Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 9
•Laugardagur 2. júní 1965. VÍSIR er sáu hana Guðrún Indriðadóttir leika Höllu Gítarsöngur — Þér minntust á söng og aðra músík áðan. Var ekki mik- ið um músík á heimilinu? — Jú, ar voru flestir gefnir fyrir söng og hljóðfœraleik. Mamma lék bæði á píanó og gítar, og flest okkar systkina á annað hljóðfærið eða bæði. Oft söfnuðumst við saman systkinin með mömmu í rökkrinu, hún -ettist fyrir framan eldinn og iék á gítarinn, en við sungum þríraddað. Við þetta sama hefir hún alizt upp, hún var dóttir Péturs organleikara Gudjohnsen. Ég byrjaði að læra á gítar, en gafst upp við það, af því að strengirnir særa svo fingurna á mér. Hins vegar lærði ég á píanó, eða forte-píanó, eins og það var oftast kallað á þeim ár- um. Þau voru þá komin allvíða hér í hús, og einhvern tíma heyrði ég að Hutler í Stykkis- hólmi hafi flutt inn fyrsta píanó- ið til I'slands, en ein af dætrum hans var langamma mín. „Kollega" — Hvaða menn eða konur eru yður minnisstæðust, sem komu að staðaldri á heimili for- eldra yðar? Munið þér eftir Gesti Pálssyni? — Það var margt af skemmti legu fólki sem heimsótti okkur. Og ég man dável eftir Gesti. Hann kom heim frá námi í Höfn árið sem ég fæddist, sprenglærð ur f guðfræði — en trúlaus. Vin ir hans margir vildu endilega, að hann tæki próf í guðfræðinni og gera úr honum prest. En hann skellti skollaeyrum við því. Hann vann hér nokkur ár á skrif stofu landshöfðingja, sem gekk brösótt, því að maðurinn var Irykkfeldur f meira lagi, og eft- ir átta ára dvöl hér fór hann vestur til Winnipeg til að taka að sér ritstjórn Heimskringlu. Það var 1890, og árið eftir dó hann. Já, Gestur kom oft að heimsækja okkur, því að þeir voru gamlir vinir, pabbi og hann. Gestur var mjög góður við okkur systurnar og færði okkur leikföng Við kölluðum hann oftast „kollega", og það kom til af því, að hann tók upp á því að kalla mig þessu heiti, sem ég skildi ekki og heyrðist hann fyrst segja „kálfleggur". En þvf sagðist hann kalla mig þessu nafni, að ég væri svo lítil og náttúrlega trúlaus og það væri hann líka. Þess vegna skyldi ég heita „kollega“. Sakn- gömlu húsanna — Hafið þér alltaf átt heima hér í Reykjavík? — Já, nema tvisvar, sem ég var erlendis, fjögur ár í Kanada og eitt í Kaupmannahöfn. Ég tel mig sannarlega Reykvfking, ég er það f þriðja lið í móður- ætt. — Hvers saknið þér helzt frá Reykjavík bernskuára yðar? — Það hafa orðið svo ótrú- legar breytingar hér í bænum síðan ég var að alast upp, að það eru eins og tveir heimar. Bærinn var þá nærri allur í kvos inni kringum Tjörnina, og við áttum heima alla tíð rétt við Tjörnina, í Suðurgötu og Tjarn- argötu. Frá okkur sást vel út um eyjar og sund, og þegar farið var að byggja höfnina, þá tók fyrir útsýnið. Mér finnst eft irsjá að mörgum gömlu húsun- um í kvosinni, þykir sem sum þeirra hefðu mátt standa áfram á sínum gamla stað sem minjar um gömlu Reykjavfk. Til Ameríku — Hvenær fóruð þér vestur um haf? — Það var 1899. Séra Jón Bjarnason kom nokkru áður heim frá Winnipeg með Láru konu sinni. Hún var systir mömmu. Þegar þau fóru út aft- ur, varð að ráði, að ég færi með þeim til Winnipeg. Fyrst vann ég þar í sjúkrahúsi, leiddist lif- andi ósköp framan af, fór svo seinna að vinna við saumaskap. Nýársnóttin var sett á svið þar vestra, og ég lék með. Svo var farin leikför í nærliggjandi Is- lendingabyggðir, einnig suður fyrir landamærin og leikið þar í byggðunum Garðar, Mountain og Hallson. Þá dvaldist líka vestra einn af fyrstu Ieikurum Leikfélags Reykjavíakur, einn hinna beztu og fjölhæfustu, Sig- urður Magnússon frá Flanka- stöðum Hann var óreglusamur en mikill hæfileikamaður, lenti í ósátt við leikfélagana hér, rauk burt f fússi og kvaðst aldrei láta sjá sig hér á sviði framar, og við það stóð hann, enda þótt hann eirði ekki vestra til lengd- ar, hélt heim eftir nokkur ár og dó hér. í leikhúsi á hverju kvöldi. — Svo þegar þér komið heim frá Ameríku, þá hefir verið tek- ið til óspilltra málanna með leik listina? — Já, skömmu eftir að ég kom heim, var ég beðin að Ieika í „Apanum“ eftir Heiberg, gam- anleikir hans voru þá og lengi sfðan mjög vinsælir hér. Svo tók við eitt leikritið af öðru. En haustið 1906- hélt ég svo til Káupmannahafnar til að stunda nám í skóla Konunglega leik- lússins, þó ekki sem regluleg- ur nemandi, þar eð dvölin var aðeins til árs. Aðalkennarar mín ir voru Jerndorff, Mantzius og Olaf Poulsen. Það voru framúr- skar„.- Ji leikarar og leikhús- menn þessir Poulsenar, bræðurn ir Olaf og Emil, og synir hans Adam og Johannes, en Adam Poulsen kom hér við sögu, var leikst rí oftar en einu sinni og leikandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Svo fékk ég líka að vera á æfingum hjá Folke- teatret. Þetta var stórkostlegur tími æfinnar. Ég fór í leikhús á hverju kvöldi alla veturinn þá fyrst á æfinni sá ég óperu og ballett, sumar óperurnar sá ég 3var og 4 sinnum, og mikið varð ég hrifin af ballettinum. Seinna fékk ég áhuga á þjóðdönsum og fór þá til Danmerkur aftur og Noregs og Svfþjóðar, og þar lærði ég flesta þjóðdansana. — Hvernig var félagslíf ís- lendinga f Höfn meðan þér vor- uð þar? — Það var íslendingafélagið, sem hélt þá uppi umræðufund- um og skemmtisamkomum með dansi. Aðallegap var til skemmt- unar söngur, ræður og upplest- ur, og ég var beðin að lesa upp á einni samkomunni, ég las nokkur kvæði, man vel, að eitt þeirra var „Ég bið að heilsa" eftir Jónas Hallgrfmsson. Lára systir mín kom til Hafnar nokkr um mánuðum á eftir hiér til að Iæra á pfanó, og við bjuggum saman ásamt Ragnheiði Blöndal í skemmtilegu hverfi úti við vötnin. Ungur stúdent, Pétur Bogason, bauð okkur Láru einu sinni á samkomu í danska stúd- entafélaginu. Þar heyrði ég Ed- ward Brandes halda ræðu. Mik- ið urðum við hrifin af mælsku hans, sem hann og var frægur fyrir Seinna giftust þau Lára systir og Pétur og hafa búið í Danmörku allg . tíð, þar sem hann er læknir. — Voru möfg leikhús í Höfn um þetta leyti? — Já. Fyrst var nú Konung- lega, sem þótti eftirsóknarverð- ast, þar voru líka fluttar allar óperurnar og ballettsýningar. Þá var Dagmar-leikhúsið, sem var vandað í alla staði, en það er ekki lengur til. Þá Folketea- Halla og Tóta (Fjalla-Eyvind- ur eftir Jóhann Sigurjónsson) tret, sem oftast hafði upp á gott að bjóða, Casino og Nörrebro- leikhúsið. Meðal fremstu leikara þá í Höfn voru leikkonan Anna Larsen og Poulsens-bræðurnir. Þau voru raunar meðal átta leik ara, sem þóttu sérlega eftirsókn arverðir og gengu almennt undir samheitinu „De otte“. Við Folke teatret var Abrahamsen stjórn- i.ndi, og þar lék dóttir hans, gift ist leikaranum Aggerholm, það var gaman að sjá þau f Alt Heid elberg. Aggerholm lagði sfðan leiklistina á hilluna, þeir voru frændur hann og Poul Reumert. — Hvaða hlutverk lékuð þér svo fyrst eftir heimkomuna? — Á næsta leikári setti Leik- félag Reykjavíkur ein tíu leikrit á svið, og ég lék í þeim flest- um. Það voru Nýársnóttin, John Storm eftir Hall Caine, Kamelíu frúin, Hjónaleysin og Litli her- maðurinn, og loks Þjóðníðingur- inn eftir Ibsen, svo að þau helztu séu nefnd. — Var lítið um ný íslenzk Framh. á 10. sfðu. Afmælisspjall v/ð frú Guðrúnu Indriða dóttur leikkonu, áttræða á morgun Gvendur smali (Guðrún Indriðadóttir) og Grasa-Gudda (Ámi Eiríksson) í Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.