Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 7
 Laugardagur 2. júní 1962 7 VÍSIR og síldarvertíð Gengið um §él! með Jóni ingilberts Meistari Jón kemur á móti okkur, þegar vi^ göngum inn salinn, glað legur í bragði með slétt greiddan gráan höku- toppinn. Hann kynnir okkur fyrir frú Tove og við göngum innar. \Tið okkur blasir hin mesta ’ litadýrð Veggirnir eru þakt- ir stórum litríkum málverkum, svo skínandi eru sum þeirra, að það liggur við að maður fái ofbirtu í augun. Hér eru saman komin málverk, sem Jón hefur málað síðustu árin — það er áratugur síðan hann hefur hald- ið sérstaka sýningu hér í Reykjavík — auk fáeinna hinna eldri, sem mörg eru í eigu Lista safns ríkisins og þegar orðin ,,klassisk“ í íslenzkri myndlist. En hér eru ekki aðeins olíumál- verk, heldur og fjöldi vatnslita- mynda, margar frá Þingvöllum og úr nálægð borgarinnar. Auk þess getur hér að líta myndir, sem Jón teiknaði í bók Baldurs Óskarssonar blaðamanns, sem út kom fyrir nokkru. Mun mörg um verða æði starsýnt á þær, enda ekki allsendis ófróðlegt rannsóknarefni piparsveinum. jþað er stöðugur fólksstraum- ur um salinn. Jón er greini- lega enn í afhaldi og tízku, ef svo óvirðulega má tala um mál- ara, sem hefur málað sig inn í íslenzka myndlistarsbgu fyrir löngu síðan. Myndir hans eru auðskildar, þótt margar séu ekki nema hálf figurativar eða varla það og sumar jafnvel ab- strakt. Fantasíur eru Jóni greini lega áhugaefni. Draumsýnir og huldukonur líða fram á Iéreftið, slegnar litbjarma listamanns- handar. List Jóns höfðar til þjóðlifssálarinnar. Hann teiknar og málar viðfangsefni, sem eru Jón Engilberts laus við alla yfirborðskennd; hjartanu hugstæð. Við lítum í sýningarskrána og á verðið og í ljós kemur að Selmu og skipstjóranum á Guð- mundi Þórðarsyni myndi hvor- ugu óa við að festa kaup á listaverkum á þessum stað. Góð list á heldur ekki að vera ódýr. Og samlíkingin við skip- stjórann er kannski ekki aldeil- is út í loftið. — Þetta er eins og síldarver- tið, segir Jón, þegar við spyrj- um hann um sýninguna. Maður verður að grípa gæsina meðan hún gefst. Og svo förum við að spjalla um líf listamanna á íslandi, en eins og allir vita þá hafa þeir fæstir hverjir verka- mannskaup við starf sitt og að- eins fáir þeirra geta helgað sig listinni. Jón er einn þeirra. — Hvenær opnarðu sýningu í Moskvu? — Ekki stóð á boðinu frá Fúrtsevu, en er hún ekki að missa völdin? Ég vil fá boðið bréfað og tryggilega frá öllu gengið áður en ég sendi mál- verkin mín austur í Rússíá. — Er abstrakt list geðveiki 3ða sniild, Jón. — Öll list er abstrakt, segir ustamaðurinn og strýkur silfur- toppinn. Taktu gömlu helgi- myndirnar. Þar stendur Jesús með postulum sínum og deilir Málverk eftir Jón Engilberts Framh á bls. 6 Vikan 3. til 10. júní: Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Síðari hluti vikunnar ætti að verða talsvert ánægjulegur hjá þér, þar eð höfuð áherzla er á fimmta húsi. Kvikmyndahús- ferð, Ieikhúsferð eða ferð í danshús er mjög líkleg og þar eru allar aðstæður fyrir að þú getir skemmt þér konunglega. Vikan er því heppileg sérstak- lega fyrir þá sem eru fyrir inn- an tvítugt til ástarævintýra. Fyrir -þá sem sérstaklega hafa áhuga á tómstundaiðju eru nú heppilegar aðstæður til að stunda sín viðfangsefni. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Stutt ferð er mjög líkleg hjá þér núna í vikunni, og í henni muntu hitta gamlan ættingja, sem þú hefur lengi vanrækt að hitta. Mér þætti ekki ólíklegt að hann mundi skenkja þér ein- hverja gjöf að skilnaði, sem mun gleðja þig mikið. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Samskipti við nágrannana eru undir höfuð áhrifum sérstak- lega síðari hluta vikunnar. Þú hefur allar aðstæður í hendi þér nú með að koma vilja þínum fram, svo að slá megi botninn í þau mál, sem óútkljáð eru. Fréttir frá fólki, sem býr langt frá þér eða erlendis verða ekki með þeim hætti að þú getir tal- ist ánægður, en þetta lagast síðar. Krabbinn, 22. júni til 23. júlí: Vikan býður þér upp á ágætis tækifæri til að auka við eigur þínar, ef þú grípur hið rétta tækifæri. Annars er þeim, sem eiga fasteignir ráðlagt að gera það sem hægt er fyrir hús sín, mála þau og snyrta, því allt bendir íil að slíkt mundi ganga vel einmitt nú. Vertu ekki 'of síngjarn í fjármálaviðskiptum þínum við félaga þína. MáSverka- sýning Klukkan tvö í dag opnar Hring- ur Jóhannesson málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýnir hann þar 40 myndir, sem unnar eru með merlcikrít, tússi og blý- anti. Eru myndir þessar flestar unnar á síðustu tveimur árum. Hringur er 29 ára gamall, Þing- eyingur aö ætt, frá Haga í Aðal- dal. Hann stundaði nám í Hand- íðaskólanum um þriggja ára skeið og lauk því 1952. Undanfarin þrjú ár hefur hann kennt við Handíða- og myndlistarskólann og um tveggja ára skeið við Breiðagerðis- skóla. Sýningin stendur yfir til annars í hvítasunnu. Verð myndanna er frá 1500 til 3000 króna. Það þykir tíðindum sæta, að enginn maður var myrtur í Algeirs borg í gær, en tveir í námunda við borgina, og alls í Iandinu 17. Seinustu fréttir frá Laos herma, að stjó:.iarherinn ætli að verja Laos. — Lið Pethet Laos mun fjölmennara í bænum en áður var talið. ► Herforingjastjómin í Suður- Kóreu kveðst hafa komist á sno’/r um stjórnbyltingaráfomi. Yfir 40 menn hafa verið handteknir. LJÓNIÐ, 24. júlí til 23. ágúst: I vikunni mun þér ganga flest í haginn, einkum þegar fer að líða á hana. Máninn er þá í þínu merki og muntu þá sjá að fólk veitir orðum þínum meiri at- hygli heldur en það gerir að öðru jöfnu. Notaðu því tæki- færið og komdu þeim persónu- legu áhugamálum, sem þú hef- ur íhugað undanfarið í fram- kvæmd. Taktu það rólega fyrri hluta vikunnar. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Heldur ættirðu að leitast við að taka vikuna með ró og hvíla þig vel á kvöldin. I vinnunni eða við þau störf, sem þú kannt að inna af hendi daglega ætt- irðu ekki að láta bera mikið á þér því aðrir hafa nú vindinn með sér ,en þú hefur hann í fangið, ef svo mætti að orði kveða. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þér býðst gott tækifæri í vikupni til að lyfta þér upp og skemmta þér meðal vina og kunningja. Þú ættir samt ekki að vera of lauslátur þó eitthvað girnilegt beri fyrir augu, því allt bendir til að kastazt geti í kekki við maka þinn eða aðra nána kunn- ingja. En ef þú siglir fram hjá öllum boðum og skerjum mun allt enda á hinn bezta máta. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér mun nú reynast tiltölulega auðvelt að vinna þér hylli yfir- manns þíns eða verkstjóra, því hann hefur náið vinsamlegt auga með þér nú. Síðast £ vik- unni gætirðu meir að segja bor- ið undir hann einhverja ívilnun, fyrir vel unnin störf eins og svo sem smá frí eða eitthvað því um líkt. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú færð bréf eða frétt frá gömlum vini eða ættingja í út- löndum, sem veita mun þér mikla ánægju. í sumum tilfell- um gæti þetta verið varðandi heimboð til dvalar erlendis, sem allt bendir til að yrði mjög skemmtilegt. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Sameiginleg fjármál þín og maka eða féiaga þinna eru nú undir sérstökum áherzlum og ættirðu að vera rýmilegur á peningunum nú, því aðrir þarfn ast þeirra brýnt. Þú ættir samt ekki sjálfur að leita eftir pen- ingalánum nú, þó þér finnist ef til vill að þú hafir þörf fyrir það. Vatnsberinn, 21. janúar til 19. febr.: Hætt er við nokkrum árekstrum milli þín og maka eða félaga í vikunni, og þú ætt- ir ekki að vera stífur á mein- ingu þinni nú. Þú ættir hins vegar að hafa hægt um þig og láta aðra hafa frumkvæðið, því á því fer nú bezt. Þú ættir því að leitast við að vera eins skiln ingsgóður og þér frekast er unnt. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: í atvinnunni bjóðast þér góð tækifæri til að notfæra þér nýj- ar og hentugri aðferðir. Það er líka ýmislegt ,sem á betri veg mætti fara og sjálfsagt að kippa því I lag einmitt nú. Eitt þarftu samt að taka rólega f vikunni Og það er matarne\ ua.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.