Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 26. júní 1962. ___________ V'ISIR Útgetandi 3laðaútgatan VISIH R’tstjðrar: Hersceim Pálssoii Gunnai G Schram. Aðstoðarritstjón Axe) Phorstemsson Fréttacitjðri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjörnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglysingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 króiui 4 mánuði I lausasölu 3 kr sint — Sini U66L (5 línur) Prentsm:ðja Vlsís. — Edda h.t. Norpað í hermannafjöldum Á sama hátt og pólitískt fylgi bindindismanna hér í Reykjavík kom í Ijós í borgarstjórnarkosningunum gaf Hvalfjarðarganga kommúnista glögga mynd af fylgi þeirra. Sú mynd var dapurleg - fyrir kommún- ista. Aðeins 48 þeirra höfðu manndóm í sér til þess að ganga úr Hvalfirðinum, þótt leiðin sé ekki ýkja löng! Kommúnistar eru borubrattir í stofum inni, en þegar til á að taka gufar hreysti og áhuginn upp. Táknrænt dæmi um hreysti göngukappanna og pólitíska smekk- vísi var það, að þeir notuðu bandarísk hermannatjöld ti! áningar en íslenzka fánanum, sem hafinn var á Ioft í fararbroddi að morgni var varpað í sorpíð um kvöldið. En það sérstæðasta við þetta furðuflan komm- únista var þó að tilefni göngunnar var ekkert. Ekki er hægt að benda á eina einustu heimild fyrir því að gera eigi Hvalfjörð að kafbátalægi. Því má með sanni segja að erindi kommúnista hafi verið jafn kátbros- legt og erf iði þeirra. Cui bono ? í viðtali við Vísi í gær segir Jakob Jakobsson, leiðangursstjóri á Ægi að hann fagni bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar, en flotinn komi aðeins 3 vik- um of seint á miðin. Þannig mun mörgum manninum hafa verið innan- brjósts í gær. Þriggja vikna dýrmætur tími er til einsk- is liðinn, meðan frændur vorir Norðmenn moka upp síldinni. Átti ríkisstjórnin ekki að binda enda á hina furðulegu stöðvun? Auðvitað, munu flestir segja. Það var skylda hennar og því ber að fagna að hún skarst í leikinn. Stjóm Alþýðusambandsins hefir mótmælt bráða- birgðarlögunum. Við örðu var ekki að búast úr þeirri átt. Þaðan kemur jafnan það sem verst er unnt að Ieggja til málanna, enda engin furða, þegar þess er gætt hverjir eiga þar sæti. En þeir sem telja bráðabirgðalögin sjálfsögð hljóta að spyrja kommúnistaforystu A. S. í.: Vildi hún tefja það enn lengur að flotinn legði úr höfn? Var það í hag sjómannanna að láta síldina synda fram hjá sér, án þess að hafast neitt að? Hver getur svarað þeirri spurningu játandi? Viðreisn í verki í maímánuði var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæð- ur um 19.4 millj. króna. í sama mánuði í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 35 millj. króna. Þessar tölur tala sínu máli. Frekari skýringar eru óþarfar. W _• ■_■_■_■_■ ■■■■_l Hér sést hin klettótta Alcatraz-eyja, sem er í mynni San Francisco flóa. !■ ÞRÍR FORHERTIR j GLÆPAMENN FLÝJA! Allir voru þeir illmenni, of- beldismenn, bankaræningjar og viðurkenndir flótta „sérfræðing- ar“. Þeir voru að afplána 10— 15 ára fangelsisdóm í Alcatraz hinni frægu fangaeyju í San Fransisco flóanum. En þeir voru allir harðsnúnir og snjallir á sína vísu, og það er ekki lolcu fyrir það skotið að þeir hafi verið þeir fyrstu sem tókst að flýja frá eyjunni klitkklaust.” Umræddir fangar eru Frank Lee Morris, 35 ára, og bræðurn- ir John og Clarence Anglian, 32 og 31 árs. Það er álitið, að Morris hafi staðið á bak við flóttann, enda vel gefinn í meira lagi. Það þarf líka meira en meðal gáfur til þess að flýja frá Alcatraz. Eyjan dregur nafn sitt af pelikönum, en alcatraz þýðir pelikani á spönsku. Pelikanarnir hafa lfka allt frá upphafi verið einu skepnurnar sem hafa feng- ið að fara frjálsar ferða sinna til og frá eynni. Eitt sinn var hún samastaður herfanga, en seinna þótti hún hentugasti og öruggasti staðurinn fyrir stór- glæpamenn eins og AI Capone og „Vélbyssu" - Kelly. Margir hafa reynt að flýja, en ýmist verið drepnir eða teknir aftur. Þrír komust undan árið 1937, en talið er fullvízt, að þeir hafi drukknað ' í hinum miklu straumum flóans. 1 undirbúningi sínum lögðu þeir félagar geysimikið á sig. Stálu teskeiðum úr borðsaln- um, tóku burt grindurnar sem voru fyrir vindaugum, sem voru í herbergjunum, og hjökkuðu burt sementssteypuna nótt eftir nótt, þegar verðirnir sváfu. Á daginn settu þeir fyrir holurnar tilbúnar grindur, sem þeir höfðu málað I líkingu við þær raun- verulegu. Þeir sópuðu vandlega saman öllu því, sem þeir mol- uðu, úr, og dreifðu því og földu, þegar þeir voru í útiæfingum eða f útivinnuu. Nótt eina f síðustu viku, skömmu eftir að verðirnir luku eftirlitsferð sinni kl. 9.30, brut- ust þeir út. Þeir settu púða í rúmin sín og bjuggu þá eins og þar lægju menn. Til þess að gera höfuðin eðlileg notuðu þeir heftiplástur, málningu og hár sem þeir höfðu tekið á rak- arastofu fangelsisins. Holurnar í veggnum voru aðeins 10 til 14 þumlungar og þó að þeir væru allir 17 þumlungar um axlirnar, þröngvuðu þeir sér í gegnum gatið og inn á lítið not aðan gang hinum megin við vegginn. Þaðan klifruðu þeir upp 30 feta langt rör sem lá upp í loftræstingu, brutu hana upp og skriðu upp á þakið. Þar stóðu þeir berskjaldaðir frammi fyrir varðturni nr. 1 í fangelsisgarðinum. En verðirn ir hafa ekki verið árvakrir þá stundina, því að enginn sá þá hlaupa eftir 100 feta löngu þak inu og renna sér niður 40 feta langa pípu sem var böðuð í flóðljósi. Að síðustu fóru þeir yfir varnargirðingu úr gadda- vír og héldú síðan til norðaust- ur hluta eyjarinnar að strönd- inni. Alla nóttina héldu verðirnir uppi eftirlitsferðum sínum, en það var ekki fyrr en klukkan 7,15 um morguninn, þegar fangarnir voru taldir fyrir utan klefa sína, að það sást að þrjá vantaði. Þá sáu þeir líka gervi- hausana. Sfrenur ískruðu og út varpið gall. Fangelsisyfirvöldin úrskurð- uðu, að þeir hefðu dáið í sjón- um, þegar þeir hefðu reynt að komast til óbyggðrar eyjar rétt hjá, Angel eyjar. Þau fréttu hjá fjórða fanganum, sem hafði líka grafið sér holu 1 vegginn, en hætt við flóttann á sfðustu stundu, að flóttamennimir höfðu áætlað að nota regnkáp- ur sem uppistöðu í siglinga- tækin. Fangarnir höfðu hugsað sér að komast til áðumefndr- ar eyjar og þaðan á sama hátt til meginlandsins, þar sem þeir ætluðu að brjótast inn í fata- búð. Þegar menn höfðu reynt regn kápurnar á sama liátt og fang- arnir ætluðu sér, var það sann prófað, að þær komu að engum notum sem slíkar. Einnig fannst ófullkominn eintrjáning ur á floti á flóanum, og eng- fatabúð f næsta nágrenni til- kynnti neinn þjófnað. Þrátt fyrir þetta er möguleik inn fyrir heppnuðum flótta fyr- ir hendi, svo lengi sem ekki finnast lík flóttamannanna. Kona nokkur, sagði frá þvf, að hún hefði séð þrjá menn á fleka, lögreglan leitaði lengi og vel, en fann hvorki menn né fleka. Eitt lærðu þó farigelsisyfir- völdin á Alcatraz af teskeiða- tríóinu, að telja teskeiðarnar áð ur, en ekki eftir að gestirnir fara. Holan, sem fangarnir flúðu út um var grafin með mat- skeið. Þeir skildu brúðu eftir í rúm- inu. Hárið var gert úr málara penslum. » *>•■»•’ r ■■ a ,.V.VAV.V.,.V.V.V.,..V.V.V>V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.,.V.-.,.V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.