Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 6
VISIR Föstudagur 8. júní 1962. MALVERKASÝNING Ólafs Túbals verður opnuð boðsgestum kl. 20.30 í kvöld í Listamannaskálanum. Sýningin verður op- in daglega kl. 14-22. SÝNING Bækur og vörusýnishorn frá Sovétríkjunum 1 Snorrasal, Laugavegi 18, stendur nú yfir sýning á sovézkum bókum á ensku, þýzku og sænsku. Einnig eru sýnishorn af nokkrum vörutegundum, sem fluttar eru hingað frá Sovétríkjunum eða standa til boða ís- lenzkum innflytjendum: Hljóðfærum, hijómplötum, myndavélum, úrum, kvikmyndavélum o. fl. Sýningin er opin daglega kl. 2—10 síðdegis. Ókeypis aðgangur. SNORRASALUR Frá fræðsluráði Reykjavíkur Skólasýning 1862—1962 í Miðbæjarskólanum í Reykja- vík verður opin almenningi kl. 20—22 í kvöld. Kennurum er sérstaklega boðið að skoða sýninguna kl. 18 í dag. Sýningin verður opin til 20. júní, kl. 14—22 alla daga nema annan dag hvítasunnu kl. 10—22. Aðgangur ókeypis. Skrifstofustúlka Viljum ráða skrifstofustúlku á afgreiðslu vora í Kaup- mannahöfn. Kunnátta í vélritun, dönsku og ensku nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri ' stÖrf sendist skrifstofu vorri fyrir 15. þ. m. merkt „Skrifstofustúlka". H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS VEKURATHYGLI VIÐ tónlistarháskólann í Köln við Rín hefir undanfarin ár ungur Is- lendingur, Atli Heitnir Sveinsson, stundað tónlistarnám við góðan orðstir, en tónsmíð eftir hann vakti sérstaka eftirtekt á háskóla- tónleikum þar nýlega, og er skrif- að mjög viðurkennandi um verk- ið í dagblöðum Kölnarborgar. Þar segir m.a. Dr. J. Sch;ermer, að i verki sínu, er nefnist „Imm- pressionen 1961", hafi Atli birt „hina hreinustu blómskrúðafeg- urð" með gegnsæum, „óserielt" mótuðum furðulegum hljómbrigð- um, sem jafnframt sýni rækilega úrvinnslu formsins og hittni, er komi fram á eðlilegan hátt. Annar gagnrýnandi tekur sér- staklega fram að mjög ánægjulegt sé hvernig Atli Heimir forðist hipa alltof notuðu og væmnu samstill- ingu hörpu, víbrafóns og „celestu" — enda ríki 1 verki hans örugg- leg mótun spennu milli púnkta með viðkæmri hljómsamstillingu, sem hafi sannfært við fyrstu á- heyrn. Atli Heimir Sveinsson er fæddur hinn 21. september 1938. Foreldr- ar hans eru þau Kristín Guðmunds dóttir frá Flatey á Breiðafirði og Sveinn Þórðarson, fyrv. aðalféhirð ir Búnaðarbanka íslands. Atli Heimir stundaði nám við Tónlist arskólann i Reykjavík og lauk það an burtfararprófi í píanóleik vorið 1957, og var aðalkennari hans Rögnvaldur Sigurjónsson. Jafn- framt tónlistamáiuinu stundaði Atli Heimir nám við Menntaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1958. Vprið 1959 lauk hann prófi í forspjallavísind- um við Háskóla íslands og fór þá um sumarið til, Þýzkalands. Að loknu inntökuprófi innritaðist hann í Tónlistarháskólann í Köln, þar sem hann aðallega hefur lagt Atli Iíeimir Sveinsson stund & tónsmíðanám. Kennari hans fyrst í stað var hið þekkta tónskáld prófessor Gunther Rapha el, en eftir lát hans Rudolf Pet- zold. Jafnframt tónsmíðanáminu hefir Atli Heimir Iagt stund á hljómsveitarstjórn hjá próf. Wolf gang von der Nahmer og sömu- leiðis píanóleik hjá próf. Erich Pillney. Atli Heimir hefir í hyggju að ljúka námi við tónlistarháskól ann á komandi sumri. i> Skipaður hefur verið nýr am- bassador V-Þýzkalands í Washing- ton. Hann er Kar! Heinrich Knapp- stein, 56 ára. Sagt er, að skipan hans í embættið hafi valdið von- brigðum f Washington. Knappstein var eitt sinn sendiherra á Spáni og fór að ségja Franco fyrir varð- andi utanrikisstefnu Spánar, segir j i Lundúnablaði, og var þá kvaddur heim. j MENN gerðu sér góðar vönir um að sumarið væri komið, fyr ir nokkrum vikum. Þetta reynd ust tálvonir, þvf að á skall kalsafenginn rigningakafli. Nú virðist þó vera að rofa til, hversu lengi sem' það stendur. Veðráttan hér hefur verið köll- uð mörgum nöfnum, en aldrei hefur heyrst að hún sé stöðug. Mynd þessi er tekin i góða veðrinu úr turni Reykjavíkur- apóteks og sér yfir Austur- stræti og Lækjartorg. 1 baksýn sést svo hið gamalkunna stjórn arráðshús. Mun það fátítt að hús hafi tekið jafn stórj stökk ', upp á við í metorðastiganum. Þetta var í upphafi fangelsi, en 1 er nú orðið aðsetur stjórnar , landsins. fþróftir — Framh. af bls. 2. inn réttiátlega með 3:0, eftir 1:0 i hálfleik. TÉKKAR TÖPUÐU ... EN ERU I UNDANÚRSLITUM í Vina del Mar töpuðu Tékkar fyrir Mexíkó 1:3 sem má teijast nokkuð óvænt, en Tékkar léku eins og raunar var við búizt af litlum krafti og reyndu sig aldrei til fulln ustu enda þegar búnir að tryggja sér áframhald meðal 8 beztu lið- anna. Það voru þó Tékkarnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 30 sekúndur, en brátt tóku Mexíkanar við og unnu réttlátlega 3:1. I undanúrslitum í Chile verga þessir leikir: . Rússland — Chile. Þýzkaland — Júgóslavia Brazilia — England. Ungverjaland — Tékkóslóvakía.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.