Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. maí 1962. V'ISIR 9 Harðasta atlagan gegn ★ Við hverjar bæjarstjórnar- kosningar í Reykjavík hafa vinstri flokkarnir ráðizt til at- lögu gegn Sjálfstæðisflokknum og þeirri meirihlutastjórn sem hann hefur haft f bæjármálun- um í 30 ár. Árásir þeirra hafa oft verið mjög harkalegar og þeir hafa ekki alltaf verið vand- látir um þau meðul og áróðurs- vopn sem þeir notuðu. Þeir hafa álitið að tilgangurinn helgaði meðalið og hinn eini tilgangur þeirra er að sundra hinni styrku stjóm Sjálfstæðismanna. Tilræði þeirra hafa þó aldrei tekizt, bæjarbúar hafa jafnan fylkt liði utan um Sjálfstæðis- flokkinn til þess að tryggja bæ sínum ömgga, samhenta stjóm. Það er þess vegna fyrst og fremst, sem Reykjavik hefur vaxið og dafnað svo sem raun ber vitni. Hún er sá staður á Iandinu, þar sem flestir vilja eiga heima. Sigurbjörn Þorkelsson sem lengi var kaupmaður í Vísi hef- ur rifjað upp nokkrar minning- ar frá þeirri kosningabaráttu, sem hörðust hefur orðið í bæj- arstjómarkosningum f Reykja- vík. Það var fyrir kosningarnar f janúar 1930. Þá var Alþýðu- flokkurinn helzti andstöðu- flokkurinn, en í þessum kosn- ingum gerðist það, að Fram- sóknarflokkurinn hóf æðis- gengna herferð gegn Reykja- vfk. Hann hafði þá fyrir nokkm náð völdunum í ríkisstjórn og skirrðist þá ekki við að beita rfkisvaldinu Reykjavíkurbúum til hinnar mestu óþurftar. Foringi þeirra f þessum kosn- ingaslag var Hermann Jónas- son, sem þá var lögreglustjóri í Reykjavík og fór hann þá að gaf út Kosningablað til að herða áróðurinn sem mest. Eft- ir slíka atlögu voru Sjálfstæðis- menn mjög uggandi um að þeir kynnu að tapa kosningunum, en allt fór betur en áhorfðist. Sigurbjöm í Vísi hefur orðið: Ðæjarstjórnarkosningarnar 1930 vom óvenjulegar að mörgu leyti, m. a. að þá höfðu verið settar nýjar kosninga- reglur og átti að kjósa í einu alla fulltrúana, en áður hafði aðeins hluti þeirra verið kos- inn í einu. Þær vom einnig ó- venjulegar af því að andstæðing arnir þóttust sigurvissir. Nú átti að sigra íhaldið og svæla það út úr greninu. Til þess gripu þeir til allra ráða, Það var ekki nóg að rægja fyrirtæki og stofnanir sem til- heyrðu mönnum innan flokks- ins, heldur voru allskonar sak- ir og svívirðingar bornar á ein- staka menn .Fyrir þessum áróðri og óhróðri stóðu Fram- sóknarmenn og birtu hann í dagblaði sem Hermann fór þá að gefa út. Ctærsta kosningasprengja þeirra var aðdróttun f garð Knuds Zimsen borgarstjóra, að það hefði komið fram við end- urskoðun á reikningum bæjar- ins að horfið hefði 1 milljón og að borgarstjórinn hefði dreg- ið sér hana. í kosningablaði Hermanns Jónassonar sagði m. a.: Nú kemur það f ljós, að Knud hefir týnt nokkuð á aðra milljón án þess að urmull sjáist eftir. Og ennfremur sagði þar: Sigurbjöm í Vísi reiður að hann heimtaði að blaðið tæki leiðréttingu, því að þetta væri stórt og gott hús- næði og greiddi hann þó ekki nema 1500 krónur á ári fyrlr það. Margt fleira af þessu tagi mætti telja. O étt fyrir kosningarnar var v haldinn umræðufundur í Nýja Bíó, þar sem fuiltrúar frá öllum flokkum mættu. Mikill hiti hafði verið í kosningabar- áttunni og flykktist fólk að því að það vissi að þarna var háð hörð og illvíg barátta um það hvort Reykjavík ætti að afhend- ast til hinnar rauðu samfylk- ingar eða haldast áfram í hönd- um frjálsborinna Reykvíkinga. Á fundinum var samankomið ógurlegt fjölmenni. Stóð fólk í kringum húsið alla leið út á götu, og menn tróðust þar hver um annan og reyndu að komast sem næst til að missa ekki af neinu sem þarna væri sagt. Ég man, að ég stóð þarna í salnum við hlið tveggja vina minna Halldórs Kr Þorsteins- sonar í Háteigi og Hallgríms Benediktssonar stórkaupmanns og þótti okkur heldur notalega þrýst að okkur, en það sakaði okkur ekki, því að í þá daga þoldum við smávegis hnjask. En hinsvegar sáum við að mörgum er næst okkur stóðu liði ekki vel og vildu gjarnan komast undir bert loft, því að staékjuhiti varð í salnum og Sigurbjörn í Vísi riíjar upp minning- ar frá bæjarstjórnarkjöri fyrir 32 árum Enginn hefir haft hirðu á að spyrja Knud, hvort þetta sé ,per sónuleg launaviðbót. Þessar aðdróttanir voru byggðar á órökstuddum um- mælum skattstjóra, en ungur Framsóknarmaður hafði nokkru áður verið skipaður í það emb- ætti. En auðvitað v^r þetta allt saman uppspuni frá rótum og svo fór að eftir kosningar hjaðn aði þetta mál allt niður og nefnd sem Framsóknarmenn létu skipa í málið dró sig fljót- lega til baka og hætti störfum, þar sem ekkert athugavert var hægt að finna. Þetta var aðeins ein og sú óheiðarlegasta af bar- áttuaðferðum andstæðinganna. T/'osningablað Framsóknar- manna réðist líka á mig, því að það sagði að Verzlunin Vísir olcraði svo á húsaleigu að svívirðilegt væri, við leigðum út smákjallaraholu fyrir 3000 krónur á ári. Leigjandi okkar varð svo kæfandi þungt loft. En engin leið var fyrir þá að komazt út því að þrengslin voru svo mik- il, að þar komst ekki hnífur á milli. Ekki batnaði það þegar leið á fundinn og farið var að • hand- langa til okkar yfir röðum mannfjöldans hálf meðvitundar lausa menn. þessum fundi töluðu m. a. fyrir andstæðingana Ólafur Friðriksson og Hermann Jónas- son. Ólafur var feikilegur mælskumaður og mér fannst að vísu að Hermann stæði sig nokkuð á fundinum, ég man ennþá eftir honum þar sem hann stóð í ræðustólnum og hve ég fann til mikillar andúð- ar á honum vegna hinna óheið- arlegu baráttuaðferða hans. Það reyndi mikið á þá vin- ina Guðmund Ásbjörnsson, Pét- ur Halldórsson og Jón Ólafsson og kannski ekki sízt á Jakob Möller, sem nú var í fyrsta sinn á lista hjá okkur Sjálfstæðis- mönnum við bæjarstjórnar- kosningar og greiddi andstæð- . ingunum mörg þung og stór högg. Hann var afburða ræðu- maður ef hann reiddist, bráð- gáfaður og gat þá verið mein- legur í orðum. t'g held að mér sé óhætt að fullyrða að við hefðu tapað þessum kosningum í þeirri moldveðursgerningahríð áróð- urs og lyga, sem stefnt var að Sjálfstæðisflokknum, ef ekki hefði verið búið að sameina Frjálslynda flokkinn og íhalds- flokkinn. Þannig bárum við tímanlega gæfu til að sameinast gegn upplausnaröflunum og held ég að margt hefði litið öðruvísi út í Reykjavík, ef vinstri flokkarnir hefðu þá komizt til valda. Okkur tókst að halda meiri- hlutanum í þetta sinn, fengum átta fulltrúa af fimmtán. jgnn er komið að kosningum og enn gera upplausnar- flokkarnir atlögu að Reykja- vík. Á föstudagskvöldið var haldinn kjósendafundur Sjálf- stæðismanna í Háskólabíói. Þar var auðvitað meiri mannfjöldi saman kominn en á fundinum hjá okkur 1930 því húsnæðið er sfærra og þar var líka troðn- ingur, því að jafnvel þetta stærsta samkomuhús landsins nægði ekki. En það sem skipti mestu máli var að á þessum fundi eins og fyrri kjósendafundum kom fram sterkur vilji og áhugi borgarbúa fyrir að verja borg sfna gegn upplausninni, sóknar- hugur til að tryggja Sjálfstæðis- flokknum sigur. Loftsýn yfir vestasta hluta bæjarins Skjólin Kaplaskjólsveginn, Hagana og í fjarlægð sést Hringbrautin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.