Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 27. maí 1962. Útgefandi Blaðaútgatan v'ISIR Ritstjórar: Hersteim Pálsson Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn 0. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 kró.iur á mðnuði. 1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 1166G (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.t ..____________________________________________________________j Kjósum snemma Kjörfundur hefir nú þegar staðið í nokkrar stund- ir. Honum lýkur klukkan 11 í kvöld. Allir Sjálfstæðis- menn ættu að kjósa eins snemma og þeim er unnt og hvetja vini sína og félaga til hins sama. Sjálfstæðismenn ganga vongóðir til þessarra kosninga. Varast verður þó of mikla bjartsýni. Áður hefir verið rakið hér í blaðinu að í síðustu þingkosn- ingum skorti Sjálfstæðisflokkinn 2.400 atkvæði á að þeir hefðu hreinan meirihluta í borginni. Enginn Sjálf- stæðismaður má því liggja á liði sínu í dag. Meiri- hlutinn getur auðveldlega oltið á atkvæðinu þínu. Allt of margir draga að kjósa þar til kvölda tekur. Það er slæm regla. Sein kosning gerir flokksstarfið á kjördag erfiðara en skyldi. Fjölmennum því á kjör- fund og hvetjum alla Sjálfstæðismenn til þess að gera slíkt hið sama. Unnið fyrir fólkið Undanfarna daga hefir Vísir ritað mikið og margt um störf og stefnu Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum. Sumum kann að finnast of mikið. Og satt er að annað efni hefir orðið að þoka um set í bili sökum kosn- inganna. /r En við höfum ekki að ástæðulausu brugðið upp myndum af störfum Sjálfstæðismanna í borgarstjórn síðustu fjögur árin. Þar hefir mjög vel verið unnið og okkur finnst full ástæða til þess að geta um það, sem vel hefir verið gert. Hér hefir verið rakið síðustu daga hve mikið hefir verið gert í hitaveitumálum, hve margir leikvellir og skólar byggðir, sjúkrahús, götur, íbúðir fyrir efna- litið fólk, og svo mætti lengi telja. Ekkert af þessu eru kannski stórfréttir á heims- mælikvarða. En þetta eru stórfréttir fyrir fólkið, sem byggir þessa borg. Borgarstjórnin lætur sér ekki standa á sama um hag borgaranna. Hún gerir allt, sem hún má til þess að létta þeim efnaminni lífs- baráttuna og koma til móts við þá sem vandkvæði og bágindi sverfa að. Og borgarstjórnin hefir hugsað vel um æsku borgarinnar. íþróttasvæði og sundlaugar rísa upp og skólar og tómstundaheimili af beztu gerð eru byggð fyrir unga fólkið í Reykjavík. í dag hefir þú, kjósandi góður, vald og rétt til þess að segja álit þitt á starfi Sjálfstæðismanna í borg- arstjóm. Á herðum þínum hvílir sú lýðræðislega skylda að nota þann rétt. Það er undir þér komið hvernig borginni okkar verður stjómað næstu fjögur árin. hann hefur Icennt við Tónlistar- skólann frá því að hann kom heim frá námi, staðio fyrir strengjakvartett og tekið virk- an þátt f tónlistarmálum. Hann hef,ur kennt nær öllum okkar fiðluleikurum, að meira eða minna leyti, og er ekki aðeins virtur, heldr.r elskaður líka, af öllum sfnum nemendum. Hann er kvæntur Kolbrúnu Jónas- dóttir, og eiga þau eina dóttir. Segir Björn að það sé ekki nóg, menn eigi að eiga fleiri börn. — Við spyrjum Björn hvað hann vilji segja okkur um tón- listarmál í borginni. — Skilningur á tónlistarmál- um hefur aukist mikið á seinni árum. Bæði borgin og ríkið hafa styrkt þá starfsemi mjög dyggilega, til dæmis njóta Syn- fóníuhljómsveitin og Tónlistar- skólinn styrks frá báðum þess- um aðilum. Til að fyrirbyggja misskilning, vil ég taka það fram að til eru í öllum flokkum menn, sem skilning hafa á þess- um málum. — Telur þú nægilega vel að tónlist búið hér í borginni? — Það hefur breyzt mjög til batnaðar f seinni tíð. Alltaf er að vísu margt ógert, en fram- farimar hafa verið miklar. Borgarstjórn hefur til dæmis alltaf snúist mjög vel við okk- ar málum. — Hvað er það sem helzt vantar hér? — Það sem okkur vantar mest eru fleiri góðir tónlistar- menn. Ef við fáum nóg af þeim kemur hitt af sjálfu sér. í Sym- fónfuhljómsveitinni leika nú frá 50 til 55 menn. Ég tel að hæfileg stærð á hljómsveit í Reykjavík væri um 68 menn, sem hefðu það að fullri at- vinnu. — Hvernig verður þessu marki náð? — Það fyrsta sem listamað- ur þarf að gera er að gera kröf- Framh. á bls. 11. Fyrst að gera kröfur til sjálfs sín Fáir menn munu taka jafn son, fiðluleikari. Bjöm hefur alhliða þátt í tónlistarmálum verið konsertmeistari Synfóniu- hér f borg eins og Bjöm Ólafs- hljómsveitarinnar frá stofnun, Gjöm Ölafsson. Meirihlutinn — Ég vil sérstaklega minn- ast á það að borgin gaf Háskóla íslands stóra lóð, á 50 ára af- Framh. á bls. 11. Áslaug Ottesen varð 21 árs f ágúst í fyrra. Hún kýs þvf í fyrsta sinn. Áslaug er stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík, árið 1960 og hefir stundað nám í lögfræði við Háskólann síðan. I vetur hefur hún unnið með námi og verið fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs. — Hefur þú hugsað mikið um stjórnmál? — Ég hef að sjálfsögðu velt þessu talsvert fyrir mér. Ég er fegin að vera búin að fá þennan rétt til að taka þátt í stjórn landins. — Hvers vegna þykir þér .þetta mikilvægt? — Við búum hér við lýðræði, sem byggist á því að meirihlut- inn ráði hvernig hann vill láta stjórna. Kosningarétturinn er því ekki svo lítils virði. — Ég er þess fullviss að einstakling- amir eiga að ákveða hvernig stjórnað er og tel að ekki séu aðrar leiði. betri til farsæls stjórnarfars. — Hefur þú hugsað mikið um borgarmálin? — Ég álít að stjórn Sjálf- stæðisflokksins á þeim málum hafi reynzt sérlega vel. Við höf- um haft hér ágæta borgar- stjóra, hvern fram af öðrum. Ég tel tvímælalaust heppilegra að stjórn borgarinnar sé í hönd um samvirks flokks, sem sýnt hefur hvers hann er megnugur, en þeirra sundrungarafla, sem sameinazt getur um það eitt, að vera í andstöðu við Sjálfstæðis- flokkinn. Hvað villt þú segja um mál- efni Háskólans I þessu sam- bandi? Áslaug á skrifstofu Stúdentaráðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.