Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 13
Tölvumál september 1989 Bernard Cornu, Frakklandi og Ed Dubinsky, Bandaríkjunum: Using a Cognitive Theory to Design Educational Software. Anna Kristjánsdóttir, íslandi: Educational Software - on Whose Terms? Nick Rushby, Bretlandi: Owning yourLearning. Harald Haugen, Noregi: Development ToolsforEducational Software: Open-Ended Software and Creative Programming Tools. Jef Moonen, Hollandi: Courseware Development at the Crossroads. Be verly Hunter, Bandaríkj unum: Designing Educational Software for the Information Age: Dilemmas and Paradoxes. Robert M Aiken, Bandaríkjunum: GreatExpectations. Phil Eliis, Bretlandi: Touching Sounds - Connections on a Creative SpiraL Hér er ekki unnt að greina mikið frá því sem fram kom á ráðstefnunni enda er skýrsla væntanleg. Þó verður ekki skorast undan því að bregða einhverju ljósi þar á. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Dr. Mary-Alice White frá Colombia University í New York. Hún fjallaði um nokkra meginþræði í mennta- málum og tækni sem gefið gætu vísbendingu um framtíðina. Hér skal stuttlega gerð grein fyrir þeim 12 þáttum sem hún taldi mikil- vægasta, en rétt er að nefna að hún miðaði við aðstæður í Bandaríkjunum. 1. Bilið eykst milli gæða þess búnaðar sem fyrir hendi er til þess að miðla, þekkingu og þess innihalds sem tölvur eru notaðar til þess að miðla þannig að hið síðara á sífellt verra með að standast samanburð. 2. Val nemenda um það hvaða almenningsskóla þeir sækja eykst. 3. Ósamræmið milli nýtingar upplýsingatækni í skólastarfi og prófakerfisins er hróplegt og hindrar alla þróun. 4. Nám í skólum er reyrt í viðjar orða, ekki síst ritaðra, og reyndar námsmat og umfjöllun öll um skólastarf. Við búum þannig í tveimur aðskildum upplýsingaheimum, þeim myndræna sem nær allir eiga aðgang að og sem gerir ekki kröfu um hefðbundið læsi, og skólaheiminum þar sem nær allt nám fer fram með rituðum og töluðum orðum. 5.Fjamám um gervihnetti en í 36 ríkjum Bandaríkjanna er sá kostur þegar fyrir hendi. ó.Skortur á getu til að mæla árangur af notkun upplýsingatækni í skólastarfi og vöntun á niðurstöðum rannsókna á því hvemig skynsamlegast sé að nýta þessa tækni. 7.Skólar þurfa að taka upp aukið lýðræði. 8. Þrýstingur á skólastarf kemur í auknum mæli frá aðilum í atvinnulífi. 9. Þörfin á að taka tillit til minnihlutahópa verður sífellt brýnni. Um næstu aldamót verður þessi “minnihlutahópur” meiri hluti bandarískra skólabama. 10. Hlutverk sjónvarps er óumdeilanlega mikið í lífi bama, en leikur þar skemmtihlutverk. Sjónvarp hefur mikil áhrif, e.t.v. meiri en skólinn. 1 l.Tími ofurmiðla er runninn upp þar sem einstaklingurinn getur ráðið meiru um það hvernig hann velur upplýsingar og blandar þeim saman. 12.Nám með notkun fjarskiptatækni, netsamskipti m.a. notuð í námi ungra bama. Skylt er að þakka þeim fjölmörgu stofnunum og einstaklingum sem studdu hana á einn eða annan hátt með ferðastyrkjum, fjárstuðningi og vinnu. Ráðstefnan var lyftistöng umræðunni um það hvemig við getum á skynsamlegan hátt nýtt upplýsingatæknina vönduðu skólastarfi til framdráttar. 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.