Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 1
r VISIR 52. ári Fimmtudaeur 14. iúní 1962. — 133. tbl. Dragnótaveiðarnar hefjast næstu nótt Á miðnætti í nótt hefjast drag- nótaveiðar á ákveðnum svæðum víðsvegar í kringum land. Hefur Sjávarútvegsmálaráðuneytið gefið út tilkynningu um dragnótaveiði- svæðin og eru þau mestmegnis þau sömu og í fyrra. Ráðuneytið hefur gefið út 120 leyfi og er það álíka fjöldi og í fyrra. Sá er þó munurinn, að leyf- in dreifast meira út um land. í Reykjavík og við Faxaflóa er minni áhugi fyrir Ieyfunum en í fyrra og Hér sést Þorbergur Sigurjónsson eigandi varahlutaverzlunarinnar að Hverfisgötu yfir brunarústunum, en varahlutirnir í búðinni eru eyðilagðir. Innbrot í nótt Innbrot var í nótt framið í húsa- kynni Kaupfélags Kjalarness og stolið þar einhverju magni af tó- baksvörum, einkum vindlingum, og einhverju fleiru. Þjófurinn hafði komizt inn með því að brjóta rúðu. Fóru lögreglu- menn bæði úr Reykjavík og Hafn- arfirði á staðinn og voru í morg- un að vinna að rannsókn málsins. ► Frétt frá Vínarborg hermir, að horfið hafi tveir bandarískir skemmtiferðamenn, bandarískur (múlatti) og kona hans, fædd í Þýzkalandi. Þau hurfu í grennd við landamæri Tékkóslóvakiu. stafar það af því að veiðin var lítil í fyrrasumar. Fjögur veiðisvæði Veiðisvæðin eru fjögur: Fyrir vestan land er það svæði fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og nær það frá Höfnum og norð- ur að Geirólfsgnúpi á Ströndum. Þó eru allir firðir á Vestfjörðum lokaðir. Fyrir Austurlandi eru tvö svæði, annað þeirra nær frá Vopnafirði og að Gerpi, hitt er frá Skrúð að Hafnarnesi. Þó eru lokuð svæði innfjarða við Seyðisfjörð, Loðmund arfjörð og Fáskrúðsfjörð. Fjórða svæðið er svo fyrir öllu Suðurlandi frá Kambsnesi að Grindavík. 120 leyfi. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hef- ur gefið út leyfi til 120 báta og skiptast þau þannig niður, að í Reykýavík eru 23 bátar, á Suður- nesjum 24, Vestfjörðum 23, Aust- fjörðum 13 og Vestmannaeyjum 19. Samkvæmt lögum eiga bátarn- ir að vera undir 35 tonn, en heim- ilt er að veita undanþágur fyrir alit að 45 tonna báta. Tekið skal fram, að ekki er víst að allir bát- arnir stundi veiðarnar, þó þeir fái leyfið, fer það mikið eftir afla- brögðum. Sem stendur munu um 90 bátar í Vestmannaeyjum og á SV-landi stunda humarveiðar. Er líklegt að sumir þeirra fari síðar á dragnóta- veiðar. Varahlutalagerinn ónýttist í eldinum Eidurinn á Hverfisgötu 54, sem sagt var lítillega frá í Vísi í gær, var í vara- hlutaverzlun Þorbergs P. Sigurðssonar. Var eldur- inn allmagnaður um tíma og má heita að allur vara- hlutalagerinn í búðinni sé ónýtur. Hefur Þorbergur beðið mikið tjón við þenn- an bruna. Frá miðstöð eða rafmagni. Eldurinn kom upp um hádegi. Er enn e'.cki vitað með vissu hverj- Hné niður í morgun, um það leyti sem m.s. Gullfoss var að leggjast að hafn- argarðinum f Reykjavíkurhöfn, fékk maður, sem staddur var inni í Tollskýlinu, skyndilega aðsvif og hné niður. Maður þessi, sem var úr Hafn- arfirði, var að bíða eftir farþega með Gi’lfossi, þegar hann hné út af. Hann var þegar í stað flutt- ur í slysavarðstofuna og þaðan, strax að athugun lokinni, í Land- spítalann. ar voru orsakir hans, en þegar Vísir talaði við Þorberg í morgun, sagði hann að tvær ástæður væru hugsanlegar. Önnur væri að kvikn- að hefði í út frá miðstöð, sem not- uð er til að brenna_ umbúðir, en kveikt hafi verið upp í henni um klst. áður en eidurinn kom upp. Hin ástæðan, sem Þorbergi fannst sennilegri var að kviknað hefði í út frá rafmagni. Kvaðst Þorberg- ur sjálfur fyrst hafa séð eldinn í loftinu yfir var .lilutabúðinni, og því telja rafmagnsíkveikju líklegri. Fólki bjargað. Hús þetta var áður timburverzl- un Árna Jónssonar. Var varahluta- verzlunin á neðri hæð, en íbúð Þorbergs á neðri hæðinni. Eldur- inn varð skjótlega svo magnaður, að fólkið sem var á efri hæðinni, kona Þorbergs, ungbarn og áttræð kona komust ekki út og var grip- ið til þess ráðs að aka vörubifreið upp að húsinu, reisa stiga á palli hennar og komst fólkið þannig út, en það var í lífshættu. Hræðilegt umhorfs. Þegar ég leit niður í morgun, sagði Þorbergur, blöskraði mér hvernig allt var umhorfs. Fyrsta hugsun manns er auðvitað að mað- ur skuli aldrei gefast upp, en tjón- Framh. á 2. síðu. Richard Thors, stjórnarform. S. ,F. flytur yfir- litsræðu sína á aðalfundi samtak- anna. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda hófst í morgun. Formaður sambandsins, Richard Thors, flutti skýrslu stjórnarinnar, og kom fram í ræðu formannsins að allar fiskbirgðir frá fyrra ári væru nú seldar. Einnig gat formað- ur þess að það af vertíðarfram- leiðslunni sem flutt verður úr iandi sem óverkaður saltfiskur, hefur þegar verið samið um sölu á mestu til ítalíu, Portúgal og Spán- ar, samtals nær 20.000 tonn. Nokkru hærra verð hefur fengizt fyrir óverkaðan stórfisk en s. 1. ár, en hinsvegar hefur verð á smáfiski aðeins læKkað vegna mikilla ó- seldra birgða í markaðslöndunum og aukinnar framleiðslu annarra þjóða. I ræðu formanns kom það og fram að nokkrir erfiðleikar hefðu komið fram í viðskiptunum við Italíu, og benti formaður á, Frh. á bl. 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.