Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 2
VISIR Laugardagur 2. júní 1962. &$ miik M^ ?^|®MftflBJ fcJi^ íþróttamynd íþróttamynd vikunnar er af hinum heimskunna knattspyrnuliði Glasgo; Rangers, sem á mið- vikudaginn tók sér far með islenzkum farkosti, Gullfaxa Flugfélagsins til Kaupmannahafnar, en þaðan fóru þeir með rússneskri þotu til Moskvu. 1 Rússlandi munu þeir leika þrjá Ieiki við beztu lið landsins. Er þetta í 3. skipti sem Rangers flýgur með Viscountvélum Flugfélagsins. ,Ný heimsstyrjöld hefur horizt út' — sögðu Chileblöðin Rigningunni, sem skall á i Chile í fyrrakvöld slotaði eftir miðdaginn i gaer, segir í skeyti Hrlvndur fréttir Comiskey Park, sem er Baseball- völlur i Bandaríkjunum, verður vettvangur næstu slagsmála um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum, milli þeirra Sonny Liston og Floyd Þatterson, sem fram fer I haust. Verð aðgöngu- miða verður frá 10 upp í 100 doll- ara. Patterson fœr 45% af nettó- innkomunni ,en Liston 12,5%. Um- boðsmennirnir • fá samtals 32.5%. Leikvangurinn mun rúma 57.000 áhorfendur. sögðu geta getið hörku og á- kveðni í nútíma knattspyrnu, en þegar hnefinn er orðinn eitt aðal vopnið, séu þeir ekki með á nót- unum. Þess má geta að fjölda margir leikmenn hafa slasast í þessum átökum, en mest þó Rússinn Dubinsky, sem er í sjúkrah.'.J eftir leikinn við Júgóslava. BreiBablik vann i fyrsta skipti Fram fóru 3 leikir í 2. deild í fyrrakvöld og urðu merkustu úr- slit þau, að Breiðablik úr Kópa- vogi vann óvæntan sigur yfir Reyn ismönnum úr Sandgerði og vann réttlátlega 3:1 eftir 1:0 f hálfleik. Mun þetta vera fyrsti sigur félags- ins í meistaraflokki, en þeir hafa keppt um nokkura ára skeið f 2. deild. Var sigurinn því sá fyrsti og jafnframt því sá „sætasti". í Hafnarfirði vann Þróttur létt- an sigur yfir Hafnarfirði og unnu 5:1 sem var mest að þakka góðum sóknarleik Hðsins, en tækifærin nýttust nú nokkuð í réttu hlut- falli, en Þróttur átti mun meira í leiknum og vann því verðskuld- að. tlm hvlfjii*€t ísafjörður f dag kl. 5. Fram og ísafjörður. Reykjavik á morgun kl. 5. Valur og Akureyri. Firmakeppninni í golfi lýkur f dag á golfvellinum 1 öskjuhlfð. ? Pone Kingpetch frá Thailandi er „hnefaleikari mánaðarins" f hinu vfðkunna tímariti hnefaleikamanna „The Ring", en hann er heims- meistarí í fluguvigt, og varði ný- lega titil sinn á móti Japananum Kyo Noghi. ^- Kauphallarviðskipti í gær voru fjörug á kauphöllum New York, London, Paris og víðar og komust sum hlutabréf' í hærra verð en þau voru fyrir verðhrunið í upphafi vikunnar. i»- í Bandarikjunum eru nú 868.2 milljónir manna starfandi og hafa aldrei verið þar fleiri menn í at- vinnu en nú. Þessar tölur miðast við maí og höfðu hækkað frá f apríl um 1 milljón og 400 þúsund. ? Skýrsla um störf afvopnunar- ráðstefnunnar i Genf hefur verið gerð og afhendist í dag Samein- uðu þjóðunum. ? Samkvæmt nýjum viðskipta- samningum ætla Rússar og Kúbu- menn að auka viðskipti milli landa sinna um 40%. Þriðji Ieikurínn var Ieikur Kefla- víkur og Víkings og var þar um mikla yfirburði Keflvfkinga að ræða. Keflavík vann 5:1, en hafði 3:0 f hálfleik. Skátamót í Viðey Nú um helgina efnir Skátafélag Reykjavíkur til félagsútilegu f Við- ey. Mót þetta verður eins konar æfingamót fyrir Landsmót skáta er háð yerður á Þingvöllum um mán- aðamótin júlí-águst í sumar. Farið verður með vélbátum út í eyna eftir hádegi I dag og eru skátarnir beðnir um að vera mættir hjá Hafnarbúðunum kl. 2. Þegar Ut í eyna kemur mun hver skátasveit velja sér tjaldstæði og tjalda þar og má búast við að um tuttugu'tjaldbúðir verði víðs vegar um eyjuna. Að venju munu skátarnir iðka alls kyns skátaíþróttir og útistörf. Um kvöldið kynda þeir varðeld og að honum loknum mun fararstjórn félagsins greina frá undirbuningi af sinni hálfu vegna landsmótsins í sumar. Einnig mun fróður maður sýna skátunum eyna og kynna þeim sögu hennar. Mótinu verður slitið um kl. 4 síðdegis á morgun. ísafold eða Asíufélagið? í dag fer fram á golfvellinum úr- slit f firmakeppninni, sem staðið hefur síðan 19. maf sl. í 3. umferð komust þessi firmu: Bókaverzlun ísafoldar, Almennar Tryggingar, Lógmenn Sveinn Snorrason og Guð mundur Ingi Sigurðsson, og Asiu- félagið. Til úrslita leika í dag Bókaverzl- un ísafoldar og Asfufélagið, en kylfingur bókaverzlunarinnar er Gunnar Þorleifsson, en Asfufélags- ins Arnkell Guðmundsson. frá NTB fréttastofunni, og nú er veðrið aftur hlýtt og nota- legt, þó allt of kalt fyrir suður- ameríska og spánska leikmenn, en fjalltopparnir í Andesfjöll- um eru þaktir nýföllnum snjó, og í Santiago var hitinn í gær- morgun aðeins mínus þrjár gráð ur. Einnig f Vina del Mar og í Rancagua var hitastigið nokkuð undir frostmarki, en í fjórðu! HM-borginni, Arica, var hitinn þó um 20 stig. Hitinn verður þó yfirleitt talsverður er iíður á daginn og sólin er komin hátt á loft. Blöðin í Chile fara óvægum orðum i;rn keppnina, einkum leikmenn Kvrópulandanna, og fyrirrrghirhár hljóða flestar eitt hvað á þessa leið: „Ný heims- styrjöld hefur b:\>'izt ut á knatt spyrnuvellinum", „Óhugnanlega' harðir leikir" o. s. frv. Einkum er það leikur Þjóðverja og ítala sem fær verstu útreiðina, og eitt blaðið segir að leikur þeirra eigi ekkert skylt við knatt- spyrnu. Segjast blöðin að sjálf- Það var hætta við KR-markið og Heimir stendur með völlinn að baki sér og kýlir boltann, en félagar hans horfa smeykir á hvað verða vill. Valsmenn skoruðu ekki í þetta skipti, en tvisvar urðu KR-ingar að sjá af boltanum í netið í ósigrinum í fyrrakvöld gegn Val.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.