Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 17
Tölvumál september 1989 29. júní síðastliðinn var félagsmönnum Skýrslutæknifélagsins boðið í heimsókn í Mjólkursamsöluna í Reykjavík, að Bitruhálsi 1. Tilgangur heimsóknarinnar var að gefa félögum kost á að sjá hvemig MS nýtir sér tölvutækni til eftirlits og stýringar á framleiðsluferli fyrirtækisins, en einnig að skoða tölvudeild og aðra þætti er varða meðhöndlun upplýsinga. Heimsóknin hófst með kynningu á fyrirtækinu, sögu þess og uppbyggingu, þar sem sérstök áhersla var lögð á undirbúning, byggingu og framkvæmdir við nýbyggingu þeirra að Bitruhálsi 1. Því næst var húsið skoðað, farið var sérstaklega yfir framleiðsluferlið, en það er mjög tölvuvætt og nærri alsjálfvirkt. Þess má til gamans geta, að í verksmiðjunni em um 1500 tölvustýrðir ventlar (kranar) og skynjarar. Tölvudeildin var kynnt en þar er búnaður af þremur kynslóðum, gömul Burros, IBM S/36 og IBM AS/400. Aðalverkefni deildarinnar tengjast sölu og dreifingu, en skráðar eru um 10.000 sölufærslur á dag. Að lokum var boðið upp á kaffi og veitingar ásamt nánari kynningu á einstökum þáttum fyrirtækisins, og jafnframt svarað ýmsum spumingum. Umræður urðu mjög fjörugar, rætt var um hvemig æskilegt væri að standa að tölvuvæðingu og sjálfvirkni í iðnfyrirtækjum, framboð og val staðlaðs hugbúnaðar, hagkvæmni og réttlætingu tölvuvinnslu, svo nokkuð sé nefnt. Þátttakendur voru liðlega 20 og má segja að heimsóknin hafi í alla staði verið vel heppnuð. Kann Skýrslutæknifélagið Mjólkursamsölunni bestu þakkir fyrir gestrisnina. Sumarheimsókn í Mjólkur- samsöluna Kjartan Ólafsson Á vegum Endurmenntunamefndar Háskóla íslands, í samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda, verður nú í vetur haldið áfram að bjóða upp á námskeið fyrir þá sem starfa við hugbúnaðargerð. Markmið þessarar samvinnu er að efla íslenskan hugbúnaðariðnað. Á námskeiðunum verða kynntar nýjungar í tölvunarfræðum, nýjar aðferðir við þróun og framleiðslu hugbúnaðarkerfa og kennd verður verkefnastjómun við hugbúnaðargerð. Námskeiðin eru þessi: Tölvuvædd hönnun hugbúnaðar, Þekkingarkerfi, Unix kynning, Hlutbundin forritun, Staðamet, Þátttaka notenda í kerfisgerð, Tölvu- og mælitækni: Hagnýting tölva til mælinga og stýringa, Verkefnastjómun og gæðastýring við hugbúnaðargerð, Forritun í Ada, Kerfisgerð - staðlar og aðferðafræði og Forritunarmál. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu endurmenntunarstjóra Háskóla íslands. Kynning á menntunarátaki fyrir íslenskan hugbúnaðariðnaö, haustið 1989

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.