Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 8
Tölvumál október 1989 Helga Jónsdóttir: Sjálfvirkni í þýðingum Höfundur er cand. mag. í íslensku og veitir forstööuþýöingarstöð Orðabókar Háskólans og IBM. Uppistaðan íþýðingarforritinu er stórt textasafn þar sem orðasambönd eru þýdd afeinu máli á annað. Þessi aðferð gagnast að sjálfsögðu best á staðlaða, einhœfa texta en er lítt vænleg á fagurbókmenntir. í þessari grein verður fjallað um sjálfvirkni í þýðingum og lýst ýmsum þáttum í þýðingarforriti sem notað hefur verið í Þýðingastöð Orðabókar Háskólans og IBM við þýðingu forrita fyrir AS/400 tölvuna. Hér verður ekki fjallað um þýðinguna sjálfa. Þeim sem hafa áhuga á því starfi er bent á grein undirritaðrar, Þýðingar á tölvuleiðbeiningum, í tímaritinu Orð og tunga 1 1988, en það er gefið út af Orðabók Háskólans. Tekið skal fram að undirrituð hefur ekki kynnst mörgum forritum sem sérstaklega eru ætluð til að þýða hugbúnað. Greininni er einungis ætlað að benda á þau þægindi sem hægt er að hafa af öflugu þýðingaforriti. Um forritið Forritið sem hér er einkum fjallað um er frá IBM og hefur verið allmörg ár í þróun þar. Það er notað til að þýða tölvutækan texta forrita af ensku yfir á eitthvert annað mál. Það skilur í sundur þýðanlegan texta og sjálfan forritstextann þannig að þýðendur þurfa ekkert að vita af þeim hluta sem skrifaður er á forritunarmáli. Þannig er öryggi viðkvæmustu hluta forritsins tryggt. Forritið býr þýðandanum þægilegt umhverfi, sem felst m.a. í því að frumtextinn er yfirleitt sýnilegur á skjánum ásamt þýdda textanum eða hægt er að bregða honum upp með lítilli fyrirhöfn. Á stóran hluta textans er hægt að nota sjálfvirka þýðingu, þannig að ekki þarf að frumþýða tilteknar textaeiningar nema einu sinni. Þetta flýtir mjög fyrir þýðingunni og léttir einhæfri vinnu af þýðandanum. Foritinu tengist orðalisti sem hægt er að bregða upp hvenær sem er meðan verið er að þýða. Þá kemur upp listi yfir þýðingar þeirra orða sem eru á skjánum í það sinnið og eru til í orðalistanum. Önnur orð eru ekki birt. Þetta stuðlar að samræmi í tækniorðaforða. Stafsetningarorðasafn fylgir forritinu og léttir það prófarkalestur mikið. Mjög vel er tryggt að nýr og breyttur texti komist til skila og sömuleiðis að eldri texti nýtist áfram þó að breytingar verði einhvers staðar í skrá eða skrárhluta. Auðvelt er að nálgast alls konar skýrslur og yfirlit um skrár. Þannig er hægt að fá lista yfir skrár og skrárstök eftir efnisþáttum, lista yfír það sem hefur verið þýtt í fyrri útgáfum, allt nýtt efni í tiltekinni útgáfu o.fl. Þegar ný sending (nýjar skrár með breytingum) er felld saman við eldri verða sjálfkrafa til listar yfír allar breytingar á texta. Þetta auðveldar mjög yfirsýn verkstjóra og þýðenda. Útskriftir þýdda textans fást með ýmsu móti, t.d. enski og innlendi textinn saman, eingöngu nýr texti, eingöngu nýr og breyttur texti og svo mætti lengi telja. Þá er hægt að prenta skjámyndir með því sniði sem þær birtast í á skjánum og prenta ensku skjámyndina við hliðina á þeirri þýddu. Vélrænar þýðingar- aöferöir Menn hafa lengi verið að bjástra við vélrænar þýðingar og miðað heldur hægt. Hér verður ekki rakin sú saga, en þó bent á atriði sem hafa fælt menn frá að beita vélrænum þýðingum. Fyrst og fremst er það sú staðreynd að merkingar- og setningafræði tungumála er svo ílókin að þýðing orð fyrir orð getur ekki gengið. Þess vegna hafa menn brugðið á það ráð að þýða heil orðasambönd og jafnvel efnisgreinar í einu. Uppistaðan í þýðingarforritinu er þá stórt textasafn þar sem orðasambönd eru þýdd af einu máli á annað. Þessi aðferð gagnast að sjálfsögðu best á staðlaða, einhæfa texta en er lítt vænleg á fagurbókmenntir. Forritið sem þýðingastöðin notar vinnur á svipaðan hátt og hér var lýst. Þegar textinn berst hefur honum verið skipt í einingar sem geta verið allt frá einu orði, jafnvel einum staf og upp í 5 textalínur. 8

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.