Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.10.1989, Blaðsíða 13
Tölvumál október 1989 Þá koma yfirburðir Unix vel í Ijós, því einungis hefur þurft að skrifa eitt lítið forrit íforritunarmálinu C. Öll hinforritin eru stöðluð Unix-tól sem fylgja stýrikerfinu. 99,5% skiptinga, semSKlPTA vildi leyfa, voru réttar. Fréttir af vsrðisauka- skattinum lýsingar um það hvort leyfilegt er eða bannað að skipta orði á milli lína á þessum stað ef stafamynstrið finnst í orðinu. Þegar athugað er hvar skipta má orði á milli lína eru fundin öll stafamynstur í listanum, sem koma fyrir í orðinu. Skipting- arupplýsingamar úr þeim eru svo notaðar til að ákveða skiptingu orðs- ins. Orðskiptingarforritið, sem síðar fékk nafnið SKIPTA, er skrifað í C og var það upphaflega gert á VAX. Síðan hefur það verið flutt á ýmsar aðrar tegundir tölva. í fyrra kom SKIPTA út fyrir IBM-PC, einkum ætluð til notkunar með WordPer- fect. Nú er verið að vinna við út- Eins og flestum er kunnugt ætlar ríkissjóður að hefja innheimtu á virðisaukaskatti um næstu áramót. Til að kanna hvemig tölvuvæðingu á þessu verkefni miðaði höfðu Tölvumál samband við Gunnlaug Bjömsson hjá embætti Ríkisskattstjóra (RSK). Gunnlaugur upplýsti að SKÝRR em með hugbúnaðarkerfi í smíðum fyrir RSK vegna virðisaukaskattsins. Þetta er miðlægt kerfi, þar sem tölur af innsendum virðisaukaskattsskýrslum verða skráðar og unnið úr þeim. Smíði kerfisins er skipt í þrjá meginhluta, stofnskrár, skráningarkerfi og eftirlitskerfi. Reiknað er með að fyrstu tveir hlutamir verði tilbúnir fyrir áramót og sá þriðji nokkru síðar. gáfu fyrir Macintosh-tölvur og má geta þess að sú útgáfa var notuð við orðskiptingar í þessari grein. Þá er útgáfa af forritinu á Linotype-setn- ingartölvu hjá Gutenberg. Við prófanir á orðskiptingunni hefur SKIPTA sýnt ótrúlega góðan árang- ur. f venjulegum dagblaðatexta, sem notaður var við prófanir, fann SKIPTA 96,5% allra leyfilegra skiptistaða. Aðeins 0,5% skiptinga, sem forritið vildi leyfa, voru óleyfi- legar, þ.e. 99,5% skiptinga, sem SKIPTA vildi leyfa, vom réttar. Kerfið verður keyrt á móðurtölvu SKÝRR og munu öll innheimtuembætti landsins verða tengd henni. Skjáum hjá innheimtuaðilum verður fjölgað talsvert og hafa milli 40 og 50 einmenningstölvur verið keyptar til að notast sem skjáir, a.m.k. fyrst um sinn. Ýmis atriði varðandi gagnamagn og færslufjölda í kerfinu eru lítt þekkt. í samanburði við söluskattsinnheimtu mun fjöldi skattsskyldra aðila tvöfaldast eða því sem næst. Bæði þarf að telja fram innskatt og útskatt, en uppgjörstímabilin eru almennt lengri en fyrr. Búist er við að rúm 4 ársverk liggi bak við fyrstu tvo hluta verksins, sem eins og fyrr sagði eiga að vera fullsmíðaðir um áramót. (ÁÚS) 13

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.