Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 4
4 VlSIR Fimmtudagur 14. júní 1962. Það vantaði ekki mörk- in í leiknum í gærkvöldi. Tíu voru þaíi skoruð. Gall- inn var bara sá, að Tékk- arnir áttu 9, Akurnesingar aðeins eitt. Og það furðulegasta var þó, að Akurnesingar skor- uðu sitt mark strax á 5. mín. og höfðu yfir fyrstu tíu mínúturnar. Ingvar El- ísson skoraði mark Skaga- manna eftir mistök mark- varðar og hinar mörgu þús undir áhorfenda gerðu sér jafnvel vonir um að okkar menn mundu standa í gestunum eftir þessa byrj- un. Því með nokkrum upp- hlaupum, hröðum og kröft ugum, sköpuðu þeir nokk- urn glundroða í vörn Tékk anna. Um hættu er ekki hægt að tala. Tékkornir sigruðu Akur- nesingu 9:1 En Adam var ekki lengi í Para- dís. Með stuttu millibili skoruSu Tékkarnir 3 mörk eftir að hafa leikið vörn Akurnesinga sundur og saman. í öll skiptin var sami mað- urinn að verki, hægri útherjinn (10). Þriðja markið var sérlega glæsilegt. © Þannig var staðan í hálfleik, en strax eftir hlé bættu Tékkarnir þrem mörkum við og átti tían tvö Leikur kattarins ..•x'-'.'l «*t*«?*m ■ :V : i ; i : Þótt ótrúlegt sé hafði Akranes yfir um tíma, 1—0. Má sjá töluna efst í horninu til vinstri. Tékkarnir voru þó ekki lengi að snúa taflinu við og eftir 15 mínútur höfðu þeir skorað 3 mörk. Hér sést knötturinn í netinu, eftir hörkuskot frá hægri útherja (sést ekki), en sá skoraði fimm mörk í Ieiknum. af þeim mörkum. Var hann þannig búinn að skora fimm mörk í leikn- um á klukkutíma! © Tékkarnir sóttu látlaust á, knötturinn fór vart yfir miðlínu, og tíðum voru Akurnesingar allir með tölu á sínum eigin vítateig. Þetta var leikur kattarins að mús- inni. Þegar 10. mfn. voru eftir stóðu leikar 9 — 1. Öll voru mörkin hvert öðru glæsilegra, vel undir- búin og skemmtilega að þeim unn- ið. Hárnákvæmt spil Tékkanna, mikil hreyfing, og viðbragðsflýtir reyndist Akurnesingum ofviðá, enda virtust Tékkarnir tíðum vera mun fleiri á vellinum. Undir lokin kom kæruleysi í leik þeirra, enda Brasilía og Tékkar ••••.• v Hundruð og þúsundir manna flykktust inn í Laugardal í gærkvöldi og var furðulega margt í kuldastrekkingnum. Ekki hvað minnsta þáttinn í þessari aðsókn átti Ríkarður Jónsson, sem lék nú aftur með Akranesliðinu hér í Rvík, eftir nokkurra ára fjarveru. Sést Ríkarður hér skalia knöttinn. keppa tíl úrslita Aldrei fór það svo, að ekki kæmi eitthvað óvænt fyrir í heims- meistarakeppninni. 1954 sigruðu Vestur-Þjóðverjar, sem enginn hafði reiknað með, 1958 komust Svfar i úrslit, sem varla höfðu verið á blaði fyrir keppnina, og nú, 1962 eru Tékkar komnir í úr- slit. Landið sem þurfti að leika umleik, við ekki betra Iið en Skota, til að komast til Chile, og hefur hingað til getið sér frægðarorð, sem handknattleiksþjóð, er aðeins 90 mínútum frá því að verða heims meistarar. © Tékkarnir sigruðu nábúa sína Júgóslava í undanúrslitum í gær og sigruðu 3 — 1. Velgengni þeirra í keppninni hefur fyrst og fremst byggst á sterkri vöm og heppni — og hvorugt brást í leiknum í gær. í hálfleik stóðu leikar jafnt 0 — 0, en skömmu eftir leikhlé, skoruðu Tékkar. Júgóslavar jöfnuðu, en þegar Tékkar skoruðu aftur skömmu seinna, brotnuðu Júgó- slavar, og vonleysið greip þá. Tékkar bættu öðru marki við og tryggðu sér sætið f úrslitunum. Tvö síðari mörkin skoraði innherj- inn Scherer/ \ndstæðingar þeirra í úrslitun- Liin •.'erða Brazilíumenn eins og við var búizt. Þeir sigruðu Chile- búa 4 —2 og sýndu yfirburði. Ekk- ert virðist geta stöðvað sigur- göngu þessara frábæru leikmanna, en uppistaða liðs þeirra eru leik- mennirnir sem sigruðu í heims- meistarakeppninni 1958. Sú reynsla á eftir að verða þeim mikilsverð í úrslitunum á sunnudaginn. Tékkar og Brazilfa mættust í undanrásunum eins og mönnum er í fersku minni og varð þá jafn- tefli 0-0. © I leik sínum gegn Chile, skor- uðu Brazilíumenn tvö fyrstu mörk- in. Chilebúar minnkuðu bilið, en rétt eftir hálfleik bættu Brazilíu- menn þriðja markinu við. Chile- búar sóttu nú ákaft, og þvi var það þvert gegn gangi leiksins, er Brazilía skoraði 4. markið. Chile skoraði síðan úr vítaspyrnu annað mark sitt. Nokkur harka færðist í leikinn er á leið, og var tveim mönnum vísað út af, einum úr hvoru liði. Af þeim fréttum sem borizt hafa um leiki Brazilíu, virðist Garr- incha galdramaðurinn á hægri kanti vera í ofsaformi, og vörnin er pottþétt með Santosbræðurna og Bellini sem öftustu menn. Ekki er hægt annað en spá Brazilíumönnum sigri í úrslitun- um, eftir frammistöðu þeirra und- anfarið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.