Vísir - 20.06.1962, Síða 9

Vísir - 20.06.1962, Síða 9
Miðvikudagur 20. júní 1962. 9 V'SIR Ekkert vantar á hamin uSSlí Heimsókn til dúxins á stúdentsprófi i MR Það hefur verið mikið um að vera á heimili Helga Þor- lákssonar, skólastjóra, að Nökkvavogi 21, Undanfama daga. Sonur hans, Þorkell, var að ljúka stúdentsprófi og fékk hæstu einkunn f sínum skóla. Auk þess trúlofaðist hann kvöldið sem hann útskrifaðist. Þorsteinn, 16 ára gamall son- ur þeirra hjóna, var einnig að ijúka prófi. Hann fékk hæstu einkunn á landsprófi í sínum skóla. Á heimilinu hefur verið hald in' hátið undanfarna daga og verið stöðugur straumur vina og vandamanna, auk skólasyst- kina og annarra. Við héldum þangað á laugardag, til að kynn ast þessari hamingjusömu fjöl- skyldu. Skemmfilegt oð reikna Við tökum tali Þorkel Helga- son, sem var að ljúka stúd- entsprófi, með einkuninni 9,32. — Hvernig ferðu að þessu? — Ég les vel. Annars er það svo að ef maður á gott með að læra stærðfræði, þá er stærfræðideildin miklu léttari en máladeildin. Þau þrjú ár sem ég hef verið í stærðfræðideild, hafa farið milli 70-80% af tím anum í að Iesa. Samt eru þau mfn lægstu fög. — Hver eru þín helztu áhuga mál, utan námsins? — Ég hef mjög gaman af tónlist, þó að ég spili ekki sjálfur. Ég hef að vísu sungið í Fílharmoniukórnum, en fyrst og fremst hlusta ég á tónlist. Ég hef engan áhuga fyrir dieg- urlögum og slíku og jazz þekki ég mjög lítið. Það er sem sé klassisk tónlist sem ég hef mest gaman af. — Hvert er þitt uppáhalds tónskáld? — Mér hefur alltaf þótt Moz art skemmtilegur. Hann er hreinn og fallegur. Af seinni tíma tónskáldum líkar mér hvað bezt við Bartok. — Hvað þykir þér skemmti- legast að gera? — Það fer mikið eftir skapi. Ef ég kemst vel af stað með að reikna get ég gert það tím- unum saman. Það getur verið dásamlega skemmtilegt. — Áttu erfitt með tungu- mál? - Ég get varla sagt það, en ég hef þó miklu meira fyrir þeim en stærðfræðinni. — Telur þú að mismunur sé á gáfnafari manna, sem eru góðir í málum og þeirra sem eru góðir í stærðfræði? — Ég býst við að svo sé. Einar Már Jónsson, sem varð hæstur í máladeildinni, er al- gert „geni“ í málum, enda fékk hann tfu i sumum málun- um. Honum tókst ekki að kom- ast nema milli 5 og 7 í stærð- fræði og eðlisfræði. Ekki er þar um að kenna heimsku. Það er mjög sjaldgæft, að menn séu jafnvígir á hvort tveggja. — 'Hvað er það næsta sem Iiggur fyrir hjá þér? — Ég er búinn gð fá styrk til náms við skóla í Boston, sem kaliaður er M.I.T. (Massa chusetts Institute of Techno- logy). Þetta er einn bezti skóli sinnar tegundar. Styrkurinn nemur 2000 dollurum á ári, sem er um tveir þriðju af kostnaði. Ég fæ hann til eins árs og ef ég stend mig fæ ég hann á- fram. Ég hef verið að reyna að grafa upp hverjum þetta er að þakka, en árangurslaust. Ég sótti um þetta í gríni og datt ekki í hug að ég fengi það. — Hvað hyggstu leggja stund á? — Til að byrja með stærð- fræði. Ég ætla þó að halda þeim möguleika opnum að breyta yfir í eðlisfræði. Það er mun hagkvæmara upp á vinnu hér heima að gera. — Hvað hefur þú áhuga fyr ir að gera í lífinu? — Ég vil alla vega ekki verða kennari. Það er gallinn sem ég sé við stærðfræðina, að fyrir stærðfræðinga er ekk- ert annað að gera hér. Þó er ekki gott að segja hvað úr verður. Ég hef unnið með Páli Theodórssyni eðlisfnæðingi. Hann sagði mér að sér hefði þótt það alger glötun að verða kennari á meðan hann var I menntaskóla. Seinna kenndi hann svo í Menntaskólanum og hefði vel getað hugsað sér að verða kennari áfram, ef það væri betur launað. 1 — Það er hættuleg mein- semd að erfitt skuli vera að fá fasta kennara vegna þess hve illa þeir eru launaðir. Það er allt of mikið um það hér að kennarar stundi kennslu á hlaupum, til að bæta upp 6- fullnægjandi laun annars stað- ar. Menn komast ekki á strik með að kenna, ef þeir kenna í eitt ár og enn síður ef þeir kenna fáa tíma í viku. — Telur þú að kennslan líði mikið fyrir þetta? — Það tel ég vafalaust. Ég vil þó taka það fram að ég hef verið sérlega heppinn með kennara. — Hvenær ferð þú út til Bandaríkjanna? — í byrjun september? — Þykir þér ekki leitt að skilja unnustuna eftir heima? — Ég hugga mig við það að langt líf sé eftir. — Ert þú ekki fullkomlega hamingjusamur þessa dagana? — Ég get ekki fundið neitt sem vantar á hamingjuna. Dásamlegt tækifæri Heima hjá Þorkeli hittum við Helgu Ingólfsdóttur, unn- ustu hans. Hún er 20 ára að aldri, stundar nám í Tónlistar- skólanum. Hún er dóttir Ing- ólfs Davíðssonar, grasafræð- ings. — Hvernig líst þér á það að unnustinn skuli vera að fara til útlanda? — Mér líst vel á það. Ég vil endilega að hann fari. Mér finnst það alveg dásamlegt að hann skuli fá þetta tækifæri. — Heldurðu ekki að þú mun ir sakna hans? — Ég held ekki. Ég gleðst bara með honum að komast. Helga og Þorkell Frú Gunnþóra, Þorsteinn og Helgi. Auk þess hef ég margt um að hugsa sjálf. — Hefur þú lagt átund á píanóleik lengi? — Ég byrjaði 7-8 ára gömul og hef haldið áfram síðan. Ég hætti í Menntaskólanum í þriðja bekk. Það er ekki hægt að stunda menntaskólann og tónlistina saman ef vel á að vera. Síðan hef ég eingöngu fengist við tónlistina. Ég ætla að taka lokapróf í Tónlistar- skólanum eftir ár. — Hver eru þín helztu á- hugamál, fyrir utan unnustann og tónlistina? — Þau eru mörg. Mig langar að kynnast sem flestu, annars Ies ég mjög mikið I frístund- um. — Hvað lestu helzt? — Ég hef mlkinn áhuga á öllu sem viðkemur 18. og 19. öld. Ég hefðf ekki trúað þvi að ég ætti eftir að verða svona rómantísk að lesa skáldsögur frá þessum tíma. Annars les ég líka mikið æfisögur. — Hversvegna ertu orðin svona rómantísk? — Ég býst við að þetta stafi að einhverju leyti af því að ég spila svo mikið. Þá er maður alltaf einn. Kannske er það líka af því að ég kynntist honum. — Ætlar þú út til hans, þeg ar þú hefur lokið prófi? — Ég veit það ekki enn. Það væri skemmtilegt, þvf að mig langar til að læra meira. Ég veit þó ekkert um það enn. „Ég hata stærðfræði" Það er ekki svo lítið afrek að fá 9.47 í einkunn á landsprófi. Það tókst þó Þorsteini Helga- syni, bróður Þorkels, sem „duxaði“ f Menntaskólanum. Mun þetta vera næst hæsta einkunn sem tekin var á lands- prófi í Reykjavfk f ár. — Hvaða fög þykja þér skemmtilegust? — Málin eru lang skemmti- legust. Ég hata stærðfræði og eðlisfræði, þó rð ég fengi 10 og 9,5 í þeim. — Hvernig stendur á svona einkunum f fögum sem þú hat- ar? — Ég fékk 6,6 í eðlisfræði og 8.7 í stærðfræði á miðsvetr- arprófi. Þetta er vægast sagt ekki gott og ég fékk skrekk. Ég lagði því sérstaka áherzlu á þessi fög, með þessum ár- angri. I staðinn lækkaði ég svolítið í lesgreinum. — Þú ætlar þá væntanlega að fara í stærðfræðideild? — Ég býst frekar við því. Ég hef miklu meiri áhuga á málunum. Það er þó aldrei að vita hvað verður úr. Ef ég kann svona mikið í stierðfræði, er ekki gott að segja nema ég leggi hana fyrir mig. — Hvað langar þig að gera í lífinu? Það er svo langt þangað til að ég lýk námi að ómögulegt er að segja um það. Ég er þó ekki frá því að ég vildi gerast kennari. Því fylgir þó sá galli að það er illa launað. Ef ég hef enn áhuga á því, þegar ég lýk námi, mun ég ekki setja laun- in fyrir mig. — Hefurðu mikið fyrir að læra? — Ég eyði 1 það miklum tíma, þar sem ég er ekki sér- lega fljótur að læra. Þetta hef- ur verið frekar erfitt i vetur. Ég varaði mig ekki á þvl að ég var í allt of miklu félagslifi. Framh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.