Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR Sunnudagur 27. maí 1962. FKjhii ■ • I ; :i n tULjlí 1 . Loftmynd yfir Reykjavíkurhöfn. í baksýn sést hvemig borgin breiðir sig út austur á bóginn. VMTU, REYKVlKINCUR 6ÓDUR að þetta hefur m.a. verið gert síðustu 4 árin: Eftir þrjú ár verður hitaveita komin í öll hús borgarinnar. Fjármagnið er þegar tryggt. 8000 manns fengu hitaveitu síðustu 4 árin. jj Innan 10 ára verða allar götur borgar- Iinnar malbikaðar. 42 milljónum króna verður varið til malbikunar einungis á þessu ári. Alls kostar verkið 680 millj. króna. Útsvörin munu þó ekki hækka sökum þess. 2788 íbúðir voru fullgerðar á kjörtíma- bilinu. Takmarkið er að allir eignist íbúð. 228 ibúðir byggði borgin á kjörtímabil- inu fyrir efnalítið fólk. Fyrir fjórum árum voru 466 íbúðir í herskálum. Nú eru þær aðeins 170 — Iog munu alveg hverfa á kjörtímabilinu. Þrír nýir skólar voru byggðir og þrír aðrir stækkaðir. Kennslustofunum fjölgaði hlutfallslega meir en nemend- unum. Þrjú barnaheimili voru byggð og leik- svæðum borgarinnar fjölgað upp í 50. Skólagarðarnir og Vinnuskólinn voru stækkaðir og efldir. y, Æsku borgarinnar var afhent til af- nota Tjarnarbær og Héðinshöfði fyrir starfsemi sína. Milljónum var veitt til starfsemi Æskulýðsráðs og tómstunda- klúbba. y, Sundlaug Vesturbæjar var fullgerð og byggingu stærstu sundlaugar landsins í Laugardalnum er langt komið. Byggingu íþrótta og sýningarhússins í Laugardal er langt komið. Þar verður stærsti íþróttasalur landsins. Nær tvær milljónir króna voru veittacr til íþróttasvæða víðsvegar um borgina. y, Heildarskipulagi Reykjavíkur og skipu- lagi Gamla bæjarins miðar vel áfram og verður lokið á kjörtímabilinu. Þar með lýkur lóðavandkvæðunum og framtíðarbyggðin verður ákveðin. Ný höfn hefir verið undirbúin. y, Yfir fimm milljónum króna var varið til þess að gera umferðina í borginni greiðfærari og betri. StrætiSvögnum var f jölgað um 22 og leiðum þeirra var mjög fjölgað. y, Skilyrði fyrir iðnað, verzlun og sjávar- útveg voru mjög bætt í borginni með nýjum athafnasvæðum og fjárveiting um. Fæðingarheimili Reykjavíkur var stofn að á kjörtímabilinu, geðverndardeild bætt við Heilsuverndarstöðina og starf- semi hennar stóraukin. Borgarsjúkra- húsið verður tekið í notkun um ára- mótin 1964-65. Miðar byggingu þess vel og hafa verið veittar til þess um 50 millj. króna. Dælustöðvum vatnsveitunnar fjölgaði og vísindaleg leit var gerð að nýjum vatnsbólum. Virkjun Bullaugna mun auka afkastagetu vatnsveitunnar um 70% og á hún handbærar 17 milljónir króna til verksins. y, Hið mikla mannvirki, Steingrímsstöð við Efra Sog var tekin í notkun. Ráð- gerð er ný virkjun við írafoss, vara- stöð við Elliðaár og jarðhitaorkuver á kjörtímabilinu. Útsvörin hafa lækkað verulega á kjör- tímabilinu, því borgin fékk nýjan tekju stofn, fimmtung söluskattsins. Hjón með þrjú börn og 80 þús. krónur hrein- ar árstekjur greiddu 1958 9.643 krónur í útsvar. í dag greiða þau aðeins 6.500 í útsvar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.