Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 11
Fpstudagur 8. júní 1962. VISIR n 158. dagur ársins. Næturlæknir er i slysavarðstof- unni. Sími 15030. Neyðarvakt Læknafélags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Reykjavík- ur er kl. 13-17 alla daga frá mánu- degi til föstudags. Sími 11510. Næturvörður vikuna 2.-9. júní er í Vestur’oæjarapóteki. Kópavogsapótek er opið alla virka daga daga kl. 9,15 — 8, laugar daga frá kl. 9,15 — 4, helgid. frá 1-4 e.h. Sími 23100. Útvarpið 18.30 Ýmis þjóðlög. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmundsson). 20,35 Frægir söngvarar, Paul Robe son syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Ósk ar Halldórsson cand. mag. les kvæði eftir Þorstein Gfslason. 21. 10 Tónleikar: Sónata nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Charles Ives (Rafael Druian og John Simms leika). 21.30 Útvarpssagan: „Urðar- Jói“ eftir Sigurð Heiðdal, I. (Þor- steinn ö. Stephensen). 22.10 Kvöld sagan: „Sjö menn að morgni" eftir Alan Burgess, III. (Hersteinn Páls- son ritstjóri). 22.30 Á síðkvöldi: Léttklassísk tónlist.. Gengið — 6. júni 1962 1 Sterl.pund . 120,62 120,92 1 Bandaríkjad 42,95 43,06 1 Kanadad. .. 39,41 39,52 100 Danskar kr. . 622,55 624,15 100 Norskar kr. 602,40 603,94 lOOSænskar kr 834,19 836,34 100 Finnsk mörk 13,37 13,40 100 Franskir fr. 876,40 878,64 100 Belgiskir fr. 86,28 86,50 100 Svissn fr. ... 994,67 997,22 100 Gyllim .... 1195,34 1198,40 lOOV-þýzk mörk 1075,01 1077,77 lOOTékkn kr. . 596,40 598,00 1000 Lírur 69,20 69,38 lOOAusturr. sch. 166,46 166,88 100 Pesetar 71,60 71,80 Söfnin Þjóðminjasatnið er opið sunnu aag, þriðjud., fimmtud og laug- ardag kl 1.30 4 e h Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 13.30’—15.30. Ameríska bókasafnið Laugaveg 13 er opið 9 — 12 og 13— 18 alla virka daga nema laugardaga. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunr.udaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.00. IVUnjasatD Reykjavíkurbæjar, ákúlatúni 2. opið daglega frá kl 2 til 4 e. h nema mánudaga Tæknibókasafn IMSl, Iðnskóian- um: Opið alla virka daga kl. 13 og 19 — Laugardaga kl 13—15 Bókasafn Kópavogs: — Útlán þriðjudaga og fimmtudaga 1 báðum skólunum Ameriska Bókasafnið, Laugavegi 13 er opið 9 - 12 og 12 - 18 þriðju- dagr og fimmtudaga R I P K fi R Þýzki herinn hefir um 310 þyrlum yfir að ráða og eru þær til margs gagnlegar. Myndin hér að ofan er tekin suður í fjöllum Bajaralands, þar sem lítil þyrla, er notuð var við æfr ingar, varð fyrir skemmdum, Aðalfundur Nýlega var haldinn aðalfundur Félags veggfóðrarameistara í Reykjavík. Formaður félagsins Ólafur Guðmundsson, er hefur ver ið formaður þess í 14 ár, setti fund inn og minntist Iátins heiðursæé- laga, Ólafs Sigurðssonar, er lézt þann 27. des. sl. Að því loknu flutti formaður itarlega skýrslu um starfsemi féiagsins á liðnu starfári og kom víða við. Unnið var að fjölmörgum þýðing armiklum málum, er varða stéttina svo sem fræðslu, atvinnu og kaup- gjaldsmálum. Ný verðskrá var gefin út á ár- inu, aukin og endurbætt, en verð- skrá um ákvæðisvinnu var fyrst gefin út árið' 1928, á fyrsta starfs- ári félagsins, en félagið verður 35 ára á vetri komandi þann 4. marz 1963 og var á fundinum kosin af- mælisnefnd til undirbúnings fyrir þau tímamót. Þá var Hallgrímur Finnsson, þegar vindhviða velti henni um koll. Var þá fengin stærri þyrla, „fljúgandi banani“, til þess að lyfta þeirri Iitlu ofan úr Ijölluiwjm, jOg niður á janfsléttu, þar sem vagn tók við henni og flutti í viðgerðarverkstæði. veggf.m. kjörinn heiðursfélagi, en hann varð 70 ára 5. janúar sl„ er hann einn af stofnendum félagsins, erhefur starfað mikið og giftusam- lega að málefnum þess allt fram á þennan dag. Síðan fór fram stjórnarkosning og var Ólafur Guðmundsson endur- kosinn formaður í 15. sinni. Aðrir í setjórn: varaformaður. Guð- mundur J. Kristjánsson, ritari Ein- ar Þorvaldsson, gjaldkeri Halldór Ó. Stefánsson, aðstoðargjaldk. Val- ur Einarsson. í verðskránefnd: form. Halldór Ó. Stefánsson, Einar Þorvarðarson óg Stefán Jónsson. Fulltrúi á Iðnþing var kjörinn Ólafur Guðmundsson. Flugvélar Pan american flugvélar komu í morgun frá New York og London og héldu áfram eftir skamma við- dvöl til þessara sömu borga. - Áheit og gjafir - Strandakirkja. Frá Kiddý kr. 50, frá A.P kr. 100. Afmæli Níræð er í dag (8. júní) frú Guðbjörg Gísladóttir, Freyju- götu 45, Reykjavík, kona Jó- hanns Kr. Hafliðasonar húsa- smíðameistara. Ýmislegt Verðlagsráð. Verðlagsráð sjávarútvegsins hef ur að undanförnu haft með hönd- um verðákvörðun á bolfiski. Náðist samkomulag um verð á ýmsum tegundum, en þó ekki um verð á ýsu og þorski, og var þeim ágreiningi vísað til yfirnefnd- ar. Hana skipa tveir fulltrúar frá sCljendum og tveir frá kaupendum, en oddamaður skipaður af Hæsta- rétti. Skipaði hann Guðmund Ólafsson bankastjóra þ. 4. þ. m. til þess að vera oddamann yfirnefndar í þessu ágreiningsmáli. BELLA © PIB [BHNHMIN — Ég hef sannarlega ekki sakað þig um að bera slúðursögur, — þvert á móti býrðu þær til sjálf. Stofnfundur Kjördæmaróðs Sjölf- stæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi Stofnfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins f Vestur- landskjördæmi verður haldinn n. k. laugardag 9. júní að Hótel Borgarnesi í Borgarnesi og hefst kl. 2 e. h. Kjömir fulltrúar Sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða eru hér með boðnir til fundarfns. Minningarsjóður Ingibjargar v r Olafsson d Islandi Nýlega var stofnaður sjóður með þessu nafni. Stofnandinn er Desp- ina Karadja, prinsessa, grísk-sænsk að ætt, búsett á Englandi. Hefur hún gefið stofnféð, kr. 50.000,00 — fimmtíu þúsund krónur — og gert drögað skipulagsskrá, sem dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, færði síðan í íslenzkan búning og gekk að fullu frá í samráði við mig. Skipulagsskráin hefur verið sér- prentuð og mun hljóta staðfestingu forseta íslands á næstunni. Ingibjörg Ólafsson — nafnið er algengt nafn, og sjálfsagt eru þeir margir, einkum meðal yngri kyn- slóðarinnar, sem ekki koma þvi fyrir sig, að kona með þessu heiti hafi unnið sér og þjóð sinni sér- stakt álit og virðingu. Þó er það svo. En hún hefur unnnið ævistarf ið að mestu leyti erlendis og hér á landi er það þess vegna miður kunnugt en skyldi. Ingibjörg Ólafsson er Húnvetn- ingur, fædd að Másstöum í Vatns- dal 7. sept. 1886. Að loknu námi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Gagnfræðaskólanum á Akureyri, 1) Doktor Packer, þú veizt ekki I við hvern þú ert að leika þér núna. I 2) — Hvað er þetta, skothljóð?, I — svo sér hún, hvar doktor Pack- lýðskólanum í Danmörku og Kenn- araháskólanum í Kaupmannahöfn, starfaði hún fyrst að kristilegum félagsmálum hér heima. Árið 1912 fluttist hún til Danmerkur og var skömmu síðar ráðinn aðalfram- kvæmdastjóri Kristilegs félags ungra kvenna (KFUK) í Danmörku og seinna á Norðurlöndum öllum. Hún hefur gegnt fjölmörgum fleiri trúnaðar- og ábyrgðarstörfum, auk þess ritað fjölda greina í blöð og tímarit og gefið út nokkrar bækur á íslenzku, dönsku og enksu. Síð- ustu árin hefur hún verið búsett á Englandi. Despina Karadja, prins essa, og hún hafa verið samstarfs- menn og nánir vinir og búið saman í um það bil fjóra áratugi óslitið. í skipulagsskrá Minningarsjóðs segir svo (2. gr.): „Sjóðurinn er stofnaður til minn- ingar um hina göfugu kristnu konu, Ingibjörgu Ólafsson, sem frá fyrstu æskuárum refir helgað Guði líf sitt og alla ævi þjónað honum með starfi sínu I K. F. U. K. og öðru kristilegu starfi á íslandi, í Dan- mörku, víðsvegar á Norðurlöndum og á Englandi". Tilgangur sjóðsins er skv. 3. og 4. gr. „að efla kristi- legt starf hjá íslenzkum æskulýð samkvæmt kenningum lúthersku kirkjunnar íslenzku". Skal verja vöxtum sjóðsins „til þess að styrkja eina eða fleiri ungar konur, sem vilja stunda guðfræðinám eða búa sig undir æskulýsðleiðtogastarf á evangelísk-lútherskum grundvelli á íslandi". Ég hef veitt stofnfé þessa sjóðs viðtöku. í nafni ísslenzku þjóðkirkj unnar votta ég hinum tigna og eðal lynda gefanda þakkir fyrir það, hversu- hún hefur metið frábeer störf hinnar íslenzku ágætiskonu og auðsýnt þjóð hennar vinsemd með stofnun þessa sjóðs. Biskup tslands Sigurbjörn Elnarsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.