Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 5
Tölvumál október 1989 Fundurinn um virðisaukaskattinn er sá fjölmennasti sem félagið hefur haldið. Á liðnum mánuðum hefur áhugi á því efni sem félagið býður farið vaxandi og er það mjög ánægjuleg þróun. ráðstefnu og aðalfundar verður árshátíð félagsins haldin um kvöldið. Verður mikil áhersla lögð á að ársfundurinn verði sem eftirminnilegastur og hefur verið skipuð sérstök ársfundamefnd til að sjá um undirbúning. Jólaráðstefna Hvatning til stjórnenda Þegar þetta er ritað er hafinn undirbúningur að jólaráðstefnu félagsins. Ætlunin er að halda hana á föstudegi, snemma í desember. Á ráðstefnunni verða haldin fjölmörg fróðleg erindi um einmenningstölvur og notkun þeirra við fjölbreytt verkefni. Að lokinni ráðstefnunni verða léttar veitingar í boði félagsins en sá háttur hefur tíðkast um langt skeið. Hér gefst félagsmönnum kærkomið tækifæri í skammdeginu til þess að hittast og eiga saman skemmtilega stund og hlusta á fróðleg erindi. Ég vil hvetja stjómendur fyrirtækja og stofnana til þess að senda starfsmenn sína á fundi og ráðstefnur SÍ. Á þeim miklu umbrotatímum sem verið hafa í tölvutækni er mikilvægt að fylgjast með þeim straumum og stefnum sem uppi eru á hverjum tíma. Stjóm SÍ telur það eitt meginhlutverk sitt að sjá til þess að félagamir fái með lestri Tölvumála og sókn funda og ráðstefna sem bestar upplýsingar á hverjum tíma. f þessu skyni fær það færustu sérfræðinga á hverju sviði til þess Ársfundur SÍ 27. janúar að halda erindi á félagsfundum og ráðstefnum. Þar gefst því gott tækifæri til að fylgjast með því sem Ákveðið er að ársfundur SÍ verði haldinn að Hótel Lofdeiðum. Auk er að gerast nýjast á hverjum tíma fyrir lágt gjald. Láittu ekki þína samstarfsmenn vanta á * nœsta atburð hjá SI! Ég vil hvetja félaga SÍ til að taka 27. janúarfrá nú þegar! 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.