Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 11
Tölvumál júní 1989 IB-lína Iðnaðarbankans er gerð fyrir PC og PS/2 tölvur. Notandinn leggur til tölvuna og ósamstillt mótald. Iðnaðarbankinn leggur til samskiptaforrit, notkunarleiðbein- ingar, aðgangsorð og þekkil. Þetta síðast talda er lítið tæki, sem tengist inn á milli tölvunnar og mótaldsins. Þekkillinn sendir frá sér einkennis- merki, sem gerir búnaðinum hjá IB kleift að vita hver er að hringja. Skipta má aðgerðum notenda IB- línu í tvo flokka. Þeir eru: Reikningar Skoðun og prentun á yfirliti reiknings, millifærslur af völdum reikningi og greiðslur með millifærslu af völdum reikningi. Töflur Vaxtatöflur, vísitölur, kaupgengi, gengisskráning og gjaldskrá. Þegar viðskiptavinur hringir í IB- línuna, þá tengist hann tölvu hjá Iðnaðarbankanum, sem tengd er RB. Fyrirspumum sem berast til IB er að hluta til svarað beint. Öðrum er beint áfram til RB, en er þó áður breytt í það form sem hentar RB, svarið fer síðan frá RB, um tölvu IB til notandans. Fyrirtœkjaþjónusta RB er rekin fyrir alla banka og sparisjóði. Til þess að fá aðgang að henni þurfa fyrirtæki að gera samning við við- skiptabanka sinn eða sparisjóð. í þessum samningi er greint frá því hvaða reikninga má skoða, hverjir mega nota þjónustuna og fleira þess háttar. Þessi samningur er síðan sendur RB sem sér um að opna aðgang að réttum reikningum, útbúa aðgangsorð, sjá um skilgreiningar í stýritöflum og fleira. í dag er þessi þjónusta einkum ætluð ríkisfyrirtækjum sem tengjast gegnum SKÝRR og svo fyrir- tækjum sem hafa PC tölvur eða aðrar sambærilegar. Hinir síðar töldu tengjast með innhringilínum. Notandinn þarf að fá sér bretti og skjáhermifomt, sem líkja eftir IBM 3270 skjá. Uppflettiforrit hjá RB eru skrifuð fyrir slíka skjái. Að auki þarf mótald, sem vinnur samkvæmt V.26 staðli. Stofnkostnaðurinn við þessar tengingar er því nokkru hærri en í hinum tilfellunum. Valkostimir eru svipaðir því sem býðst hjá Bankalínu BÍ og IB-línu, að öðru leyti en því, að RB býður ekki upp á millifærslur. Stefnt er að því að millifærslur verði mögulegar í nóvember. Einnig hefur verið rætt um þörfma á því að bjóða fleiri möguleika til tengingar og fyrir fleiri tölvutegundir. Ekkert er afráð- ið í því efni. Önnur fyrirtækjaþjónusta er helst útskriftá "gíródisklingum" sem geyma skrá yfir innheimtur með gíróseðlum. Einnig er nokkuð um launainnlegg á tékkareikninga sem berast RB á disklingum eða segulböndum. Símabankar og bankasímar Símabanki sparisjóðanna er talsíma- þjónusta, sem Tölvumiðstöð spari- sjóðanna rekur fyrir nokkra stærstu sparisjóðina. Viðskiptavinir sem hafa tónvalssíma geta hringt í síma 629000, fengið upplýsingar um stöðu á tékkareikningum, beðið um millifærslur og fengið upplýsingar um gengi, vexti, vísitölur og fleira. Þessar upplýsingar eru sendar einu sinni á sólarhring frá RB yfír í tölvu sparisjóðanna. Þegar hringt er í 629000 tengist síminn þeirri tölvu, og fyrirspumum er svarað þaðan. Bankasími RB mun fljótlega setja í gang svipaða þjónustu fyrir við- skiptavini allra banka og sparisjóða. Með því að hringja í 624444 verður hægt að fá uppgefna nýjustu stöð- una á tékkareikningum. Einnig verður hægt að fá upplýsingar um nokkrar síðustu innlagnir og úttektir. ■ / dag er þessi þjónusta einkum œtluð ríkisfyrirtækjum sem tengjast gegnum SKÝRR og svo fyrirtækjum sem hafa PC tölvur eða aðrar sambærilegar. 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.