Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 10
10 V'lSIR Föstudagur 8. júní 1962. Þegar Bandaríkin stofnúðu einkaleyfaskrifstofu sína árið 1836, var heimurinn á því stigi þróunarinnar, að eimreiðin var rétt að byrja að koma fram á sjónarsviöið. dag - aðeins öld síðar og fjórðungi betur — sveima geimskip umhverfis hnöttinn og það er haft fyrir satt, að fyrsti maðurinn muni skreppa til tunglsins innan nokk urra ára„ hvort sem hann verð- ur þar innlyksa eða gerist þar „eilífur augnakarl“ Svo skammur tími er milli þessara tveggja endimarka í þró un tækninnar í heiminum, en á þessu tímabili hefur maður- inn gert tugþúsundir uppfinn- inga, og eiga Bandaríkjamenn heiðurinn af mörgum þeirra. Bandaríska einkaleyfisskrifstof- an hefir frá upphafi ýtt undir þúsundir smárra og stórra hug- vitsmanna, og með því móti hef ir hún lagt miklu meira af mörk um til þróunar vestan hafs og raunar um heim allan, en gert mun hafa verið ráð fyrir í upp- hafi, er hún var sett á laggir með lögum frá Þjóðþinginu. Stjórnin veitti mikinn stuðning. Þegar á árunum eftir frelsis- stríð Bandaríkjanna fylgdist stjórn landsins vel með upp- finningamönnum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Leiðtogar hinnar nýju þjóðar veittu þeim allan hugsanlegan stuðning út frá þeirri forsemdu, að störf þeirra væru mikilvæg til að hraða efnahagslegri þróun þjóð- arinnar og uppbyggingu þjóð- félagsins. Margir leiðtoganna voru sjálf- ir í fylkingarbrjósti, svo sem Benjamín Franklin, sem sannaði með hinni frægu tilraun sinni með flugdrekanum, að eldingin væri ekkert annað en rafmagn, sem safnaðist fyrir í skýjunum, og þannig fann hann raunar upp eldingavarann. Þess ber einnig að geta, að Franklin var í rauninni höfundur gleraugn- anna eins og þau eru í dag, og hann gerði raunar margar aðrar, mikilvægar uppfinningar, þótt þær verði ekki taldar hér. Sama máli gegndi um Thom- as Jafferson, þriðja forseta Bandaríkjanna, sem teiknaði meðal ann og smíðaði betri plóg en áður hafði þekkzt, og varð það jarðvinnslutæki land- búnaði Bandarí.kjanna og ann- arra þjóða hin mesta lyftistöng. Fyrsta einkaleyfið 1641. Einkaleyfi höfðu verið gefin út vestan hafs frá því á tímum nýlendustjórnarinnar, því að hið fyrsta, sem skráð var árið 1641 í Massachusetts-nýlendunni, staðfesti sérstaka aðferð við saltvinnslu. Fimm árum síðar var gefið út fyrsta einkaleyfið á vél, einfalt tæki, sem nota átti í sambandi við vatnsknúið milluhjól. Fyrstu einkaleyfin voru gefin út sem tilskipanir frá löggjafarsamkundum nýlendn- anna, þar sem ekki voru enn til nein lög, sem fjölluðu um út- gáfu einkaleyfa. Þegar þjóðþing Bandaríkj- anna samþykkti árið 1790 fyrstu einkaleyfin, var það í fyrsta skipti í sögunni, að við- urkennt var og lögfest, að upp- finningamaður hefði rétt til að hljóta 'efnahagslegan hagnað af hugviti sínu og uppfinningu. Þegar þessi lög eru frá talin, eru einkaleyfislögin frá 1836 mikilvægust á þessu sviði, þvi að samkvæmt þeim var stofnuð sérstök skrifstofa til að skrá og hafa umsjá með einkaleyfum, og átti hún að heyra beint und- ir ríkisstjórnina. Útilokun um 17 ára skeið. Einkaleyfi þau, sem skrifstof- an veitir uppfinningamönnum nú á dögum, banna öllum öðr-. myndin er frá því, þegar uppskeruvé) McCormicks sýnd almenningi í fyrsta skipti árið 1831, en hin myndin er af nýtýzku kornuppskeruvél. um að framleiða eða selja upp- finningu hans um 17 ára tíma- bil, svo að hann geti haft hagn- að af henni þenna tíma. En áð- ur en einkaleyfið er veitt, at- hugar starfslið skrifstofunnar, sem eru hvorki meira né minna en um þúsund talsins, hvort all- ar forsendur uppfinningarinnar séu í lagi. Gengið er úr skugga um, að ekki hafi áður verið veitt einkaleyfi, sem sé svo líkt því, sem um er sótt, að um sömu uppfinningu sé í’rauninni að ræða, og jafnframt er athug- að, hvort uppfinningunni hafi verið lýst í einhverju innlendu eða útlendu vísinda- og tækni- riti. Ef þess finnst einhver vott- ur, að uppfinningin sé ekki al- veg ný af nálinni, er ekki hægt að veita einkaleyfi. Annars hefir allur almenning- ur fullan aðgang að skjalasafni skrifstofunnar, svo að hver sem er getur gengið þar inn og at- hugað, hvort þegar hefir verið veitt einkaleyfi fyrir því, sem viðkomandi telur uppfinningu sina. Þá geta menn einnig keypt stuttorða lýsingu á flestum einkaleyfum fyrir lítiö fé. Mörg einkaleyfi útlendra manna. Síðan einkaleyfaskrifstofan var sett á laggir, hefir hún gef- ið út meira en þrjár milljónir einkaleyfa, en cétb-«r-að geta*'j< þess, að þau haW'ékRP^lÞ^erið ' veitt Bandaríkjamönnum, held- ur hafa mörg þeirra verið veitt útlendingum. í því sambandi má til dæmis benda á, að þeim 50,000 einkaleyfum, sem veitt voru árið 1960, voru 9000 veitt útlendingum. Um veitingu slíkra einkaleyfa gilda annars sérstak- ar reglur, meðal annars varð- andi útfyllingu umsóknarinnar, innar, og einkaleyfið gildir að sjálfsögðu aðeins i Banraríkjun- Hinar umbúðalausu og flóknu tæknilegu lýsingar í skjalasafni skrifstofunnar snerta í rauninni fjölda makalausra uppfinninga, sem hafa í mörgum tilfellum táknað umrót og byltingu á sínu sviði og jafnvel gert sköp- mönnum auðvelt að rækta slétt- urnar miklu í landinu. miðju með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og gerbreyttu landbúnaðinum á skömmum tíma, og þegar Joseph G. Gliddon fann upp gaddavírinn, mynduðust nýir möguleikar til nautgriparæktar á þeim svæðum vestur í landi, þar sem trjágróður var ekki til fyrirstöðu. Glólampi Edisons og sími Bells gerbreyttu lífinu á heimilum manna og á vinnustöðum. Svo Fyrsta saumavél Isaks Singers til vinstri, en til hægri nýtízku Singervél. Hér sést Orville Wright í einni af fyrstu flugvélunum, sem hann smíðaði ásamt bróður sínum. Þeir flugu fyrstu hreyfilknúnu flugvélinni árið 1903 í Kitty Hawk í Karolinu-fylki. un nýrra iðngreina mögulega. Árið 1793 gerði Eli Whitney stórmerka uppfinningu, er hann smíðaði vél, sem hreinsaði fræ úr baðmullinni, en með þeirri uppfinningu sinni lagði hann raunar grundvöllinn að klæða- iðnaði Bandaríkjanna. Uppskeru vél Cyrus McCormick gerði Aga Khan í lóða- braski á Sardiníu komu saumavélin, rafallinn, dieselvélin, rennilásinn, bifreið- in, flugvélin og þúsundir anri- arra uppfinninga, sem í dag telj- ast til sjálfsagðra og eðlilegra hluta í tilverunni, og hafa, hver um sig, lagt sitt af mörkum til að gera okkur öllum lífið Iétt- ara. margfaldazt. Áður en þeir komu j þarna við sögu, var hægt að fá hektarinn — þarna var aðeins um beitiland að ræða — fyrir 30 pund, 3600 krónur, en nú kostar sams konar spilda 3000—6000 pund, og Aga Khan hinn ungi, sonarson þess, sem gerði nafnið frægt, hefir ! lítið látið til sín taka við að ávaxta auð sinn, en nú er að konia einhver hreyfing á hann. Hann er einn helzti forvígismað- j ur félags, sem keypt hefir landrými; á „smaragðaströnd“ Sardiniu, en | sá staður er norðaustan til á eynni j rétt hjá smábænum Gallura. Félag-1 ið hefir kaup á nokkrum þúsundum hektara lands, og er þetta ræma, sem nær 25 km. með sjó fram. Þetta er óræktarland eins og stend- ur, engir vegir, vatnsveitur eða raf- veitur, en ströndin forkunnar fög- ur og Iíkleg til að laða að sér ferðamenn. Áætlunin er, að þarna verði reist ar 1200 „villur", sem verði ýmist leigðar eða seldar skemmtiferða- mönnum en auk þess verða tvö smáþorp, sem eru á þessum slóð- um, færð í nýtízkulegra horf og komið upp hvorki meira né minna en 11 gistihúsum og loks einu af því tagi, sem Bandaríkjamenn hafa kallað „motel“ Þá verður þarna komið upp golfvelli og veðreiða- braut, tennisvöllum og ýmsu fleira. Þessi jarðakaup Aga Khans hafa leitt til þess, að jarðaverð hefir fer það eftir því, hversu vel hún liggur við ströndinni. Þess er get- ið um bónda einn, sem átti varla málungi matar, og vissi eiginlega ekki, hvað var að gerast, að pen- ingamenn greiddu honum 40.000 pund fyrir jörðina hans, sem var sárafáir hektarar. Heildaraflinn 19% meiri en í fyrra Fiskaflinn á öllu landinu nam rúmlega 126 þús. lestum fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og er það 19% meira en á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn, sem bátar færðu að landi, nam 111,3 þús- und lestum, en togaraafli var 14,5 þús. lestir. Til samanburð- ar má geta þess, að á sama tíma í fyrra höfðu bátarnir flutt að landi 87,2 þúsundir lesta, en tog araaflinn var þá 27,6 þús. lestir. Aflinn skiptist þannig, að síld er meira en fimmtungur eða 27.4 þús. lesta, en annar fiskur 98.5 lesta. í fyrra nam síldar. aflinn 19,5 þús. lesta á sam.) tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.