Vísir - 20.06.1962, Síða 5

Vísir - 20.06.1962, Síða 5
Miðvikudagur 20. júní 1962. VISIR Umhleðslustöð starfrækt síldarmiðunum í sumar Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Á komandi síldarvertíð verður í fyrsta skipti starfrækt umhleðslu- stöð fyrir síld úti á miðunum, þannig að hún verður flutt úr bát- unum og yfir í flutningaskip, sem flytur hana síðan til lands. Þetta er til stóraukins hagræðis þegar miklar síldartorfur koma, því það sparar síldveiðibátunum lengri eða skemmri ferðir til lands, og auk þess iengri eða skemmri bið þar eftir löndun. Síldin er tekin úr bátunum í stóran pramma sem búinn er góð- um tækjum og haganlegum útbún- aði í hvívetna og á að geta lestað 20 þúsund málum á sólarhring. Það eru síldarverksmiðjurnar í Krossanesi og Hjalteyri sem ásamt ríkinu hafa fest kaup á þessari um- hleðslustöð og starfrækja hana í sumar. Búið er að kaupa pramm- ann erlendis og er hann þegar á leiðinni til landsins. Með hliðsjón af þessu verða flutn ingaskip tekin á Ieigu fyrir síldar- flutningana og munu þau koma frá Noregi. Ákveðið er þegar með leigu á tveim norskum skipum en líkur til að alls verði fjögur skip fengin. Eins og lcunnugt er voru tvö norsk leiguskip í síldarflutn- ingum miili staða í fyrrasumar. Unnið er af miklu kappi að und- irbúningi við síldarmóttöku í Krossanesi, bæði við verksmiðjuna, en þó einkum við bryggjuna, sem verður lengd og stækkuð til muna frá því sem verið hefur. Þar verð- ur athafnapláss aukið til muna frá því sem verið hefur og söltunar- stöð komið þar upp í fyrsta skipti. Eins og kunnugt er skeði það ó- happ á Krossanesbryggjunni fyrir nokkrum dögum að stór og mikill löndunarkrani losnaði af einhverj- um ástæðum upp úr festingum og féll í sjóinn. Krananum hefur nú verið náð upp, unnið er að því að koma honum á sinn stað aftur, og gert ráð fyrir að því verki verði lok ið fyrir næstu helgi. Þá hefur steinkeri 11.5 m. löngu — og jafn- breiðu — verið sökt við byrggju- endann á Krossanesi til að lengja hana og auka viðlegu- og athafna- pláss hennar. Frá Reykjavík hefur verið fengin. svokallaður kúlu- krabbi til að jafna botninn fyrir framan bryggjuna, en það er eitil- harður sandbotn og tæki sem feng- in hafa verið frá Akureyri til þessa verks hafa ekki skilað þeim ár- angri sem æskt var. Á Hjalteyri verður starfrækt söltunarstöð eins og áð r. Bjargaði? — Framh. af 1. síðu. kotsspítala þar sem nánari rann- sökn fer fram á meiðslum hans. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók í veg fyrir Kristin, kvaðst hafa séð til ferða hans áður en hann fór út á götuna. Telur hann að Kristinn hafi þá verið í það mik- illi fjarlægð að sér hafi verið ó- hætt að fara út á götuna áður en hann bæri að, Kristinn hljóti því að hafa verið á mikilli ferð. Vespa Kristins er mikið skemmd eftir áreksturinn, en bíllinn lítið sem ekki. samningar ••• Framh. af 1. síðu. Verzlunarmannaf. Norður-Þing- eyinga Verzlunarmannai ' Neskaup- staðar Verzlunarmannaf.- Reyðarfjarðar og Egilsstaðahrepps Verzlunarmannaf. Eskifjarðar Verzlunarmannaf. Vestur Skaft- fellinjga Verzlunarmannaf. Rangárvalla- sýslu Verzlunarmannaf. Vestmanna- eyja. Samningar þessir verða nú sendir félögunum til endanlegra samþykkta. Húsafrímerki gefín út Póststjórnin gefur þrjú ný frí- merki út nú í lok mánaðarins. Eru þetta frímerki sem sýna kunn hús og opinberar byggingar á landinu. Þó ekki hafi verið tilkynnt um það er ekki ólíklegt að síðar verði gef- in út merki með myndum af fleiri byggingum. Frímerkin sem nú koma út eru: Blátt merki að verðgildi kr. 2,50 með mynd af Iðnskólanum, á Skólavörðuholti. Grænt merki með mynd af húsi rannsóknarstofnunar Sjávarút- vegsins við Skúlagötuna að verð- gildi 4 krónur. Brúnt merki af Bændahöllinni að verðgildi 6 krónur. Frímerkin eru prentuð hjá Coúr- voisier prentsmiðjunni í Svisslandi, en svo virðist sem Póststjórnin sé að snúa mestum eða öllum við- skiptum; sínum þangað frá hinu fræga Thomas de la Lue fyrirtæki í London, sem skipt var við áður. Opinberar byggingar hafa stund- um áður verið á íslenzkum frí- merkjum, svo sem 20 aura fri- merki af Landsbókasafninu 1925, Alþingishúsið á 3 aúra Alingis- hátíðarmerkinu og á 25 króna merkinu 1932 Háskólinn á heilli seríu 1938 og aftur á einu merki i sambandi við Háskólaafmælið á s.l. ári. Skálholtskirkja Brynjólfs biskup á 1,25 kr. merki árið 1956 og Stjórnarráðshúsið á 2 kr. og 4 kr. merki árið 1958 og 1.50 og 3 kr. merki á S.l. ári. Hin nýju m’erki verða ekki sér- lega falleg. Upplag þeirra er ó- ákveðið. Tveir drengir sSösuðusf Slasaðist Frh. at 16. Uöu: drengurinn út á ,götuna og lenti þá fyrir stórri vöruflutningabif- reið sem var á leið austur Suð- urlandsbraut. Ökumaðurinn snar- hemlaði, en það ciugði ekki til, drengurinn lenti á öðru framhorni bifreiðarinnar og skall i götuna Klemmdist vinstri fótur drengs- ins milli hjóls og götu, en ekki veit blaðið hversu mikil þau meiðsl voru. Annars staðar mun drengurinn ekki hafa meiðzt svo vitað væri. TVEIR drengir slösuðust í umferð inni í gær, en hvorugur alvarlega að talið er. Annar þessarra drengja var á reiðhjóli innarlega á Lindargötu, er framhjólið sprakk. Við það missti drengurinn vald á hjólinu og steyptist í göturia. Hann marð | ist á læri við fallið, en meiddist að öðru leyti lítið. Drengurinn heitir Sigurður Einarsson, Há- teigsvegi 17. Hinn drengurinn, 5 ára snáði, : Helgi Þorleifsson til heimilis að Framnesvegi 5, varð fyrir bifreið j ð Vesturgötunni. Hann marðist : einnig á iæri og skrámaðist eða j skarst í endliti. Sviftur réttipdum . . . LOGlíEGLAN tök gær fastan ókumann i bifreið sem hafði ekki leyfi til aksturs og var auk þess i undir áhriíuni áfengis. Hafði ökumaður þessi áður ver- í ið sviftur ökuréttindum og þykir brot hans þeim mun alvarlegra fyrir þær sakir. Hann var fluttur í fangageymsluna. I OK, Á LAMB. I gær kom bifreiðarstjóri í lög- regluvarðstofuna og gaf til kynna að hann hafi orðið fyrir því ó- happi að aka á lamb á Vatrisenda vegi. Lögreglan fór á staðinn og gat aflað sér upplýsinga hver væri eigandi lambsins. GRIMMUR KÖTTUR. í gær var lögreglunni tjáð að undanfarið hafi grimmur köttur verið á ferli í Gróðrastöð Reykja víkur, á Fossvogsbletti og drepið þar fjölda af fuglum ” etta var köttur af svökölluðu tmgókskyni og þótti fólkmu peijta va.iestur hinn mesti 1 gcor tókst hó aö handsama káttarkvikindið og læsti það inni í skúr Þangað var lögreglunni stefnt i gær, þar sem hún skaut köttinn inni i skúrn- De.'It um prósent Framh. af 1. síðu. hafnarinnar, en samtals munu rúm 50% hafa farið til skips- hafnar. Er Iíklegt að sjónianna samtökin séu með líka prósent tölu, en að útgerðarmenn krefj- ist þess að hún verði nokkru lægri. Útgerðarmerin telja að með þeirri breytingu, sem þeir fara fram á muni hlutur sjömanna verða líkur að krónutölu og hann varð í fyrra, þar sem bræðslusíldai-verðið hefur hæicitað um 19 aura. Sturlaugur Böðvarsson Blaðið átti tal við Sturlaug Böðv arsson útgerðarmann á Akranesi og spurðist fyrir um ástandið þar upp frá. Sturlaugur kvað um 20 báta vera gerða út frá Akranesi, þar af 9 bátar frá honum sjálfum. Allir hans bátar eru tilbúnir undir síld- veiðarnar, sumir hafa beðið í 3 vikur eða frá því að vetrarvertíð- inni lauk. Á þessum bátum vera 100 menn ,sem ganga nú aðgerð- arlausir um götur bæjarins. „Þetta ástand er auðvitað hið ægilegasta bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild, og öllum til hags að samningar takist sem allra fyrst. Hinsvegar, sagði Sturlaug- ur „er erfitt fyrir okkur útgerðar- menn að semja án þess að skipt- ing teknanna breytist frá því sem nú er. Allur kostnaður við út- gerð, sem stafar af aukinni tækni, er orðinn svo gífurlega hár, að útgerð stendur ekki lengur undir sér, þrátt fyrir mikla og góða veiði. Þetta er auðvitað útilokað, og það nær vissulega engri átt að ríkið þurfi að styðja og styrkja svona útgerð“. Samkvæmt upplýsingum Stur- laugs fóru bátar hans af stað í fyrra þann 14. júní ,og allir bátarn ir voru búnir að fá síld 27. júní. Telur Sturlaugur að það taki allt- af nokkra daga að koma bátunum af stað eftir að samningar hafi tekizt, svo strax nú eru þeir Orðn- ir 10 daga á eftir áætlun. GuðitiiiEiicSiir Jónsson Guðmundur Jónsson á Rafn- kelsstöðum í Gerðum gerir út bát- ana Freyju, Jón Garðar, Mumma og Víði II. Allir eru þeir tilbúnir til síldveiða.^ Við spurðum hann í morgun hvað hann vildi segja um síldveiðideiluna. „Ástandið er óviðunandi eins og það er. Það er voðalegt að það opinbera skuli ekki geta gert eitt hvað til a leysa þetta mál, svo sem að setja bráðabirgðalög um kjörin ,sem byggð væru á því sem sáttasemjari teldi sanngjarnt. Það má segja, að það sé útgerð i armönnum sjálfum að nokkru leiti að kenna hvernig hlutaskipt- in eru orðin. í mörg ár var stöð- ; ugt aflaleysi og aldrei gert upp I nema tryggingin. Menn gerðu sér I bvi alls ekki grein fyrir hvað breyt ingar á hlutaskiptunum myndu þýða, á meðan aflaleysið var Með nýju tækjunum ,asdic, kraftblökk um og stærri nótum ,hefur nú tek- ist að veiða síld. Óhætí er þó að fullyrða að þessi síld hetði ekki veist með gömlu tækjurium og -afla leysið hefði haldist. ’ , Það er r.étt að ,a!;a það fram að útgerðarmenn fara ekki t'tam á neinar breytingar hjá þeim bát- j um, sem ekki hafa nýju tækin. Það j ei alveg útilokað að gera út á I sömu kjörum, með öll þessi tæki. Það er alger dauði fyrir þjóðina að, síldarflotinn skuli liggja um hásildveiðitímann. Það virðist vera síld við allt Suð-Vesturland. Það er meira að segja svo að hum arbátarnir fá hálfa vörpu af síld. Auk þess berast svo stöðugt frétt ir um ágæta veiði hjá Norðmönn- um, út af Norðurlandi. Það verð- ur á einhvern hátt að kippa þess- um hlutum í lag. Það er ekki hægt að gera út þessa dýru báta án þess að t'á einhverja lagfæringu á kjörunum, og án nýju tækjanna er ekki hægt að veiða síldina nema hún vaði, sem hún hefur ekki gert í mörg undanfarin ár“. Baldur Guðmundsson Blaðið hafði í morgun tal af Baldri Guðmundssyni, sem gerir út mb. Óuðmund Þórðarson, sem nú bíður þess fullbúinn að komast á síld. Við spurðum hann um álit hans á síldveiðideilunni. „Ástæðan fyrir því að útgerðar- menn fara út í þetta er sú, að það hefur sýnt sig, að hjá bát sem hefur meðalveiði ná endarnir ekki saman, útgjöldin eru meiri en tekj- urnar. Á meðan bátarnir voru á snurpi nótaveiðum, með tvo báta, höfðu þeir hærri hluta af aflanum en þeir hafa núna. Síðan hafa bátun- um bæst mjög fullkomin tæki, svo sem asdictækin, kraftblakkirnar og miklu fujlkomnari nætur og eru öll þessi tæki mjög dýr. Þessi tæki hafa beinlínis gert það mögulegt að veiða síld sem ekki hefði verið hægt án þeirra. Það er því ekki eðlilegt að bátarnir hafi minna í sinn hlut núna, en þeir höfðu á árunum 1957 og 1958, þar sem nú eru notuð miklu dýrari tæki. Á árunum 1957—-58 voru háseta kjör þau að skipt var 36,9 prósent- um af pflaverðmætinu, milli 18 manna. Eins og samningamir voru fyrir stöðvunina, var 40 prósent- um skipt milli 12 manna. Með auka hlutum fóru fyrir stöðvunina um 52 prósent til mannskaparins. 12 menn fengu því 52 prósent fyrir það sem 18 menn fengu 49 prósnet, fyrir nokkrum árum síðan“. Að lokum sagði Baldur: „Það skaðar báða aðila að bátarnir skuli ekki fara á stað. Við teljum að nú sé hægt að veiða síld bæði fyrir norðan og hér við Suð-Vesturland“. ijörn Guðmundsson Björn Guðmundsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum sagði Vísi í morgun, að þaðan myndu 19 bátar fara til síldveiða eftir að samningar tækjust. Hann kvaðst halda að um helmingur bátanna væri nú þegar tilbúnir að fara á síldveiðarnar. Þátttaka Vestmanna eyinga í síldveiðunum hefur minnkað vegna þess að skipin eru á dragnótaveiðum og humarveið- um við Suðurland allt sumarið og taldi hann að um 60 bátar réru frá Vestmannaeyjum í sumar. Það vita allir sagði Björn að aflavon bátanna hefur aukizt mik- ið vegna hinna nýju veiðitækja. Að meðaltali yoru tekjurnar í fyrra1 1400 þúsund krónur á þá báta sem höfðu tækin, en 700 þús. krónur á þá sem ekki höfðu þau. Er því ekki nema eðlilegt, sagði Björn, að við viljum að mannskap- urinn taki þátt í hinum aukna kostnaði við tækin. . ' \

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.