Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 4
Tölvumál september 1989 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaöur SÍ Batnandiástand? Sumarið er nú liðið og vetrarverkin að hefjast. Tölvu- og hugbúnaðarsala hefur tekið kipp í september eftir dauft sumar. Hvort það er einhver vísbending um veturinn skal ósagt látið en vonandi eru bjartari tímar framundan. Það er þó víst að þeim öra vexti sem tölvufyrirtæki áttu að fagna er lokið að sinni. Notendur tölvubúnaðar og -kerfa virðast nú leggja á það áherslu að nýta betur þann búnað sem fyrir er og endumýjun vera skotið á frest. Þá hlýtur sameining fyrirtækja og gjaldþrot að hafa í för með sér einhvem samdrátt í sölu nýrra kerfa en aukningu á framboði notaðra kerfa. Sameining fyrirtækja Sameining fyrirtækja og upplýsinga- og tölvukerfa þeirra hefur verið mál málanna á liðnum mánuðum og samdóma álit þeirra sem að hafa staðið að upplýsinga- kerfin séu lykilatriði í sameining- unni. Við fyrirhugum fund um sameiningu upplýsingakerfa síðar í vetur. Tölvuveirurog 13. október Föstudagurinn þrettándi október er mjög umræddur af þeim sem eiga og reka tölvur því þann dag munu, að sögn Friðriks Skúlasonar tölvunarfræðings, illskey ttar tölvuveirur láta til skarar skríða. Hvort þetta verður svartur dagur í íslenskri tölvusögu skal ósagt látið, en við teljum málið það mikilvægt að haldinn verður sérstakur fundur um það í byrjun október (sjá nánar í auglýsingu). Nýttfyrirkomulagá fundum Stjóm hefur haft af því nokkrar áhyggjur hversu illa félagsfundir hafa verið sóttir. Þegar best lætur hafa 40 manns sótt fundina en oftar eru þeir innan við tvo tugi. Því verður reynt nýtt fyrirkomulag og breytt fundartíma og öðru fyrirkomulagi, eins og fram kcmur í auglýsingu hér í blaðinu. Ætlunin er að halda fund í hádeginu og bjóða léttar veitingar. Er það von stjómar að þetta mælist vel fyrir hjá félagsmönnum SÍ og að fundurinn verði vel sóttur. Hjörtur Hjartar hættir Hjörtur Hjartar, varaformaður SI, mun láta af stjómarstörfum í lok september. Hann flyst búferlum til Rotterdam þar sem hann verður yfirmaður skrifstofu Eimskipa. Hjörtur hefur setið í stjóm SÍ frá 1983, fyrst sem skjalavörður en síðan sem varaformaður frá því í janúar 1988. Þá hefur hann verið varafulltrúi okkar í stjóm NDU og aðalfulltrúi frá 1989 auk annarra trúnaðarstarfa sem hann hefur gegnt fyrir félagið. Hirti þökkum við gott starf fyrir SÍ og óskum honum velgengni á nýjum vettvangi. Anna Kristjánsdóttir varaformaður Anna Kristjánsdóttir, sem verið hefur varamaður frá árinu 1987 tekur við embætti varaformanns til aðalfundar í janúar 1990. Anna hefur verið mjög virk í stjóm og er ánægjulegt að hún skuli nú taka við þessu embætti en Anna er fyrsta konan sem gegnir því. Þórunn ritstjóri hættir Þórann Pálsdóttir, ritstjóri Tölvumála, er á förum til Vestfjarða, og mun því hætta starfi sínu sem ritstjóri tímaritsins. Er þar mikið skarð fyrir skildi, því að öðrum ólöstuðum, hefur hún átt mestan þátt í þeim breytingum sem orðið hafa á tímaritinu auk þess sem á hennar herðum hefur hvflt að koma því út í hverjum mánuði. Þórunni óskum við velfamaðar á nýjum slóðum og vonumst til að mega eiga hana að síðar.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.