Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Laugardagur 2. júní 1962. — 124. tbl. Við gerviaugnasmíði *Hér sést þjóðverjinn Múller vera að búa til gerviauga. Fremst jPá stönginni, sem hann heldur á í hendinni, er glerauga. Ber *hann það þarna fram fyrir loga úr sprittlampa, sem sést á milli handa hans. Með þessu fær hann nákvæmlega réttan lit á augað. Neðst á myndinni sjást augu. Frétt á bls. 16. miðum norðanlands Síldarhorfur eru nu taldar ó- venjulega góðar fyrir Norður- landi. Er fyrsta áfanga rann- sóknaleiðangurs Ægis við Vest- firði og Húnaflóa lokið, sem Jakob Jakobsson fiskifræðingur stjórnar. Rauðáta hefur reynzt vera mikil á Vestfjörðum Stranda- grunni og Húnaflóasvæðinu, er það miklu meira magn en í fyrra og raunar mörg undan- farin ár. Síldar verður einnig vart á mun stærra svæði en í fyrra, að vísu víðast hvar dreifð í smá- um torfurm Þó fundust góðar torfur út af Látrabjargi og ísa- fjarðardjúpi. Þótt torfurnar séu smáar verð ur að hafa í huga að breytingar í sjónum eru mjög hraðar og reynslan hefur sýnt að góðar torfur myndast mjög snögglega þegar síld er í mikilli átu eins og nú er t. d. á Vestursvæðinu. Viljalækkun tolla á fíugfragt Á aðalfundi Flugfélags íslands, j sem haldinn var á fimmtudags- kvöld, var samþykkt að hefja und- I irbúning að því að koma á sér- | stökum vöruflutningaferðum til útlanda. Til að slíkt 'verði fram- kvæmanlegt þarf að breyta nú- j gildandi reglum um tolla af flutn- j ingsgjöldum. TOLLAR HÆRRI. Eins og nú háttar eru tollar | greiddir af kaupverði vörunnar og flutningsgjaldi samanlögðu. Þar sem flutningsgjöld með flugvélum eru hærri en með skipum, þarf að greiða hærri tolla af vörum sem fluttar eru flugleiðis. Samþykkti aðalfundur að skora á ríkisstjórn að breyta þessum reglum þannig, að aðflutningsgjöld yrðu þau sömu, hvort sem flutt væri loft- leiðis eða á sjó. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins skýrir svo frá að aldrei hafi fé- lagið auglýst vöruflutninga milli landa, né gert neitt til að auka þá. Hafa þeir eingöngu verið stundaðir með farþegaflugi og stundum vald- ið óþægindum og töfum að stunda þessa hluti sameiginlega. Á síð- Framh. á bls. 6. Norska rannsóknarskipið Johan Hjort annast rannsóknir austan og norðanlands og hafa þær leitt í ljós all góðar síldartorfur 50—80 sjómílur út af Langa- nesi, en í fyrra fannst ekki síld á þessum slóðum fyrr en um 10. júní. var væntanlegur Réttarhald í máli skipstjórans á togaranuin Ross Stalker frá Grimsbý fór fram í gær. Dómur var væntanlegur í nótt. Axel Tulinius sýslumaður á Eskifirði er í dómasforsæti. Ross Stalker var tekinn að ó- löglegum veiðum sjö mílum fyrir inan tólf mílna mörkin. Hélt skip- stjórinn að hann væri fyrir utan línuna, á svæði þar sem leyft er að veiða inn að sex mílum. Reynd- ist hann vera eina- mílu frá svæð- inu, sem hr.nn hélt sig vera á og þar að auki, aðeins fimm mílur frá grunnlínu. Varðskipið Óðinn tók togarann, en skipherra á því er Eiríkur Kristó i fersson. Eftirlitsskipið Russel kom einnig á staðinn og framkvæmdi mælingar. Togarinn Ross Stalker er frá Grimsby, 556 tonn að stærð, byggð ur árið 1948. Hét hann áður Rino- via. Skipstjóri á skipinu er Willlani Smith. Framkvæmdastjóraskipti hjá Eimskipafélaginu Á aðalfundi Eimskipa- félags íslands, sem hald- inn verður í dag verða þær breytingar gerðar á stjórn félagsins, að Guðmundur Vilhjálmsson lætur af störf w&nmm Réttlætínu fullnægt er álit umheimsins á aftöku Eichmanns Fréttir um aftöku Adolfs Eich- manns, sem barst út frá Gyðinga landi í gærmorgun vakti alhcims athygli, Viðbrögð og umsagnir flestra eru að réttlætinu hafi verið fullnægt. Það var m.a. op- inber umsögn vestur-þýzku stjórnarinnar. En ættingjum Eichmanns, Veru eiginkonu hans sem er bú- sett i Þýzkalandi og þremur sonum hans sem búa í Argent- ínu brá f brún. Þau höfðu vonað a5 Eichmann yrði náðaður. Þess vegna kom fréttin um aftöku Eichmanns yfir þau eins og reið- arslag. í viðtölum við blaða- menn hafa þau lýst því yfir, að aftakan sé óréttlát og ómann- leg. Þ mótmæli því framferði ísraelss'/ ^rnar, að brenna lík Eichmanns og dreifa öskunni yf- ir hafið, en öskunni var dreift yfíi hafinu utan landhelgi Isra- els kl. 4 í fyrrinótt. í blöðum vfða um heim er því Iýst yfir að aftaka ‘chmanns hafi verið eðlileg og sjálfsögð, réttlætinu hafi verið fullnægt, þó benda þau á það, að það sé fjarri því með lífláti hans sé á nokkurn hátt bætt fyrir þá hræðilegu glæpi sem þessi mað- ír fran.di. Mö j þýzk blöð . rýna það fyrir lescndum sínum, að þrátt fyrir dauðadóminn yfir honum ekki lokið. Það þýðir ekkert fyr- ir þýzku þjóðina að snúa sér nú til annarrar hliðar og ímynda sér að rnorðin á milljónum Gyð- inga séu afplánuð með aftöku eins manns. um, en Óttar MöIIer tekur við sem nýr framkvæmda- stjóri félagsins. Langt starf hjá Eimskip. Guðmundur Vilhjálmsson varð sjötugur 11. júnf f fyrra. Tjáði hann þá stjórn félagsins, að hann óskaði að hætta störfum, þegar stjórnin hefði ráðið nýjan fram- j kvæmdastjóra f hans stað. Guðmundur hefur verið fram- kvæmdastjóri Eimskips í 32 ár. Tók hann við þessu ábyrðarmikla starfi 1. júní 1930. Hafði hann áður starfað að verzlun og viðskiptum j frá unga aldri, gerðist kornungur starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og þegar SÍS stofnsetti skrifstofu í Kaupmannahöfn árið 1915 var hann ráðinn til starfa þar. Síðan starfaði hann sem forstjóri á skrifstofum SÍS í New York og i Leith, unz hann kom að Eimskip.1 Óttar Möller tekur við. Hinn nýi framkvæmdastjóri Eim- skips, Óttar Möller er 43 ára að i aldri. Hann hefur stundað nám i , Verzlunarskólanum og var við verzlunarnám f Englandi og starf- aði um tíma hjá heildsölu brezku Framh á bls. 5 Guðmundur Vilhjálmsson " 11 i l I i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.