Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. maí 1962. VISIR 5 Yfirkjörstjórn í skrifstofu sinni í Austurbæjarskólanum í morgun: (Frá v. Einar B. Guðmunds son, Torfi Hjartarson tollstjóri, form., Þorvaldur Þórarinsson. Talninga lokið um hálf fjögur í nótt Kjörfundur hófst í Reykjavík klukkan níu í morgun. Lýkur hon- um klukkan ellefu í kvöld. Allir þeir, sem komnir eru inn fyrir dyr á kjörstað fyrir þann tíma fá að kjósa, en aðrir ekki. Talningu Iýkur væntanlega um hálf fjögur í nótt. Opinber talning hefst í leikfimis sal Austurbæjarbarnaskólans klukk an hálf tólf í kvöld. Geta allir sem vilja komið þangað og fylgzt með talningi.nni. Þetta er í fyrsta sinn í manna minnum, sem talning fer fram annarsstaðar en í Miðbæjar- skólanum. Skipt er um atkvæðakassa, í öll- um kjördeildum, milli 5 og 6 í dag. Hefst þá undirbúningur undir taln- ingu, sem framkvæmdur er af full- trúum allra flokka, sem boðaðir eru þangað. Er hér um að ræða borgaralega skyldu og varðar sekt- um ef menn, sem boðaðir hafa ver- ið mæta ekki. Setja þeir atkvæði í búnt, eftir listum, en telja ekki. Undirbúningur þessi hefst klukk-1 an sex og fer fram fyrir luktum dyrum. Fær enginn að fara út af mönnum þeim, sem vinna við hann. Gæta lögregluþjónar dyra og sjá Útlit fyrír mikla kjörsókn Kjörsókn var góð á öllum kjör- stöðum í morgun. Klukkan 11 fyrir hádegi höfðu 3672 greitt atkvæði í Reykjavík. í bæjarstjómarkosning- unum 1958 voru 3264 búnir að greiða atkvæði á sama tíma. í Alþingiskosningunum sumarið 1959 voru 351J búnir að greiða at- kvæði kl. 11 um morguninn og í haustkosningunum 1959 var talan 3432. Þetta bendir því til þess að kjör- sókn ætli að verða góð í Reykja- vík, fleiri hafa greitt atkv; '7i kl. 11 en í undanfarandi kosningum. Til bindindismanna j Til þess að koma fram áhugamálum bindindismanna í} höfuðborginni þurfum við skilning og samúð ráðamanna / borgarinnar. Þann skilning tryggjum við bezt með því að 7 vinna innan vébanda þess flokks, sem borginni stjómar. Með l síauknu félagsstarfi í þágu æskulýðsins undir forystu nú- ■ 1 verandi og fyrrverandi borgarstjómar er á jákvæðan hátt i unnið að eflingu bindindis og hollra lífsvenja ungu kyn-1 4 slóðarinnar. Er mér heldur ekki kunnugt um annað en að l skynsamlegar ábendingar bindindissamtakanna til ráða- j / manna borgarinnar hafi jafnan mætt fullum skilningi, og » ; á lista Sjálfstæðisflokksins nú eru bæði kunnir bindindis- \ \ menn og forystumenn félagsmála, sem áreiðanlega hafa full- í \ an skilning á mikilvægi þess að vinna gegn áfengisbölinu. I \ Ég mun því trúr minni bindindishugsjón með ánægju kjósa <" t D-listann í dag í þeirri sannfæringu, að á þann hátt stuðli ’ ( ég bezt að menningu og framförum í höfuðborg landsins ■ Jafnframt vona ég, að allt bindindisunnandi fólk sameinist um að forða bindindismálum frá alvarlegum áföllum með því að gera fylgi H-listans sem minnst. 4 Magnús Jónsson alþingismaður. um að enginn fari inn eða út. Milli 40 og 50 manns taka þátt í þessu. • Þeir sem framkvæma hina raun- verulegu talningu eru sérstaklega til þess ráðnir. Er þar aðallegá um að ræða bókbindara. Hefur ná- kvæmni reynzt svo mikil undanfar ið, að ótrúlegt er. Allir ágreiningsseðlar fara til yf- irkjörstjórna* sem úrskurðar hvort þeir teljiát'-gildir. Utankjörstaðakosning hefur að undanförnu farið fram í Hagaskól- anum. Höfðu tæplega tvö þúsund og eitt hundrað greitt þar atkvæði í gærkvöld. Kosning hefur ekki farið fram í morgun, en utanbæjarmenn, geta kosið þar milli tvö og fimm í dag. Frú Erna Finnsdóttir, eiginkona borgarstjóra að kjósa í morgun. Ólafur Thors forsætisráðherra og frú Ingibjörg kona hans á kjörstað í morgun. Kjörfundi lýkur kl. 11 í kvöld KJÖRFUNDI lýkur kl. 23 i kvöld. Verður þá dyrurn allra kjördeilda lokað og enginn fær að kjósa eftir þann tíma. Er þvi mjög áriðandi að allir Sjálfstæðismenn hafi lokið kosningu fyrir þann tíma. Ella eru atkvæði þeirra ónýt. VÍSIR skorar á Sjálfstæðismenn að hafa samband við vini sína og kunningja um að kjósa snemma. Upplýsingar eru annars staðar i blaðinu um kjörstaði og hvar hægt er að fá upplýsingar um kosninguna og bifreiðir. 41,715 á kjörskrá í Reykjavík KJÖRFUNDIR hófust í morgun kl. 9 á öllum kjörstöðum í Reykjavík. Fréttamenn Vísis komu við á nokkrum þeirra og var þegar kom inn straumur fólks á kjörstað í Miðbæjarskólanum, Austurbæjar- skólanum, Langholtsskóla og Mela skóla. Virtist þá allt útlit fyrir að kjörsókn myndi verða góð, áhug- inn sýnilega mikill. Til þess bendir og hagstætt og kyrrt veður. í Reykjavík eru á kjörskrá 41.715 og skiptast kjósendurnir niður á 7 aðalkjörstaði sem eru í þessum skólum: Melaskólanum, Miðbæjarskólanum, Austurbæjar- ;kólanum, Sjómannaskólanum, Laugarnesskólanum, Langholtsskól anum og Breiðagerðisskóla. ' Er kjósendum raðað niður í kjördeild- ir eftir götum þeim sem þeir eru búsettir við. Auk þess er sérstök kjördeild á Elliheimilinu. Áður en kosningar hófust höfðu um 2000 manns kosið utan kjör- staðar vegna þess að þeir myndu verða fjarverandi á kjördegi. Af þeim höfðu um 500 kosið fyrir kaupstaði úti á landi ,en aftur höfðu borizt rúm 500 atkvæði Reykvíkinga sem kosið höfðu utan kjörstaðar úti á landi, svo utan- kjörstaðaatkvæði í Reykjavík munu vera um 2 þúsund talsins. Bæjarbúum skal sérstaklega bent á að kjósa eins fljótt og þeir geta því viðkomið og minnast þess sérstaklega að öllum kjör- deildum verður lokað ki. 11 í kvöld. Þá eru síðustu forvöð að neyta atkvæðisréttar síns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.