Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 02.06.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. júní 1962. / CECIL SAIN7-LAUREN7 (CAROLINE CHERIE) ávallt að þvæla um. En þrátt fyrir allt þetta leidd- ist Karólínu í Caen. Nú bar svo við kvöld eitt, er hún var á gangi, skömmu eftir komu póst- vagns frá París, að hún kom auga á konu með tösku í hendi, og horfði konan kvíðafull í kring um sig. Karólína gekk til henn- ar, ávarpaði hana og spurði hana hvort hún gæti verið henni hjálpleg. — Þakka yður fyrir, frú, — ég ætti kannske að segja kven- borgari, en maðurinn minn hef- ur beðið mig að bíða hérna, — hann fór að reyna að útvega gistiherbergi, en það lítur ekki út fyrir, að hann ætli að koma aftur... — Eruð þér frá París? — Já, kvenborgari, við . . .ég Karólína virti konuna betur fyrir sér. Hún var fögur, allar andlitslínur hreinar, augun dökk og djúp, röddin fremur dimm en með sérkennilegum þokkablæ. Konunni til mikillar undrunar fór Karólína þegar á hættulegar brautir, því að hún spurði: — Þér hafið kannske flúið ógnarveldið í París? — Hvernig getur yður dottið ... hver hefur getað ... ? — Ef nú svo er skuluð þér ekkert vera að leyna mig því. Þér þurfið ekkert að óttast hér í Caen. — Er það áreiðanlega satt? — Þér getið reitt yður á mig. Ég er kona Berthier borgar, en nafn hans er á svarta listanum og það þótt hann sé fulltrúi á stéttarþinginu. Það var eins og birti yfir and- liti konunnar. — O, frú það gleður mig að heyra þetta nafn nefnt. Ég hefi oft heyrt vin minn Louvet de Couveray, sem líka er þingmað- ur, ræða um mann yðar. Karólíná var alveg himinlif- andi yfir þessari-nýju kunningja konu, sem kynnti sig með ó- vanalegu nafni, kvaðst heita Lodoiska. Karólína bauð henni að koma með sér í gistihúsið, sem hún bjó í. Á leiðinni trúði Lodoiska henni fyrir því, að Louvet sem var einn hinna fystu, sem flýði frá París, hefði gerst svo djarfur að' skreppa aftur til Parísar og fór þá að vísu huldu höfði. Þar höfðu þau dvalist með leynd í 3 vikur, og Louvet verið næsta áhyggjufullur, því að hann hafði heyrt í Mantes, að Calvados hefði því flýtt sér á fund vina Barnasagan Kalli 09 eldurinn Furstinn, Kalli og stýrimaðurinn gengu að giugganum, og þar kom í ljós Iangur sláni, sem bersýnilega hafði í hyggju að slökkva eldinn Stýrimaðurinn rak upr óp. sem aðvaraði furstann, er þegar i stað þreif í hálsmálið á þrjótinum. Ætti ég að gefa honum einn á hann? spurði Kalli. Nei, svaraði furstinn. Hegning hans liggur í þvf, að hon- um misheppnaðist að slökkva eld- inn. En héðan í frá verð ég að bægja honum burt frá glugganum. En þér sögðuð fyrir stuttri stund, að ekkert væri hægt að gera til að vernda eidinn, anzaði Kalli. Já, en þetta er allt annað. Hér er um að ræða röskun á heimilisfriðn- um. VISIR Tarzan og félagar hans hröðuðu | spenntir aö sjá, hver hinn látni i á brott með kassann. | göptu af undrun, þegar þeir sáu sér upp á bakkann og biðu þess I var, sem nafði ætlað að stökkvast' t>eir tóku kafarahjálminn af og að þetta var Peggy Platt. Haldið þér að ég varpi mér í faðm þess fyrsta sem kemur. mín kynnu að leiða til þess, að ég yrði leidd að höggstokknum, en hann hafði skipulagt allt kænlega, lokkaði mig upp á hey loft — og loks, skilurðu, kom hann vilja sínum fram við vesalings konuna þína. Georges sleppti höfði hennar og fór að ganga um gólf með samanbitnar varir, fölur og fár. Það var engu líkara en að hann væri að fá krampa. Allt í einu greip hann í axlir hennar og æpti: — Þetta er ekki satt, Karó- lína, þú segir þetta aðeins til þess að kvelja mig, af því að þér finnst, að ég hafi ekki elsk- að þig nógu heitt, en ég full- vissa þig um, að þú ályktar skakkt. Þegar ég útvegaði þér skjölin lagði ég mig í svo mikla hættu, að við lá, að ég yrði drepinn. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð — fyrir þig, Karólína klökknaði við þessi orð hans. Hún klappaði honum á kinnina og hugsaði eitthvað á þá leið, að þrátt fyrir allt þætti henni líklega dálítið vænt um hann, og ákjósanlegast væri, ef hún gæti notið ástar þeirra beggja, hans og Gastons, en það var vitanlega ókleift, og mikið fannst henni erfitt að lifa fyrir vesalings unga konu í þessum heimi! Georges var orðinn er.n ótta- ! slegnari vegna þagnar hennar j og læsti nöglunum í hörund j hennar: — En segðu eitthvað, segðu, að það sé ekki satt. Hún svaraði hneigðu höfði: — En það er satt, Georges. I Þú hefur sjálfur séð hann, þenn- | ar þorpara. Það var póstekill- I inn! — Ég — ég. — .Já, og ég er æfust út af ! því, að þessi fantur, sem neyddi mig til samlags við sig leikur lausum hala hér í bænum, í ná- lægð okkar. Georges gekk að litlu borði í stofunni. — Hvað heitir hann? — Ég veit það ekki, ég sagði í þér hver hann er. Það var póst- | ekillinn .... Á næsta augnabliki var hún alein á ný. Og langa stund fannst henni hún heyra óminn , af skellinum, er Georges rauk 1 út og skellti hurðinni að stöfum l á eftir sér, ofsareiður í niður- i lægingu sinni. — Sefurðu, ó guð sé lof, þú svafst bara. Ég var svo hræddur I — óttaðist jafnvel, að þú værir ! dáin — þegar ég sá þig liggja i þarna hreyfingarlausa með lok- uð augu. Karólína ætlaði að fá ofbirtu í augun, er hún opnaði þau, en Georges hélt á kertastjaka yfir höfði hennar. Hún sá af svip hans að honum var mikið niðri fyrir og föt hans voru öll úr lagi gengin. Hann beygði sig yfir hana. — Ástin mín, kannske mesti reynslutími okkar sé nú að baki. Seinna verður þetta eins og illur draumur, mara, sem við losnuð- um undan. Þessi þorpari er ekki til lengur. — Við hvað áttu? — Ég fór til Louvert og ræddi við hann, tók af honum dreng- skaparorð að segja engum það, sem ég segði honum. Og svo sagði ég honum allt af létta um það, sem fyrir þig kom. Hann er hugdjarfur stjórnmálamaður elskar konur, — hann fylltist heilagri raeiði sem ég. Við fór- um á fund Wimmpfens hers- höfðingja, og sögðum honum, að við hefðum fengið sannanir fyr- ir því, að póstekillinn frá París væri þorpari og njósnari. Hjá hershöfðingjanum fengum við vitneskju um bústað hans. Ég fór þangað ásamt tveimur lög- regluþjónum til þess að taka hann fastan. Þegar við komum inn í herbergi hans gerði hann sér þegar ljóst hvaða hætta steðjaði að — hann hafði líka séð okkur saman, mig og þig. Hann réðst gegn mér, og það var það, sem ég hafði vonað, að hann myndi gera. Ég afvopn- aði hann og drap hann. Og nú er hefnt svívirðingarinnar, sem þér var gerð, ástin mín, blóði hefur verið úthellt en hefnt fyr- ir níðingsverk. Við getum búið saman í hamingju á komandi tíma. Þú ert mín — að eins mín. XIII. kapítuli. Karólína eignast nýja vinkonu. Ósigur í orrustu. — Nýr flótti. Karólína vandist fljótt hinni nýju tilveru. Hún nauðaði á Ge- orges þar til hann leigði heila hæð í gistihúsinu, sem þau bjuggu í. Þar næst réð hún þernu, sem hún lét sækja allan mat í eldhús gistihússins, svo að þau þyrftu ekki að borða með öðrum gestum. Ekki gat hún fellt sig við gluggatjöldin og var á hendingu um allan bæ- inn, þar til hún gat fengið silki- efni, sem henni líkaði, í ný gluggatjöld. Og svo keypti hún sér hægindastól, sem fór vel við gluggatjöldin. Georges reyndi árangurslaust að fá hana til þess að spara. — Hann hafði að vísu komizt á brott með mikið fé, en hann vissi ekki hvað framtíðin kunni að bera í skauti sínu, og varð að fara varlega — eyða ekki fénu óhóflega, en í stað þess að fara að ráðum hans keypti Karó lína sér mikið af nýjum fatnaði. En þrátt fyrir allt fór nú all- vel á með þeim. Áhyggjurnar, 1 sem kvalið höfðu Georges, er hún var ókomin, höfðu þau á- hrif nú, að hann var enn nær- gdtnari við hana en áður og blíðari, en Karólína skildi það svo, að Georges skammaðist sín fyrir framkomuna gagnvart Gaston Salanches, og að hann hefði ákveðið að láta aldrei af- brýðisemi í ljós framar. Og hann hafði sannast að segja vaxið mikið í áliti hjá henni fyrir það hve röggsamlega hann hafði brugðið við og hefnt þeirrar sví- , virðingar, sem hún hafði orðið fyrir. Georges var mestan hluta dags á viðræðufundum með vin- um sínum og félögum, sem flest- I ir höfðu verið þingmenn, en reknir af þingi vegna skoðana sinna. Við og við bauð hann nokkrum þeirra til miðdegis- | verðar. Allir höfðu þeir orðið að I flýja í skyndi, en tekizt að koma 1 konum sfnum fyrir úti á landi. í Caen voru þeir einangraðir og þegar þeir komu var Karólína sem drottning þeirra. — Þeir reyndu að koma sér í mjúkinn hjá henni. Allir vildu þeir gera henni allt til geðs og vald henn- ar var raunverulega mikið, en henni var ekkert um þessi stjórn málalegu áform, sem þeir voru GAEEP IM 7IS5ELIEP. THEK.E, sl KeroSE,WAS--P£GGyPi-ATT! I \»n£ui6nI JcnJ TívMrí THE SUKVIVOKS HURKIEP OUT OF THE WATEK, EAGEK TO LEAKM THE 7EAF FEKSON'S IPENTITY. NE&VOUSLYv WITH FUWSLiNG ' HANRSiTHEy KEWOVEP THE HEAFSEAg,.. 9-M-WO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.