Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 4
VISIR Föstudagur 8. júní 1962. Svartlistin hefur veríð vaswækt hér Það skýtur dálítið skökku við að kvarta undan litadýrð í myndum listamanna okkar, en óneitanlega er kærkomin til- breytni og talsverð hvíld að sjá annað veifið einungis teikning- ar með tússi og blýanti í sýn- ingarsölum, fyrst og fremst eða eingöngu svart á hvítu. Ein slík sýning, mjög fersk og skemmti- leg, stendur yfir þessa dagana í Bogasalnum. Þar heldur nú sfna fyrstu sýningu Hringur Jó- harinesson, ungur teiknikennari, sem trúa mætti að hefði isert í útlandinu, en hefir þó aldrei farið út fyrir landsteinana og hvergi sýnt eftir sig mynd fyrr. Við skruppum inn á sýninguna hans í gær og tókum hann tdi. Hann var búinn að selja nokkr- ar myndir, og keypti Listasafn íslands eina, er nefnist „Hús við sjóinn“, en í rauninni mætti ætla, að fleiri myndir hefðu selzt, því að þær skírskota til margra. — Fæstu lítið við að mála með olíu eða vatnslitum, eða hvaða efni notarðu helzt? — Ég geri mjög lítið af því að mála. Tímann sem ég var í Handíðaskólanum, hafði ég teikningu sem aðalnámsgrein, hef haldið mig við hana síðan og geri væntanlega áfram um sinn. Þessar 40 myndir, sem ég sýni nú í fyrsta sinn, teiknaði ég með blýanti, tússi og merki- krít og nokkrar unnar með olíu- krít. — Ertu búinn að fá ofnæmi fyrir öllum málverkunum? — Það vil ég nú ekki segja fullum fetum. En mér finnst bara svartlistin eiga engu minni rétt á sér en málverk. í sann- leika sagt hefir hún verið alltof mikið sniðgengin hér á landi til þessa. En ég held, það sé nokk- uð að breytast. Við þurfum sannarlega meiri fjölbreytni í myndlistinni hér á landi. Það er ófyrirgefanlega þröngur sjón- hringur, hvort heldur er hjá myndlistarmönnum eða almenn ingi að sjá ekki annað í mynd- list en málverk. Það er eins og þar stendur, fleira er matur en feitt kjöt. Það þarf t. d. líka að gera sem flestum það ljóst, að enda þótt fólk vilji ekki sinna öðru í myndlist en málverkum, getur fyrir mörgum þeirra samt legið betur að gera svartlistar- myndir, eða bara eitthvað ann- að en ao mála, að málverkum þó alveg ólöstuðum. — Hvenær byrjaðir þú fyrst að gera myndir? — Sennilega áður en ég man eftir mér. Við gerðum mikið af því öll systkinin að gera alls- konar myndir, höfðum gífurlega þörf fyrir það eins og að lesa, svo sem tíðkast í sveitum, teikn uðum eftir allskonar myndum í blöðum og bókum, mynd- skreyttum framhaldssögur og þar fram eftir götunum. — Tóku einhver þeirra þetta eins alvarlega og þú? — Nei, ég er víst sá eini, sem hefur ekki getað lagt það alveg á hilluna. Við vorum átta systkinin. Elzti bróðir minn, Hugi, fékkst þó talsvert við að mála og sótti um tíma nám- skeið í Handíðaskólanum. En hann gerðist verkstjóri við brúagerð og hefir víst ekki sinnt listinni þó nokkuð lengi. — Hvenær fórstu fyrst að læra til myndlistar? — Fyrst á ævinni sá ég lista- mann, þegar ég var um ferm- ingu. Ég er fæddur og uppalinn að Haga í Aðaldal, og Sveinn listmálari Þórarinsson kom eitt sumarið í Aðaldalinn til að mála. Ég gat ekki stillt mig um að fara yfir til að horfa á hann mála landið. Ég man eftir tveim myndum, sem hann vann að þarna, önnur séð yfir hraun- ið í Húsavíkurfjallið, hin af Kinnarfjöllum. En þegar ég var 15 ára, fékk ég að fara til Húsa- víkur og læra teikningu hálfan vetur hjá Jóhanni Björnssyni myndskera, sem seinna fluttist suður og hefir unnið nokkur ár hjá Ríkarði Jónssyni. Og árið eftir þennan vetur hjá Jóhanni á Húsavík, gekk í Handíðaskól- ann og ’.ief verið hér lengst af síðan, aðalkennari minn í Hand íðaskólanum var Sigurður Sig- urðsson, en -ka kenndi Þor- ■ valdur Skúlason mér. — Svo ertu farinn að kennal sjálfur þar sem þú lærðir fyrir( nokkrum árum. — Já, ég kenni þar teikningu ^ á kvöldnámskeiðum, og nem-1 endur mínir eru á aldrinum frá. 14 — 70 ára. T. d. voru þar tvær' konur í fyrra komnar fast aðj sjötugu að læra teikningu íl fyrsta sinn, þó voru verk þeirra? mjög sérstæð og persónuleg.l Þá hef ég líka kennt tvo vetur^ í Breiðagerðisskóla. — Flvernig líkar þér aðj kenna börnunum? — Það getur verið býsna erf- itt, a. m. k. á þessum aldri. Þaul eru nefnilega ekki látin lærai teikningu nema á aldrinum 101 — 12 ára, og það held ég að sé^ misráðið: Einmiti meðan þaut eru yngri, hafa þau mest gamani af að mála, móttækilegust fyrir’ tilsögn og ímyndunarafl þeirral frjóast. Þegar þau fara að stálp^ ast, verður sjálfsgagnrýnim meiri og meira hætt við tregðu? og stöðnun um sinn. Það ætti* að byrja að kenna börnum j teikningu sem fyrst í barnaskól- um. Hringur Jóhannesson og myndin „Svört hús“. — Ég sé þarna eina mynd eftir þig af Snæfellsjökli. Hef- irðu verið þar vestra að teikna? — Já, oftar en einu sinni. Hef unnið þar á nokkrum stöð- um við brúargerð með Huga bróður mínum og hans mönn- um. Við vorum að setja tvær brýr hjá Búlandshöfða í fyrra. Það er ákaflega fallegt víða þarna vestur á Snæfellsnesi, sér kennileg fjöllin í Eyrarsveit- inni, Kirkjufell og Stöðin, innan við Búlandshöfðann. Og niðri í fjörunni léku sér selir lang- tímum saman meðan við vorum þarna, þeir lágu þarna og spók- uðu sig rétt framan í höfðanum. þeir lágu þarna og spókuðu sig rétt framan £ höfðanum. Ég teiknaði ekki mikið þarna, gerði nokkrar skyssur, aðallega um helgar, því að maður var oftast of þreyttur á kvöldin til að vinna að myndum. — Þú hefur ekki enn farið í siglingu. Hefirðu ekki hug á því? — Jú, sannarlega strax og ég hef efni á því. Mig langar til að heimsækja Kaupmannahöfn og París fyrst og fremst og fleiri borgir til að skoða söfn og symngar. — Eru einhverjir sérstakir útlendir listamenn, sem þú hef- ir kynnzt af bókum og tímarit- um og hefur dálæti á og hefur einkum hug á að sköða frum- myndir þeirra. — Ég held varla, að ég geti nefnt nokkra sérstaka umfram aðra, þeir eru svo fjöldamargir, sem mig langar til að komast £ snertingu við, mér detta svona snöggvast í hug menn eins og Paul Klee og Ben Nicholson, svo að ég nefni einhver nöfn. Og, sem sagt, mig langar mjög mikið út til að skoða sýningar. .....................s. : Fulltrúar á þingi Sjálfsbjargar. Sjálfsbjörg fjölgar vinnustofum Félagsskapur fatlaðra, sem nefn- ist Sjálfsbjörg hefur nú dafnað mjög vel sfðustu árin og eykur stöðugt starfsemi sina. Er það nú farið að reisa vinnustofur fyrir fatl aða menn i kaupstöðum út um land. Þegar eru komnar vinnustof- ur á ísafirði og Siglufirði og verið að undirbúa byggingu á vinnustof- um á Akureyri og i Reykjavík. Kom þetta fram í skýrslum um starfsemi félagsins á þingi Sjálfs- bjargar, sem haldið var á ísafirði um mánaðamótin og stóð þar þrjá daga. Þingið fór fram í samkomusal Oddfellowreglunnar þar £ kaup- staðnum og mættu til þingsins 30 kjörnir fulltrúar frá 9 sambands- deildum í Reykjavík, Árnessýslu, ísafirði, Bolungarvik, Siglufirði, sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og Keflavík, en fulltrúar frá deildinni £ Vestmannaeyjum gátu ekki sótt þingið. BYGGING ÖRYRKJAHEIMILIS. Þingforsetar voru kjörnir Sigur- sveinn D. Kristinsson og Kristján Júlíusson. í fyrstu flutti Theodór Jónsson formaður sambandsins skýrslu um störfin á liðnu ári, en þau höfðu aukizt mjög á árinu. Á þessu ári er verið að starfa við skýrslusöfnun um fatlaða menn á landinu og undirbúa byggingu Ör- yrkjaheimilis í Reykjavík. í skýrslum og reikningum kom það fram, að skuldlaus eign sam- bandsins um síðustu áramót var 529 þús. kr. Tvær vinnustofur voru starfandi á ísafirði og Siglufirði og hafinn er undirbúningur á stækk- Framh. á 7 síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.