. Ef vel tekst til verður áfram- hald á fyrirtækjaheimsóknum. Norddata 19.-22. júní Sextán íslendingar munu sækja Norddata ráðstefnuna. Margir taka fjölskylduna með, til að njóta sumarsins í Danmörku í nokkra daga að lokinni ráðstefnunni. Þrír stjómarmenn fara á ráðstefnuna auk Lilju Ólafsdóttur formanns NDU, og er ánægjulegt til þess að vita. Fjórir fulltrúar frá íslandi munu því sækja aðalfund NDU sem haldinn er að lokinni ráðstefnunni, en Lilja Ólafsdóttir mun sem kunnugt er láta af formennsku NDU á þessum fundi. Til þess að fyrirbyggja mjsskilning er rétt að taká fram, að SÍ tekur engan þátt í kostnaði við þátttöku okkar í ráðstefnunni. Það er einka- framtak þeirra sem þátt taka eða þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá. Hafi þeir (þau) þökk fyrir. Þegar þetta er ritað í lok 23. viku hafa tæplega 1300 manns bókað þátttöku. Em það þeim sem að ráð- stefnunni standa nokkur vonbrigði, en aðsókn hefur á stundum verið vel á þriðja þúsundið. Ætlunin er að flytja efni frá ráðstefnunni í næstu eintökum Tölvumála í frásögn íslenskra þátttakenda. Það má því segja eins og þeir sögðu á Stöð 89, að „okkar maður“ verði á staðnum.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.