Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 10
I 10 V SIR Vísa, sem Páll J. Árdal Ieikskáld sendi Guðrúnu leikkonu Indriðadóttur. öllum éekymanleg ■ Framh. af bls. 9. leikrit á þessum árum? — Já, en Ur þessu fóru þau að koma, kringum 1910, og ann- ar áratugurinn varð einmitt langsamlegas' gróskumesta tfmabilið í íslenzkri leikritagerð og fjöldinn hinna nýju tekin og leikin nærri jafnóðum og höf- undar sendu þau frá sér. Af hin- um nýju skáldum skal fyrst telja Jóhann Sigurjónsson, Bónd inn ' Hrauni var leikinn á 2. jóladag 1908 og svo var Fjalla- Eyvindur frumsýndur í Iðnó ná- kvæmlega þrem árum síðar. Aðr ir nýir höfundar, sem komu fram á þessu tímabili, voru Guð- mundur Kamban, Hadda Padda var frumsýnd á jólum 1915, og ég fékk aðalhlutverkið. Einn hinna ungu manna, sem gáfu sig að leikritagerð á öðrum áratugn um var Páll Steingrímsson. Hann varð seinna maðurinn minn. Fyrst var leikið eftir hann Þórólfur í Nesi, í febrúar 1911, og ég fór með hlutverk í því. Önnur leikrit hans, sem leikin voru á þessum áratug, voru Skuggar (1919), Bónorð Semings og Dagsetur, (1918). En það þýð ir ekki að telja upp öll þau ís- lenzku leikrit, sem fæddust á fjalirnar á þessum árum. Og þeim var öllum mjög vel tekið. Fólkið þyrsti í íslénzk leikrit og því var þetta góðúr tími fyrir leikskáldin. Fyrir hvaða hlutverk hafið þér fengið mest lof um dagana, og hvert þykir yður vænst um og mest tii koma? — Ég held mér hafi verið mest hrósað fyrir Höllu í Fjalla- Eyvindi, Bersebu (Hrafnabjarga- mærin), Glory Quayle (John Storm) og Heiðbláin (Nýársnótt- in). Mér þykir sjálfri erfitt að gera upp á milli hlutverka minna, en samt held ég að þessi hlutverk séu meðal þeirra, sem mér þykir einna vænst um. — En hvað finnst yður nú um Laugardagur 2. júní 1962. og stsð reyndir umkrabba Engilráð tekur í nefið úr pontunni sinni (Bónorð Semings eftir Pál Steingrímsson). leikritin og leiklistina £ Reykja- vík á seinni árum? — Það er gleðileg framför. Stór draumur rættist, þegar Þjóð leikhúsið tók til starfa og gott að okkar gamla Leikfélag Reykjavíkur starfar einnig enn og áfram af fullu fjöri. Ungir leikarar sýna mikinn dugnað, fá bæði góða kennslu hér heima og leita framhaldsmenntunar er- lendis, svo að þetta lofar góðu um framtíð leiklistarinnar á Is- landi. Hitt er annað mál, að ekki felli ég mig við hin nýj- ustu leikrit. Þetta eru sjálfsagt að sumu merkilegar tilraunir, en efni þeirra margra fellur mér ekki í geð. Samt hef ég dáðst að leik okkar ungu leikara I sum um þeim sömu leikritum. I fáum orðum sagt þykir mér leiklist okkar vera á framtíðarvegi. En löng er orðin biðin á góðum nýj um íslenzkum leikritum. G. B. Hinn efnilegi •••• Framh. af bls. 13. í hámæli. Það var fyrst nú fyrir nokkr um vikum, að sá grunur vakn- aði, sem varð hinum unga fé- glæframanni að falli. I Pecos, heimaborg Sol Estes eru gefin út tvö dagblöð. Stærra blaðið sem hann hafði keypt heitir Daily News, hitt, samkeppnis- blað hans, fylgir republikönum að máli og heiti rPecos Inde- pendent and Enterpries. Fyrir nokkru komst blaða- maður við þetta andstöðublað að því að Estes hafði „selt" 30 þúsund ammoníak geyma í einu héraði og var útilokað að þörfin á ammonfak-geymum væri nema Iítið brot af þessu magni. Blaðamaðurinn tók að kanna málið og loks sprakk sprengjan: — Hérað þetta sagði blaðið er áburðar-paradís heimsins — en aeins á pappírunum. Strax og fréttin af þessu grun samlega fyrirbæri birtist í blað ^ inu sendu bankastofnanirnar sem fé höfðu lánað í ammoníak- geymana fulltrúa sína á staðinn til að rannsaka þetta og þar Danskur yfirlæknir, B. Jörgsholm, hefur svarað nokkrum algengum spumingum um krabbamein í tíma- ritinu HELSE. 1 \ Vmsir ætla, að krabbamein geti haldist tiltölulega vægt, verði ekkert til að opna því leið? Sannleikurinn er sá, að í flest- um tilfellum byggist slík skoðun á því, að menn hafi gengið með mein ið án þess að leita læknis fyrr en „eitthvað gerðist". Til dæmis að taka getur krabbaþrimill vaxið hæg fara lengri eða skemmri tíma, en svo kemur að því, að sár myndast og blæðingar byrja og þjáningar, sem benda til þess að vöxtur meins ins og útbreiðsla sé hraðari. Byrji lækningin fyrst á þessu stigi fellur aukning meinsins og lækningin á sama tíma og lækningaraðgerðun- um ef til vill kennt um hinn öra vöxt. O) Getur útdráttur á tönn orð- r ið til þess, að krabbamein brjótist út? Nei, tannútdráttur leiðir í sjálfu sér ekki til krabbameins eða að krabbamein breiðist út, en krabba- mein í nálægð tannar getur leitt til að tannsjúkdómseinkenni komi í ljós, sem verða orsök tannútdrátt- ar, og það leitt til þess að sár myndast, sem ekki var þar fyrr, og fceinir athygli að krabbameininu. Krabbamein í munnholinu er hins vegar sjaldgæft. O \ Er hægt að lækna krabba- mein algerlega, og án þess að þess sjáist nokkur merki eftir á? Sannleikurinn er sá, að ýmis konar krabbamein, til dæmis í hör- undi má lækna algerlega, án þess sjáist nokkur merki. Önnur læknast en ör myndast, smá eða stór, eftir uppskurð eða geislalækningu. Þá getur krabbamein læknast, en ekki án afleiðinga. Til dæmis getur krabbamein læknast, af uppskurði á konum, en haft þær afleiðingar að hormónaframleiðsla eggjastokk- anna hættir. Að því er yngri konur varðar hefur það þau áhrif, að um- skiptatíminn (overgangsperioden) £ Iffi þeirra byrjar fyrr og þær geta ekki átt börn. Hjá eldri konum verða afleiðingarnar að sjálfsögðu minni. Annað dæmi má nefna um læknisaðgerð með afleiðingum eftir á, og það er aðgerð vegna krabba- meins i endaþarminum, þ e. enda- þarmurinn er færður fram. Þetta kann að láta óþægilega £ eyrum, en í flestum tilfellum venjast menn hinu breytta ástandi ótrúlega fljótt. /J\ Er rétt, að krabbamein sé r algengara i sumum ættum en öðrum? Það er rétt, að krabbamein er algengara i sumum ættum en öðr- um, en annars mun vart um margar ættir að ræða, þar sem krabba- mein er óþekkt. Er það rétt, að tóbaksreyk- ' ingar séu hættulegri í bæj- unum (með tilliti til krabba- meins) en fólki í sveitunum? Vart, en þó ber að taka fram, að í stóru bæjunum að minnsta kosti, verða lungnapipurnar fyrir meiri ertingu af reyk og óhreinind- um og veikir mótspyrnuna gegn á- hrifum tóbakstjörunnar, en hér ber að nefna, að sigarettureykingar eru miklu útbreiddari í bæjunum en með var draumurinn búinn. Þar með er furðulegum glæfra ferli lokið. Billie Sol Estes lokar sig inni í lúxus-villu sinni í Pecos en verður að mæta ein- stöku sinnum fyrir rannsóknar- nefnd. Hans bíður nú margra ára fangelsisdómur. 7) sveitunum og það hefur sín áhrif. \ Hve margar sígarettur má reykja á dag áhættulaust? Fleira en sigarettureykingar hafa áhrif, sem stuðla að lungnakrabba, og því geta menn ekki alveg girt fyrir hættuna með því að reykja ekki, en hættan af að reykja fer — samkvæmt fræðilegum athugunum, sem gerðar hafa verið — að auk- ast ef menn reykja yfir fimm siga- rettur á dag, en svo ber einnig að taka fram, að venjulega verður lungnakrabba ekki vart fyrr en 20 til 30 árum eftir að vanareykingar byrja. Er þáð rétt, að því eldri, sem menn verða, því meiri sé áhættan að menn fái krabbamein? Já, krabbamein er alveg fortaks- laust frekast sjúkdómur efri ár- anna, þótt fyrir komi, að jafnvel börn og ungt fólk fái krabbamein. — Hækkun meðalaldurs á síðari áratugum hefur og sitt að segja og kann að vera til nokkurrar skíring- ar á að krabbameinstilfelli eru fleiri á þessu æviskeiði. Menn verða því að vera við þvi búnir, að því meira sem meðalaldur hækkar því meira fjölgi krabbameinstilfell- um, en vona ber jafnframt, að fram för í lækningum á krabbameini verði hraðari en þessi þróun. O ) Er líklegt, að í náinni fram- 7 tíð verði hormóna-læknis- aðgerðum beitt við lækn- ingu á krabbameinsbólgu? Hormónar hafa árum saman ver- ið notaðir mjög mikið við meðferð á vissum tegundum krabbameins, svo sem krabbameini í blöðruhálsi og við brjóstkrabba. Ekki má búast við algerri lækningu af þessari með ferð, en hún getur í mörgum tilfell- um haldið krabbameinsvextinum í skefjum eða knúið hann til undan- halds. Áhrifin geta náð til margra ára. Q) Er það rétt, að krabbamein hafi breiðst út með menn- ingunni? Það er kunnugt um frumstæð- ar þjóðir, þar sem lítið eða ekki ber á krabbameini og ýmsar fréttir eru birtar um frumstæðar þjóðir, sem ekkert hafa af krabbameini að segja, En staðhæfingar í þessu efni byggjast hvorki á ýtarlegum rann- sóknum eða skýrslum, því að hvor ugt eru sjaldnast fyrir hendi. Að minnsta kosti hafa rannsóknir á síðari árum meðal blökkumanna í Afríku sýnt, að vissar tegundir krabbameins eru algengari hjá þeim en hjá okkur, en önnur sjald- gæfari. Þó má segja — almennt talað, — að krabbameinið sé sjúk dómur sem sé í tengslum við menn- inguna, en útbreiðsla vissra krabba meinstegunda afleiðing menningar- lífs venja, sbr. það sem sagt var um sigarettureykingar. Krabba- mein er í vissum tengslum við heilsufar og mótstöðuafl manna, og við aðra sjúkdóma og áhrif þeirra, lífsvenjur, mataræði o. fl. getur allt haft sin áhrrif. 1A) Eru til lyf, sem uppræta ' krabbamein eða eyða krabbameinsvefjum án þess að valda tjóni á líffærakerf- inu? Nei, þrátt fyrir miklar og víð- tækar rannsóknir um allan heim að kalla, og að þúsundir efn^ hafi verið reyndar á mönnum og dýrum, hefur ekki enn heppnazt að finna neitt kemiskt efni, sem getur eyði- lagt krabbameinsfrumurnar, án þess að eyðileggja eða hafa skað- leg áhrif á aðrar frumur. — Það hefur ekki enn tekizt að lækna var anlega neitt krabbamein einvörð- ungu með notkun kemiskra efna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.