Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 15
Vélbúnaður: Vegna sameiningar Sjóvár og Almennra fyrr á árinu eru til tvær tölvur: IBM S/38 og IBM S/36 og eru þær samtengdar með X.25 sambandi. Þannig geta allir skjáimir unnið á hvorri vélinni sem er og notendur geta prentað á þann prentara sem næstur er hverju sinni. Diskarými er samtals 3,8 GB, stærð tölva 16MB og2MB. Tengdir skjáir og prentarar losa 200 stk., þar af eru ca. 50 í fjarvinnslu. Ein Macintosh og 2 PC-vélar eru í notkun hjá félaginu. Kerfishugbúnaður: Control Program Facility (CPF) á S/38 er fjölnotendakerfi með innbyggðum gagnagrunni, fyrirspumaforriti (QUERY), hönnunarkerfi fyrir skjámyndir (SDA) o.fl. Forritunarmálið er RPG-III og Control Language (CL). ROBOT/38 eróþreytandi ólaunaður tölvari sem sér um gangsetningu reglulegra vinnslna hvenær sem er sólarhringsins alla daga ársins. RPG-V er aðkeyptur ritþór fyrir RPG-III sem leyfir frjálsan innslátt á RPG-III skipunum. Helsti notendahugbúnaður: Fyrir ca. 4 árum hófst endurskrift vátryggingakerfisins og var fyrsti hluti þess tekinn í notkun fyrir 3 árum. Því verki er nú að mestu lokið. Auk þess eru í notkun hefðbundin bókhaldskerfi, verðbréfakerfi og fleira. Tölvumál september 1989 Hugbúnaðurísmíðum: Auk nýja vátryggingakerfisins er nýtt tjónakerfi í smíðum sem verður tilbúið í haust og fer í fulla notkun 1. janúar 1990. Allur nýr hugbúnaður sem snýr að þjónustu við viðskiptavini er í raun eitt samhæft kerfi sem getur: gefið út vátryggingarskírteini, afgreitt tjón, tekið við og látið af hendi peninga og gefið út: víxla, ávísanir, krítarkortasamninga og skuldabréf. Þróunarhugbúnaður: Sá þróunarhugbúnaður sem fylgir S/38 hefur reynst vel og ekki talin ástæða til að svo komnu máli að auka við hann. Framtíðarhugmyndir/ stefnaítölvumálum: Unnið er að því að koma sívinnslukerfunum yfir í eitt alhliða vátrygginga-, tjóna og fjármálakerfi og er megintilgangur þess að öll þjónusta við viðskiptavini gangi hraðar og öruggar fyrir sig og upplýsingaflæði félagsins verði heilsteyptara. Vonast er til að innan tveggja ára verði kominn búnaður við tölvu félagsins sem geti geymt afrit af myndum og skjölum þannig að uppfletting á þeim geti farið fram í sama kerfi og önnur gagnavinnsla. Þegar þetta er orðinn veruleiki er pappírslaust umhverfi á góðri leið. Annaðathyglisvert: Félagið byrjaði fyrst vátryggingarfélaga að tengjast viðskiptavinum sínum með tölvusambandi og gera þeim þannig kleift sjálfum að skrá viðskipti sín. Fyrirhugað er að auka tölvutengingar við hina ýmsu viðskiptavini og samstarfsaðila í framtíðinni. Kynningátölvumálum fyrirtækja: SJÓVÁ - ALMENNAR tryggingar hf. Staðsetning: Aðalskrifstofan er á tveim stöðum þ.e. á Suðurlandsbraut 4 og Síðumúla 39 í Reykjavík en flyst á einn stað, Kringluna 5 núna í haust. Starfsmenn sem vinna við tölvumál: Deildarstjóri: SturlaÞengilsson. Rekstur: 1 tölvari og einn við kennslu og þjónustu við notendur og tölvudeild. Hugbúnaður: 7 kerfisfræðingar, þar af einn sem leysir tölvara af. Alls eru þetta 10 starfsmenn í tölvudeild. Stýrikerfið er að mestu leyti í umsjón deildarstjóra en í viðhald þess fer samtals ca. 20% af fullu starfi. 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.