Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 4
Tölvumál október 1989 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaðurSÍ Nýjir ritstjórar Helgi Þórsson, Reiknistofnun HÍ og Ágúst Úlfar Sigurðsson, SKÝRR, hafa verið skipaðir ritstjórar Tölvumála auk þess sem ritnefndir hafa verið sameinaðar. Þeim félögum óskum við heilla og ritnefnd velgengni. Fjölgar í félaginu Að undanfömu hefur félögum Skýrslutæknifélagsins fjölgað nokkuð. Er það ánægjuleg þróun sem vonandi verður áframhald á. 104 sóttu veirufund Skýrslutæknifélagið hélt fund um tölvuveirur hinn 11. október síðastliðinn að Hótel Lind. Fundurinn var einn sá fjölsóttasti í sögu félagsins. Fundurinn var hádegisfundur og var borinn fram léttur hádegisverður. Á fundinum flutti Friðrik Skúlason erindi um veirur í PC tölvum og kom fram í máli hans að mikill fjöldi veira er til sem getur valdið usla. Jafnframt sagði hann frá tilvist íslenskrar veiru. Var það almennt mál manna að það væri miður að veira af íslenskum toga væri komin fram og væri það okkur síst til framdráttar, en grunur leikur á að hún hafi þegar borist til údanda. Þá flutti Einar Reynis erindi um veirur í Macintosh tölvum og sagði hann m.a. að engin þeirra veira sem þekkt væri í Macintosh ylli óbætanlegu tjóni. Einar og Friðrik gáfu góð ráð um hvemig mætti verjast veirum svo og hvemig hægt er að greina algengustu veirur. Að lokum hélt Oddur Benediktsson ágætt erindi um siðferðilegar og lagalegar hliðar veiruvandamálsins. Ekki var annað að sjá en að fyrirkomulag fundarins mæltist vel fyrir hjá fundargestum og er því ætlunin að halda fleiri fundi með þessu sniði. 122 á hugbúnaðarráöstefnu Félagið stóð fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu um breytt viðhorf og bætt vinnubrögð við hugbúnaðargerð 25. október síðastliðinn. Var ráðstefnan mjög fjölsótt. Haldin voru sjö erindi um hugbúnað og hugbúnaðargerð. Daði Jónsson, VKS, fjallaði um stjómun hugbúnaðarverkefna, Oddur Benediktsson, HÍ, um gæðastjómun í hugbúnaðargerð og Bjami Júlíusson, HP, um staðlaðar aðferðir við kerfísgerð. Þá hélt Halldór Friðgeirsson, Þróun, erindi um Synon hönnunarhugbúnaðinn, Baldur Johnsen, SKÝRR, um hönnun hugbúnaðar með CASE 2000, Jón Freyr Jóhannsson, SKÝRR, um Automate, verkfæri fyrir LSDM aðferðina og Bergur Jónsson um fjórðukynslóðarmál. Erindin voru mjög áhugaverð og fróðleg og vil ég þakka fyrirlesurum og fyrirtækjum þeirra fyrir þetta framlag til félagsins. Veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar höfðu Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvudeild Ríkisspítala, og Snorri Agnarsson, prófessor við HÍ. Fundurum viröisaukaskatt Hádegisfundur um virðisaukaskatt og áhrif hans á tölvumál var haldinn að Hótel Loftleiðum 15. nóvember síðastliðinn. Þar héldu erindi Ólafur Nilsson, Endurskoðun hf, Friðrik Skúlason, TölvuMyndum hf og Hálfdán Karlsson, fslenskri forritaþróun hf. Þeir gáfu glögga mynd af þessu máli sem nú er efst á baugi hjá flestum okkar. Ólafur fjallaði um lög og reglugerðir, Friðrik um áhrif virðisaukaskattsins á samkeppnisstöðu hugbúnaðarhúsa og Hálfdán Karlsson um þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á viðskiptakerfum.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.