Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 8
Tölvumál júní 1989 Hvað á að gera áföstudegi íHagkaupum, ef símastrengur slitnar og viðskiptavinur er ekki með ávísanahefti, hvað þá peninga á sér? Öll kerfi bila. Spumingin er hvað bilar, hvenær, hve oft og hvemig getum við bmgðist við þessum bilunum? Við getum verið með bilanaþolna stjórntölvu og náð þjónustustigi hennar upp í 99,7-99,8%, en það er fleira sem bilar, Ld. afgreiðslutæki og símalínur og við verðum að hafa gert ráðstafanir vegna þessa. Hvað á að gera á föstudegi í Hag- kaupum, ef símastrengur slitnar og viðskiptavinur er ekki með ávísana- hefti, hvað þá peninga á sér? Allt öryggi kostar peninga og það þarf að vega og meta kostnaðinn með afleiðingar bilunar í huga. Lög og reglur Athuga þarf hvort núgildandi lög og reglugerðir taki til viðskipta af þessu tagi. Svo getur vel verið, en ef svo er ekki, þarf að lagfæra það og það getur tekið tíma. Öryggi Þær kröfur sem gerðar em til svona kerfis em margvíslegar. Það er samt að mínu mati afgerandi um það hvort svona kerfi nær tilgangi sínum, að allir aðilar þ.e. bankar, kortaútgefendur, verslanir og ekki síst neytendur, geti treyst því að öllum öryggiskröfum sé fullnægt. Fyrstber að taka afstöðu til þess hvort kvitta eigi fyrir, með undirskrift eða einkalykli. Ég tel að undirskriftin ein nægi alls ekki, vegna þess að búast má við alls konar sjálfsafgreiðslutækjum í framtíðinni, sem tengd verða þessu kerfi. Má þar nefna t.d., afgreiðslu á bensíni allan sólarhringinn, sölu á farmiðum, leikhúsmiðum og öllu mögulegu öðm. Ef um sjálfsafgreiðslu er að ræða verður að kvitta fyrir með tölvu- undirskrift. Ýmislegtannaðþarf til að tryggja aðila gegn ýmiss konar misnotkun og svindli. Vemda þarf forrit í afgreiðslutækjum gegn óheimilum breytingum. Tryggja þarf að ekki sé hægt að breyta færsl- um í sendingu. Tryggja þarf að af- greiðslustöð hafi rekstrarheimild, sé viðurkennd til notkunar í kerfinu og sé á réttum stað. Tryggja þarf, að ekki sé safnað óleyfilegum upp- lýsingum um neytendur og/eða að þær upplýsingar verði misnotaðar. Hvernig skal skipta kostnaði? Eitt af því sem valdið hefur hvað mestum deilum við undirbúning og uppsetningu tölvugreiðslukerfa víða um heim, em deilur um hvemig eigi að skipta kostnaði af kerfinu. Þetta er í raun flókið mál og geta sjónarmið hagsmunaaðila verið mjög ólík. Ég vil ekki fella neinn dóm um þetta atriði, en bendi á að þetta þarf að leysa, ef kerfið á að verða árangursríkt. Það em fyrst og fremst þrír aðilar sem tengjast þessu máli: • Bankar/kortaútgefendur, • Kaupmaður eða sá sem selur þjónustuna • Neytendur en þeir gleymast oft. Til viðbótar eru ýmis atriði sem varða samskipti fyrrgreindra þriggja aðila sem taka þarf ákvörðum um. Þessi atriði em t.d. reglur um misnotkun, bakfærslur og hvemig réttur ney tenda er tryggður. Markaðssetning Markaðssetning svonakerfis er óskrifað blað, en það táknar ekki að þetta sé ekki mikilvægur þáttur. í rauninni gildir einu hvað við setjum fullkomið og gott kerfi á markað. Ef fólk, þ.e. neytendur vilja ekki nota það eða er ekki kennt að nota það, þá nær kerfið ekki tilgangi sínum.B 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.