Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 20.06.1962, Blaðsíða 1
VÍSIR 52. árg. — Miðvikudagur 20. júní 1962. — 138. tbl. Sáttahndur var enn árangurslaus Sáttasemjari Torfi Hjartarson hafði fund með samninganefndum útvegsmanna og sjómanna í gærkvöldi um síldveiðikjörin. Fundurinn stóð til klukkan fjögur í nótt. Samkomulag náðist ekki, en nýr fundur hefur verið boðaður í kvöld kl. 9 og verður þá enn haldið áfram að reyna að ná sam- komulagi. .■n.inxmn'nicmrTrr.TiTari Vespuhjólið við framhjól bílsins eftir áreksturinn í morgun. Höggið hefur verið mikið sem sést á því að brettið á bílnum hefur beyglast og Vespan er allmikið skemmd. Hinn slasaði, Kristinn Helga- mikil að fullvíst má telja að son á sjúkrabörunum á slys- Kristinn væri ekki í tölu lif- stað. Á myndinni sést greini- enda nú ef hann hefði ekki lega dældin í hjálminum á verið með hjálminn á höfð- höfði Kristins. Er hún svo inu þegar slysið varð. (Ljósm. Vísis I.M.) Fiber"- hjálmurinn lífí — hans —- Kjarni’þessarar deilu er sá, að útgerðarmenn hafa lagt í mikinn kostnað við kaup á full komnum veiðitækjum, sem auka mjög aflamöguleikana. Fara þeir fram á það, að sjó- menn taki þátt I þessum kostn- aði og halda því fram ,að ef út- gerðin eigi að bera allan kostn að við nýju tækin, þá muni verða halli á útgerðinni, jafnvel þótt þessi tæki hafi orðið til að stórauka tekjur sjómanna. Nýir samningar verzlunarfólks í morgun tókust samn- ingar milli Vinnuveitenda- sambands íslands og Vinnumálasambands sam- .lmnjf?laganna anarsveg- ar og Landssambands ísl. verzlunarmanna hins veg- ar. Kauptaxtar eftirtalinna félaga hækka um 9% frá og með 1. júní: Skrifstofu- og verzlunarmanna- félags Suðurnesja. Verzlunarmannafélags Hafnar- fjarðar. Verzlunarmannaf. Borgamess Verzlunarmannaf. Akraness Verzlunarmannaf. Snæfellinga l Verzlunarf. Vestur-Barðstrend- i inga j Verzlunarmannaf. Bolungavíkur | Verzlunarmannaf. ísafjarðar Verzlunarmannaf. Húnvetninga Verzlunarmannaf. Skagfirðinga Framh. £ blr i í morgun um kiukkan 9 varð alvarlegt bifreiðaslys á Suður- landsbraut móts við skrifstofu- byggingu H. Ben. & Co., en þar varð hörkuárekstur milil bifreiðar og vespu-bifhjóls, og er talið næsta líklegt að bifhjólamaðurinn hefði látið lífið á stundinni ef hann hefði ekki verið með hjálm á höfði. Eftir því sem lögreglan tjáði Vísi í morgun bar þetta þannig að, að maður að nafni Kristinn Helga- son til heimilis að Básenda 14 var á leið vestur Suðurlandsbraut á vespu-bifhjóli. Þegar hann var um það bil að komast að mörkum Suðurlandsbrautar og Laugavegar, eða móts við hús nr. 4 við fyrr- nefnda götu er Willys-Station bíl ekið þar þvert út á götuna og beint í veg fyrir manninn á bifhjólinu. Skipti það engum togum að bif- hjólið lenti á vélarhúsi bílsins með þeim afleiðingum að sá sem á hjól- inu var kastaðist í loft upp, yfir vélarhúsið án þess að koma við það og mun hafa flogið í loftinu um 10 metra unz hann skall niður á götuna. Sjúkrabíll og lögregla komu strax á vettvang og var Kristinn fluttur fyrst í slysavarðstofuna og að þvi búnu í Landakotsspítala, þar eð grunur leikur á að um höf- uðkúpubrot kunni að vera að ræða. Var höggið svo mikið að stór dæld kom í hjálminn sem bifhjóls- maðurinn hafði á höfðinu og telur lögreglan nær óhugsandi, að Krist- inn væri í tölu lifanda manna nú ef hann hefði ekki haft hjálminn á höfðinu. Ekki varð þess vart við athugun í slysavarðstofunni að Kristinn væri brotinn, nema — og eins og að framan segir -- að grunur leik- ur á höfuðkúpubroti vegna ein- kenna sem komu fram á blæðingu. Var hann því strax fluttur í Landa- Framh. á 5. síðu SÍLDVEIÐIBÁTARNIR eru nú óðum að búast til veiða, en samningar um síldveiðikjörin hafa stöðugt dregizt á langinn. Bíða menn eftir þvi að komast á síld því að sildin er að koma að norðurströndinni. Heldur sáttasemjari nú daglega fundi með deiluaðiljum, en svo virð- ist sem Iítið eða ekkert færist í fyrstu munu útgerðarmenn hafa óskað eftir að breyting yrði gerð á hlutaskiptunum og settu báðir aðiljar þá fram vissar kröfur um það, hvernig hlutaskiptin yrðu, en nokkurt bil varð þar á milli. Nú hafa samningaumleitan- irnar breyzt þannig, að rætt er um ákveðinn hluta af brúttó- tekjum skiptist prósentvís nið- ur. Gera báðir aðiljar kröfu um vissa prósenttölu. Vísi er ekki kunnugt um hvaða prósenttöl- ur aðiljar nefna, en í fyrra mun kringum 40% af brúttótekjum hafa verið skipt niður milli á- Framh. á bls. 5. ------------ SÍLDVEIÐIDEILAN |------ - Deilt um próseut- \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.