Vísir


Vísir - 20.06.1962, Qupperneq 10

Vísir - 20.06.1962, Qupperneq 10
10 VISIR Miðvikudagur 20. júní 1962. Laudssaniband ara 24. Iðnþing Íslendinga var sett á Sauðárkróki í morgun af forseta Landssambands iðnaðar- manna, Guðmundi Halidórs- syni, húsasmíðameistara. í setningarræðu sinni minntist hann þess, að 30 ár eru liðin frá stofnun Landssambandsin og mælti á þessa leið: „Fyrstu tildrög að stofnun Landssambands iðnaðarmanna er að finna í fundargjörð Iðn- ráðs Reykjavíkur frá 5. maí 1932. Á þeim fundi er ákveðið að boða til þinghalds iðnaðar manna í Reykjavík 18: jnúí n k. Stjórn Inráðsins hafði vep og vanda að undirbúningi þessa þings og útbjó málaskrá, en hún var í 7 liðum og á þessa leið 1. Sölufyrirkomulag á inn lendri framleiðslu. 2. Skólamál — fræðslumál 3. Tollamál. 4. Iðnaðarlöggjöfin. 5. Skmulagsmál. 6. ui nun nýrra iðnfyrir tækja. 7. Gjaldeyrisverzlun og iðr aður. Þetta fyrsta Iðnþing var sett í Baðstofu iðnaðarmanna, Iaug- ardaginn 18. júní 1932 af for- manni Iðnráðs Reykjavíkur, Helga H. Eiríkssyni, skóla- stjóra Iðnskólans í Reykjavík. Iðnþingsfulltrúar voru 51 frá Akureyri, Hafnarf., Reykjavík, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Á þinginu störfuðu 6 fasta- nefndir. Þriðjudaginn 21. júní eru svo bornar fram og samþykktar eft- irfarandi tillögur: 1. Þingið ákveður að stofna Landssamband fyrir iðnaðar- menn og kýs í því skyni bráða- birgðastjórn, er skipuð sé 5 fulltrúum og séu þeir búsettir í Reykjavík og Hafnarfirði. Fulltrúar og ráðgjafar sam- bandsstjórnarinnar í öðrum kaupstöðum landsins séu for- menn iðnaðarmannafélaganna, þar sem iðnráð eru ekki til. 2. Bráðabirgðastjórnin hefur 'fullt framkvæmdavald til næsta Iðnþings og óskorað umboð þessa þings til að flytja mál þess, tillögúr og áskoranir fyrir Alþingi íslendinga og lands- stjórn. 3. Bráðabirgðastjórnin leggi fyrir næsta Iðnþing frumvarp að lögum og fundarsköpum fyr- ir skipulagsbundið samband milli allra iðnaðarmannafélaga og iðnfélaga (sérfélaga) á land- inu. 4. Iðnráð, iðnaðarmannafélög og iðnfélög á öllu landinu sendi bráðabirgðastjórninni öll þau mál, er þau vilja að verði lögð fyrir næsta Iðnþing, og skal húh sjá um, að þau verði vel og rækilega undirbúin. 5. Bráðabirgðastjórnin kalli saman næsta Iðnþing með hæfi- legum fyrirvara á tímabilinu frá 5. maí til 20. júní 1933, og skal það háð í Reykjavík. Stjórnin kalli saman Iðnþingið eftir sömu reglum og þetta þing hef- ur verið boðað í bráðabirgðastjórn fyrir Landssambandið voru svo kosn- ir: Helgi H. Eiríksson, skólastj., Emil Jónsson, bæjarstjóri, vara- forseti, Ásgeir Stefánsson, húsasmíðameistari, Einar Gísla- son, málarameistari og Þorleif- ur Gunnarsson, bókbandsmeist- ari. Þetta var síðasta mál Iðn- þingsins, en það stóð í 4 daga, og þar með var lokið einum Stjóm Landssambands iðnaðarmanna. Talið frá vinstri: Tómas Vigfússon húsasmíðameistari, Vigfús Sigurðsson húsasmíðameistari, Guðmundur Halldórsson, forseti L. I. Jón Þ. Ágústs- son málarameistari og Gunnar Bjömsson bifreiðasmíðameistari. allra merkilegasta fundi, sem haldinn hefur verið um mál iðnaðar á íslandi. STARFSEMI LANDSSAMBANDSINS. Strax að Iðnþingi ioknu hófst stjórnin handa um undirbúping fyrir næsta þing, auk þess sem undirbúin vöru mörg og merki- leg þingmál. Annað Iðnþing var svo háð í Reykjavík í júlí 1933, og sóttu það 49 fulltrúar víðs vegar að af landinu. TiT með- ferðar voru tekin 25 mál, sem öll hlutu afgreiðslu. Alþingi að koma á fót, sérstakri deild við bankana, sem láni fé til eflingar iðnaðinum í landinu og taki að veði vélar og áhöld iðnaðarmanna og verði fénu var ið til efnis, véla og áhalda- kaupa.“ Það er athyglisvert, að strax við stofnun Landssambandsins er tekið á dagskrá það mál, sem telja verður eitt hið veiga- mesta fyrir iðnaðinn í landinu, lánsfjármálin. Árangur þessaraV samþykktar kemur svo fram tveim árum síðar með sam- þykkt laga um Iðnlánasjóð ár- gerðar tillögur um tekjuöflunar- leiðir fyrir sjóðinn. Næsta skref Landssambands- ins í lánamálunum er svo stofnun Iðnaðarbanl.a, en á það mál kemst ekki verulegur skriður, fyrr en á miðju ári 1949, en þá skipuðu Landssam- bandið og Félag ísl. iðnrekenda sameiginlega nefnd skv. beiðni iðnaðarmálaráðherra til þess að gera drög að lögum fyrir Iðnaðarbanka. Vann nefndin síðan að samningu frumvarps í samvinnu við, stjórnir samtak- anna. í desember 1951 eru svo k) U Bragi Hannesson, framkvæmdastjóri L.I. Þegar hér er komið sögu er Landssambandið fullmótað. Þvl hafa verið sett lög og reglur, og hafist er handa um lausn mikilvægra mála. Ekki er þess kostur að lýsa framvindu nokkurra mála, sem Landssambandið hefur haft með höndum. Á öðru Iðnþingi 1933 er samþykkt svohljóðandi til- Iaga: „Þar sem engar lánastofnan- ir eru til hér á landi, sem sjá iðnstéttinni fyrir fé til iðnrekst- urs eða til nýrra iðnfyrirtækja. þá felur þingið sambandsstjórn inni að skora á ríkisstjórn og Helgi H. Eiríksson, forseti Landsambandsins 1932—1952. ið 1935. Sjóðurinn hlaut 25.000.00 króna framlag árlega til 1942, en þá er framlagið hækkað upp í kr. 65.000.00. Árið 1946 eru sett ný lög um sjóðinn og framlagið hækkað upp í kr. 300.000.00. Síðan er framlagið hækkað enn 1955 upp í 450 þús., 1957 upp í 1.450 þús. og 1960 upp í 2 millj. kr Auk þess voru sjóðn- um útvegaðar um 20 millj..kr. sl. ár. Að forgöngu iðnaðarmálaráð- herra starfar nú nefnd að endur skoðun á Iögum um Inlánasjóð. Er þess að vænta, að þar verði Björgvin Fredrekssen, forseti Landssambandsins 1952—1960. lög um Iðnaðarbanka íslands samþykkt á Alþingi og stofn- fundur bankans haldinn í októ- ber 1952. Bankinn var svo opn- aður 25. júní 1953, en banka- stjóri var Helgi H. Eiríksson, fyrsti forsefl Landssambands- ins, og nú nýlega hefur bánk- inn fiutt starfsemi sína í nýtt, glæsilegt eigið húsnæði í Lækj- argötu 10 B. IÐNFRÆÐSLA. Annað aðalmál Landssam- bandsins er iðnfræðsla og iðn- skólamál. Miklar braytingar hafa átt sér stað £ þessum mál- um á siðustu 30 árunum og í undirbuningi eru endurbætur í samræmi við breyttar aðstæður og aukna tækniþróun. Hér skal aðeins drepið á stærstu áfang- ana í iðnfræðslumálunum. Hinn 1. janúar 1950 tóku gildi lög um iðnfræðslu, þar sem sett er á fót föst yfirstjórn iðnfræðslunnar, Iðnfræðsiuráð. Skal það skipað tveim meistur- um, sem Landssamb. iðnaðar- manna tilnefnir, tveim sveinum, sem Alþýðusamband íslands til- nefnir og formanni skipuðum af ráðherra án tilnefningar. Verkefni Iðnfræðsluráðs eru m. a„ að annast eftirlit með verklegu námi, staðfesta náms- samninga, halda uppi leiðbein- ingarstarfi úm starfsval á- kveða lágmarkskaup iðnnema o. fl. Fyrsti iðnskólinn, Iðnskólinn í Reykjavlk, var stofnsettur 1904, og rekinn af Iðnaðar- mannafélaginu í Reykjavík, í húsakynnum þess lengst af, þar til ríkisvaldið og Reykjavílí byggðu iðnskólahúsið nýja við Skólavörðutorg, en þar hófst kennsla í marz 1955. í kaup- stöðunum tóku iðnskólar einnig til starfa fyrir forgöngu iðnað- armannafélaganna, en þeir eru nú um 20. Það er fyrst árið 1955, að Al- þingi setur lög um iðnskóla, og sameinar þennan merka þátt fræðslukerfisins hinu almenna fræðslukerfi. 1 lögunum er gert ráð fyrir því, að ríkissjóður greiði helming af stofnkostnaði iðnskóla á móti bæjar-, sýslu- og sveitarsjóðum hlutaðeigandi staða. Gert er ráð fyrir því, að iðnskólar verði dagskðlar, ef húsnæðisskilyrði og kennslu- kraftar leyfa, Ennfremur er kveðið á um það, að komið skuli á fót framhaldskennslu við Iðnskólann í Reykjavík í hvers konar iðnaðarstarfsemi. Á grundvelli þessara laga hefur verið unnið að þvi af hálfu Landssambandsins að koma á stofn meistaraskóla fyr- ir iðnaðarmenn, og sér nú hylla undir framgang þess máls. Þess skal ennfremur getið, að menntamálaráðherra hefur fyrir nokkru skipað nefnd til þess að endurskoða iðnfræðsl- una í heild.“ ÖNNUR MÁL. Auk þessara mála rakti for- seti Landssambandsins fram- vindu annarra mála," sem Iðn- þing hafa fjallað um m. a. sýn- ingarmála, skatta- og tolla- mála, markaðsmála, réttinda- mála o. fl. Fyrsti forseti Landssam- bands iðnaðarmanna var Helgi H. Eiríksson skólastjóri, sem gegndi því starfi í 20 ár. Næsti forseti Landssambandsins var Björgvin Frederiksen, vél- virkjam., en núverandi forseti er Guðmundur Halldórsson, húsasmíðameistari. Þess skal að lokum getið, að nú er að koma.út Tímarit iðn- aðarmanna, sem helgað er 30 ára afmæli Landssambandsins. Hefst það á ávarpi iðnaðarmála- ráðherra, dr. Bjarna Benedikts- sonar og forseta Landssam- bands iðnaðarmanna, Guð- mundar Halldórssonar. Þá skrifa I ritið ýmsir forystu- menn iðnaðarmanna um þróun og starf-emi helztu mála og stofnanna iðnaðarins, Helgi H. Eiríksson, verkfr., skrifar um Frh. á bls. 4. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.