Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 7
Tölvumál júní 1989 Hvers konar kerfi, og hvað er það helst sem við þurfum að taka tillit til? Helstu úrlausnaratriðin eru að mínu mati: • Hver er tilgangurinn með þessu kerfi ? • Hvað þarf til og hvemig á að setja þetta kerfi upp ? • Hvað mun þetta kosta ? • Hver á að bera kostnaðinn ? • Hvaða öryggiskröfur á að gera eða verður að gera ? • Hvað finnst neytendum, og/eða hvað gera neytendur ? • Hvemig á að markaðssetja svona kerfi til að það nái tilgangi sínum ? Hver er tilgangurinn meö því að setja svona kerfi upp? Megintilgangurinn er aukin hag- ræðing, minni handavinna, meiri þjónusta við neytendur, og ennfrem- ur, að kerfið skili arði eða standi að minnsta kosti undir kostnaði. Til viðbótar koma svo ýmis atriði sem taka þarf afstöðu til. Meðal þeirra em: • Viljum við losna við handskráningu krítarkortanna ? • Viljum við losna við ávísanir eftir því sem unnt er ? • Á að vera unnt að nota kerfið hvar sem er á landinu ? • Eiga öll innlend kort að vera gjaldgeng ? • Hvað með erlend kort ? Hvað þarf að gera? Ég nefndi áður að tæknilega væri svona kerfi ekki mjög flókið. Erfið- leikamir felast að miklu leyti í því að samræma sjónarmið og tengja saman marga aðila. Á íslandi tel ég að þetta sé tiltölulega auðvelt vegna fámennis okkar. Eigi að síður verður að taka ákvörð- un um mörg atriði varðandi upp- setningu og það getur vafist fyrir mönnum. Hér á eftir em nefnd nokkur þessara atriða og geri ég ekki greinarmun á tækjum og hugbúnaði. Þetta verður að fylgjast að. • Hvers konar afgreiðslustöðvar á að leyfa. Hvaða kröfum verða þær að fullnægja, m.t.t. öryggis, fjarskipta o.s.frv. • Hvort stjómtölvan áað vera ein eða fleiri ? Hvað með afköst, áreiðanleika stjómkerfis ? • Hvemig haga skal uppgjöri ? • Öryggi í vinnslu, varatölvu o.s.frv. • Greiðslumiðlunina, þ.e. tengingu við RB, krítarkorta- fyrirtækin og aðra. Hver á að eiga og reka kerfið? Nokkrir aðilar koma til greina: • Bankar • Kortaútgefendur • Kaupmenn Hér er um margt að velja og verður vafalaust hægt að deila um þetta. Eins er með rekstur þessa kerfis. • Hver eða hverjir eiga að sjá um kerfið? • Hvaða þjónustu á að bjóða? • Á hvaða tíma sólarhrings? • Hvemig á að bóka færslur? Það er ekki einfalt mál. Ef um krítarkort er að ræða, má h'ta svo á að samtímabókun skipti litlu máli, svo framarlega sem kröfum um öryggi og heimildir er fullnægt. Hvað debitkort varðar, hlýtur að þurfa samtíma bókun, a.m.k. þegar samtímabókun ávísana verður innleidd í bankakerfinu, en það hefur lengi staðið til. Verslunar- eigendur munu væntanlega vilja tryggja hag sinn á einhvem hátt. Tœknin er til staðar hér á landi og okkar aðstœður eru ekkiflóknari en svo, að unnt er að hrinda þessu í framkvæmd, tiltölulega auðveldlega. Nokkur úrlausnaratriði er nauðsynlegt að leysa. Mismunandi er hversu auðvelt það er, en þessi atriði hafa öll verið leyst annars staðar og afþví má læra.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.