Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 9
Tölvumál október 1989 Forrit sem vinnur á svipaðan hátt er notað í Kanada við þýðingar á veðurspám afensku yfir á frönsku. Það ræður við 90-95% textans sem það fær og hann er ekki yfirfarinn eftir á. Það semforritið ræður ekki við eru þýðendur látnir vinna. Þess má geta að eftir aðforritið var tekið upp entust þýðendur mun lengur í starfi en áður! Algengast er að skipta í einingar eftir efnisgreinum. Fari frumtextinn yfir 5 línur getur hann ekki orðið þýðingareining. Hver eining er til sem frumtexti og þýðingartexti í sérskrám (orðasafnsskrám). Meðan textinn er óþýddur er hann eins í báðum skránum. Það eru svo þýðendumir sem búa til sjálft textasafnið um leið og þeir þýða. Það verður auðvitað stærra og yfirgripsmeira efdr því sem meira er þýtt. Ég veit ekki hve mikla vinnu þarf að leggja í undirbúning textans áður en hann berst til þýðingastöðvanna. Sjálfsagt er hún heilmikil. I rauninni er tekið mið af því að textinn eigi að þýðast vélrænt strax þegar hann er saminn. Þess vegna er leitast við að staðla textann sem mest og endurtaka sama orðalag eins og hægter. Þetta gerir textann auðvitað fábreyttari en ella, en virðist EKKI koma niður á magninu, frekar hið gagnstæða! Undirbúningur á skrám áður en þýðing getur hafist tekur alllangan tíma og til verða margar og mismunandi vinnuskrár sem síðan verður að byggja úr endanlegar forritsskrár. Þess vegna hentar svona forrit best við þýðingu stórra forrita sem eru endumýjuð reglulega - mjög stór verkefni. Lokaorð Hér að framan voru taldir upp ýmsir kostir við notkun þýðingarforrits, svo sem hversu vel forritshlutinn sjálfur er varinn fyrir þýðendum. Þegar forritið er byggt (sett upp í vinnsluhæfri gerð) koma upp afar fáar villur sem má rekja til mistaka þýðenda (ef nokkrar). Það helgast af því að þýðendumir komast ekki að til að gera villumar. Annar kostur er notalegt umhverfi, þ.e. uppsetning textans á skjánum, enski textinn er alltaf fyrir hendi, útskriftir eru fjölbrey tilegar og snyrtilega settar upp. Forritið er líka tiltölulega einfalt í notkun, svo að menn eru fljótir að læra á það. Þá má ekki gera lítið úr þeim vinnuspamaði sem er að sjálfvirku þýðingunum. Sjálfvirka þýðingin er líka til hjálpar við yfirlestur því boð birtist alls staðar í textanum þar sem hann er frábmgðinn textanum í orðasafninu. Undirbúningsvinnan verður að teljast galli á forritinu. Þar vegur þó þungt á móti að sú vinna sparar þýðendum samanburð á nýjum og gömlum skrám. Þá gerir það þýðendum stundum gramt í geði að örlítil og saklaus breyting í enska textanum (t.d. leiðrétting ásláttarvillu) verður til þess að nýi enski textinn leggst yfir þann gamla innlenda. Við þessu er reynt að sjá með aðgerð sem gerir kleift að sækja gamla innlenda textann aftur þegar verið er að þýða. Sjálfvirka þýðingin getur stundum verið hvimleið. Einn gallinn við hana er að notendur geta skotið niður texta hver fyrir öðrum. Þetta er sérstaklega hættulegt þegar margir nýliðar eru að þýða stök í sömu skrá. Þó að búið sé að leiðrétta texta vel og vandlega og koma leiðréttingum inn í orðasafnið er alltaf sú hætta fyrir hendi að einhver komi á eftir í öðru staki þar sem sömu færslur koma fyrir og troði sinni þýðingu (verri) inn. Síðan tekur einhver til við að frumþýða stak og þá flæðir þar inn allur vondi textinn úr orðasafninu en leiðréttingamar sitja inni í einu staki, unnar fyrir gýg. Þetta er svart dæmi, en menn verða að vita af þessari hættu og það er brýnt fyrir nýjum notendum að vera varkárir við að breyta út frá því sem stendur í orðasafninu. En er þá kannski enginn ávinningur af svona forritum? Jú hiklaust. Ég hugsa t.d. til þess með hrolli hvemig hefði farið ef við hefðum orðið að þýða allar skjámyndir AS/400 forritanna með SEU eða hliðstæðu forriti sem ekki sníður textann til á nokkum hátt og ver ekki óþýðanlegan texta. Þess vegna held ég að sérstök þýðingarforrit eigi aldrei betur við en einmitt þegar verið er að þýða forrit. 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.