Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 14.06.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. júní 1962. VISIR == CECIL SAINT-LAURENT _ KARÓLÍNA (CAROLINE CHÉRIE) 55 og Karólína var sem í leiðslu, enda hafði svifið lítið eitt á hana, en það rann alveg af henni er Francoise allt í einu hvíslaði að henni af mikilli hrifni: Þetta gengur alveg skínandi vel — mín er til, skilurðu? Og hin segist aldrei hafa hitt eins elskulegan pilt og þig! Karólínu þótti hyggilegast að svara ekki neinu. Hljómsveit lék skammt frá. Dansað var á bökk- unum, þar sem blys höfðu verið kveikt, og þrílitir fánar blöktu. — Þú ert nú dálítið skrítinn, sagði Francois, er stúlkurnar höfðu brugðið sér frá, en það er kannske í fyrsta skipti, ha? Hefurður aldrei verið með stelpu fyr, eða hvað? Vertu bara ekk- ert feiminn. Ég er yngri en þú, þegar ég byrjaði. Þarna koma þær. Vertu ósmeykur, nú tek ég mína og þú þína, og við förum í gistihúsið — en ekki saman skilurðu. Ég er búinn að skoða herbergið okkar, fyrstu dyr þegar upp er komið. Við getum sett upp hlíf milli rúm- anna, svo að þetta verður nán- ast eins og við hefðum hvor sitt herbergi! Karólína tók undir hönd Denise, en svo hét mærin, sem aldrei hafði fyrir hitt elskulegri pilt, lét sem hún hefði sam-' þykkt tillögu Francois, og stefndi í áttina til krárinnar. Þær mæltu fátt, en ekki gat Karólína varist brosi, ér hún fann titringinn í handlegg stúlk- unnar. Það var áform Karólínu að vera um stund á göngu með Denise, og koma sér einhvern veginn úr klípunni, sem hún var komin í. Hún gæti þó allt af sagt við Francois, að feimni hefði aftrað sér frá, að leita ástar stúlkunnar. Og þetta fór nokkurn veginn eftir áætlun. Hún bauð Denise upp á hress- ingu, og er þær svo enn höfðu gengið saman um stund, bjóst hún til að kveðja hana og segja henni, að hún vonaði að þær ættu eftir að hittast aftur, en í þeim svifum birtist Francois aftur, og var búinn að koma sinni stúlku inn, og var nú að sækja „Charles“ og Denise. — Jæja, hvernig líður ykkur, unglingunum? Það er farið að verða svalt. Við verðum sannar- lega að fá eitthvað, sem yljar — er sannast að segja búinn að sjá fyrir því. Hann vildi ekki við þær skilja og fóru þau nú upp í herbergið. Hlíf var milli rúmanna svo sem Francois hafði boðað og öðrum megin hlífarinnar beið stúlka Francois hans með glas í hendi. ^ Karólína vissi ekki hvað gera skyldi þegar hún ctóð við hlið Denise þeirra mcgin hlífarinnar, Ekki þurfti Karólín að fara ! neinar grafgötur um hvað í að- sigi var hinum megin og greip hún til þess ráðs að hella i glas handa stúlkunni. Stúlkan settist á rúmstokkinn og hristist glasið í hendi hennar, og þótt Karólína væri skemmt undir niðri, var henni ljóst að hún yrði einhvern veginn að koma henni í skilning um, að þessum leik yrði að hætta. Hún settist hjá henni, strauk hár hennar og sagði blíð- lega: Vina mín, það er dálítið sem ég verð að segja þér. Ég hefi ekki þorað að segja þér það„ þú ert svo indæl og góð .... — Þú þarft ekki að segja neitt meira, ég er þín, vertu góð ur við mig og mundu, að ég hefi aldrei áður .... Svo tók hún um hálsinn á Karólínu og kyssti hana, en hún vissi ekki hvað gera skyldi og hélt áfram að strjúka hár henn- ar og klappa henni, og hugsaði um það, að stúlkan mundi brátt uppgötva hvernig í öllu lá. Væri ekkert líklegra en afleiðingin yrði handtaka Karólínu. — Við verðum að ná í meira vín, sagði hún. — Nei, ég vil ekki meira. Farðu ekki frá mér. — Ég kem að vörmu spori. Karólína var hrædd. Hún hafði rokið burt — út í bæinn. Og nú fannst henni skelfilegt til þess að hugsa, að vera þarna alein og öllum ókunnug. Nú skildist henni hver vernd henni hafði verið að Francois. Hún ráfaði um göturnar um stund og loks lagði hún leið sína út úr bænum. Hún var ekki stöðvuð á b'orgarmörkunum. Tunglið varpaði bleikum geislum sínum á veginn og akrana. Hún var þreytt. Hana langaði bara til þess að halla sér út af og sofna, cn hún vissi hve hættulcgt það gat verið vegna næturkuldans, svo að hún þraukaði, hélt áfram göngunni, og kom í birtingu að krá nokkurri. Þar hvíldi hún sig og fékk sér hressingu og maður nokkur um þrítugt, er þar var staddur, fór að rabba við hana. Hann var glæsilegur og vel klæddur, virtist vera um þrítugt, svipurinn fjörlegur og góðmann- legur. Hann kvaðst vera jarðfræðing ur að menntun og vera starfs- maður hins opinbera og vinna að leit að málmum í jörðu. Kvaðst hann hafa gert krána að bækistöð sinni og mundi senni- lega verða þarna mánuðum sam- an og spurði hvort hún ætti ekki neinn kunningja, sem þyrfti á aukavinnu að halda, því að hann þyrfti að fá sér að- stoðarmann. — Kannske ég gæti dugað? — Ertu vanur hestum? Dug- legur reiðmaður? — Já, borgari, ég er öllu vön. Maðurinn horfði á hana um stund rannsakandi augum og sagði svo: — Gott og vel, ég ræð þig, þú ert fjörlegur og gáfulegur pilt- ur, en þú verður að fá leyfi foreldra þinna. Karólína sagði honum þá, að hún væri frá Mont-de-Marsan, og hefði strokið að heiman til þess að komast í vinnu, en ekki tekizt að fá neitt að gera, af því að öllum fannst, að hún væri of ung. En ef hún fengi vinnu hjá honum eins eða tveggja mánaða tíma yrði hún nógu gömul — — — Jæja, jæja, sagði jarðfræð- ingurinn, svo að þú ert heilmik- ill ævintýramaður. Já, því ekki að láta kyltu ráða kasti. Vega- bréf mitt gildir fyrir mig „og þjón“ — sem ég hafði ráðið í París, en hann laumaðist burt á seinustu stundu, — hefur víst ekki langað til að dveljast lang- R Z A N by* Uniled"ré«lurf 3,-ndiate, Ine. V/rfb SOON THESE STPtANSE FEOPLE SW\ZfA OUT EZOW THEIK. KETKEAT— IT WAS TIWE TO FULPILL FESTINVl 9-25-5Ö59 Tarzan apamaður veiddi sér til matar í mestu makindum, alls- endis ugglaus um þá hættu, sem stafaði frá Zatar og Mongólun- um. Þeir lögðu á ráðin um að leggja undir sig landið. Fyrr en varði héldu þessir ein- kennilegu menn frá bækistöð sinni af stað til baráttu og bardaga. •.V.V.V.V.": „Þú gamli bölvaði syndaselur," hrópaði Kalli, „nú hefurðu Slapzky húsið út úr munninum á þér. Hvað skyldi furstinn hugsa?“ „Vertu hægur,“ sagði þá ókunn rödd, „hér er pípan þín.“ Þetta var Ruffiano greifi. „Hvar er eldurinn?" spurði stýrimaðurinn. „Ha, ha,“ hló greif- inn, „hvar heldurðu? Eldurinn er horfinn ,og Slapzky húsið er fall- ið.“ „Hvað ert þú að segja, vind- barði landkrabbi,“ hrópaði Kalli æstur. En þá fann hann skyndilega kunnuglega lykt og þegar hann sneri sér við, stóð skegg stýri- mannsins i björtu báli. „Slapzk- ynski eidurinn lifir“, hrópaði mann fjöldinn. Og sannarlega, þessi slapskyanski eldur virtist ódauð- legur. Þegar stýrimaðurinn féll, hafði einn neistinn úr pípunni fok- ið í skegg hans, sem á svipstundu blossaði upp. 15 Þetta er eftir uppskrift sem vinkona mín gaf mér. Hún er ætluð til þess að eiginmenn bjóði konunni út. dvölum uppi i sveit, fjarri Par- ís. Þú tekur þá að þér hans handverk. Næstu daga var ýmsu að sinna, svo sem að útbúa skot í herbergi Karólínu til efnarann- sókna á jarðvegssýnishornum. Herbergi hennar var við hliðina á herbergi jarðfræðingsins. — Hann hét Jean Albancet og hún minntist þess nú, að hún hafði heyrt hann nefndan á nafn í París einhverju sinni. Þriðja dag inn riðu þau upp til fjallanna. 1 fyrstu veittist Karólínu erf- itt að ríða í hnakk — hún var að vísu allvön hestum, en allt af riðið í söðli, en komst fljótt upp á að ríða í hnakk og upp- götvaði um leið, að einnig hér höfðu karlmennirnir valið fyrir sig það sem betra var: Það var léttara að fara á bak og af baki og maður sat betur og var stöð- ugri í hnakk en söðli. Hið eina, sem Karólína kveið fyrir var návist Albancet á kvöldin, því að það lá við, að hann hefði það fyrir vana að skilja eftir opnar dyrnar milli herbergjanna og spígspora á milli herbergjanna, og hann lét ljósið loga meðan þau háttuðu sig, og slökkti ekki ljósið fyrr en þau voru komin upp í. Það kom enda fyrir, að hann kom allsnakinn inn í herbergi henn- ar, og sneri hún sér þá undan rauð upp í hársrætur og hafði Albancet gaman af: — Ég sé það, drengur minn, að þú ert alinn upp úti á lands- byggðinni, þar sem prestarnir tala í eyru ykkar unglinganna eins og mannlegur líkami væri eitthvað, sem menn ættu að skammast sín fyrir. Mannslíkam inn, drengur minn, er eitt af undraverkum náttúrunnar og og ekki til að fyrirverða sig fyrir. Hann stríddi henni einnig, er þau áðu á árbakka, og hann fór úr öllum fötunum til þess að fá sér bað í ánni, en Karólínu lang- aði sannast að segja út í, svo sem að líkum lætur, en þá yrði hún að fara upp með á eða nið- ur með henni, því að ekki mátti hann sjá hana nakta, — hún bar því við, að það væri hættulegt að synda, maður gæti orðið inn- kulsa, að baða sig allsnakinn, og það haft slæm eftirköst. Eitt sinn lá við, að hún kæmi upp um sig. Albancent hafði þurft að skreppa eitthvað ríð- andi og bað hana að bíða eftir sér á bakkanum, og þá stóðst hún ekki freistinguna, en hún var of lengi ofan í, svo að Alban cen kom áður en hún var kom-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.