Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. júní 1962. VISIR Islenzkan er kg Undanfarið hefir dval- izt hér á landi brezkur háskólakennari, dr. J. Cremona kennari í mál- fræði rómönsku mái- anna við Cambridgehá- skóla og mun hann flytja erindi um brezka háskóla og háskólalíf í 1. kennslustofu Háskól- ans kl. 5,30 á morgun. Blaðamaður Vísis hitti dr. Cremona fyrir skömmu að máli og spjallaði við hann stutta stund. Hann er Möltubúi að ætt, en fæddur og uppalinn í Róm, þar sem faðir hans starf- aði við brezka sendiráðið. Nám stundaði hann við Lundúnahá- skóla og lauk þaðan doktors- prófi 1956. Fjallaði ritgerð hans um mállýzkur í Pyreneafjöllun- um. Síðustu sjö árin hefur dr. Cremona starfað sem háskóla- kennari í Cambridge, við St. Catharine’s College, en er nú í ársfríi. 1 Cambridge hafa nokkr- ir íslendingar stundað nám og kynntist dr. Cremona þeim og fékk áhuga á íslenzku og ís- lenzkum efnum. Býr hann hér á heimili Bjarna Braga Jónssonar Mitt aðal áhugaefni eru róm- hagfræðings. ORÐFÆRIÐ ENDUR- SPEGLAR ÞJÓÐHÆTTINA. — Hafið þér kynnt yður ís- lenzku? — Það get ég varla sagt. Mitt aðaláhugaefni er róm- önsku málin og málfræði þeirra. Til Islands kom ég fyrst og og fremst til þess að kynnast landi og þjóð og til þess að hitta vini mína, sem ég hafði kynnzt í Englandi. En það get- ur ekki hjá því farið að maður læri eitthvað í málinu, næstum ósjálfrátt, þegar maður dvelst hér .einkum þar sem tungumál eru mitt áhuga og kjörsvið. Ég hafði örlítið kynnt mér hljóð- fræði íslenzkunnar og merk- ingu orða, því sú hlið íslenzk- unnar þykir mér mjög girnileg til fróðleiks. Sérstaklega þykir mér gaman að hyggja að orðum í málinu, sem eru af samevr- ópskum uppruna og sjá hverjar — segir dr. J. Cremorra, háskóla- kermari í Camhridge breytingar hafa á þeim orðið í íslenzkunni. Þá er það einnig gaman að veita því athygli hvernig þjóðfélagshættirnir endurspeglast í orðfærinu, einkum meðal þjóða sem hafa verið tiltölulega einangraðar um langan aldur eins og t. d. íslendingar. Germanir hafa haft mikil áhrif á róönsku málin, sem ég legg aðallega stund á, og því er fróðlegt að kynnast germönsku orðfæri og merking- arfræði germönsku málanna. Ég hefi m. a. framkvæmt nokkr- ar rannsóknir á áhrifum gotn- esku í Suður-Frakklandi og á leifum germanskra áhrifa á ýmsum svæðum á Frakklandi, Spáni og Ítalíu. TVÖ EYLÖND. — Fer áhugi á rómönsku málunum vaxandi við brezka háskóla? . v — Já, það má segja það. Mjög margir leggja stund á frönsku, en einnig eru alltaf all- margir stúdentar sem stunda hin önnur rómönsku málin. Sjálfur hefi ég mikinn áhuga á samanburðarmálfræði þessarra mála, á því hvernig merking w orða, sem þýða sama í hinum ýmsu málum, breytist og hver þróun málanna er. Nokkuð hef- ur verið ritað um þessi efni, en hér er um viðamikla grein mál- fræðinnar að ræða, og enn er mjög margt órannsakað á því sviði. — Þér eruð fæddur Möltu- búi? — Já. Og þann tíma sem ég hefi dvalizt hér á landi hefi ég tekið eftir ýmsum skyldum þáttum í fari íslendinga og Möltubúa. Báðar eru þjóðirnar smáar, byggja eylönd og hafa lífsframfæri sitt helzt af sjáv- arútvegi. Um BREZKT HÁSKÓLALÍF. — Fyrirlestur yðar við há- skólann fjallar um brezku há- skólana. Er ekki margt um'þá að segja? — Fullyrða má það. í brezku háskólalífi hefur líka ýmislegt gerzt síðustu árin. Allmargir nýir háskólar risa nú af grunni, en það hefur £ för með sér nokkur frávik frá hinum hefð- bundna brezka háskólabrag. Ég ætla að spjalla um það og einn- Dr. J. Cremona. ig ýmis vandamál varðandi nám og kennslu, sem við eigum við að etja í Bretlandi. Mér þykir vænt um að fá tækifæri til þess að flytja fyrirlestur hér við Háskólann, en rektor Ármanni Snævarr kynntist ég fyrst úti í Cambridge. Héraðsmót Sjálfstæðismanna í sumar efna Sjálfstæðismenn I ið. Er ákveðið að halda 24 héraðs- til héraðsmóts víðsvegar um land-1 móta víðs vegar um landið. Er á- NÝR RAFALL í BÍLA Nýlega boðaði umboðsmaður Motorola Corp i Bandarikjunum, Hörður Frímannsson, blaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá ýms- um tæknilegum nýjungum fyrir bifreiðir sem fyrirtækið hefur kom ið fram með í ár. Má þar helzt nefna: Nýja tegund af rafhlöðum, nýjar kveikjur, transistor bílatæki með meiri tóngæðum, en þekkzt hafa hingað til. Þessir nýju rafalar og kveikjur eru smíðaðar sérstaklega með það fyrir augum að endast lengur en samsvarandi tæki af eldri gerð, þurfa minna viðhald og enga still- ingu. Afleiðing af þessu er að bor- in er lengri ábyrgð á tækjurn þess- um en þekkzt hefir hingað til. Nýja kveikjan er þannig, að platínur og þéttir hverfur úr kveikjunni en i stað þess kemur lítið segulkerfi, sem á að endast að minnsta kosti eins lengi og bif- reiðin. Með þessu segulkerfi kem- ur transistormagnari, sem lagar til og magnar kveikjupúlsinn. Má þar minnast á, að kveikjuspennan er nær óháð snúningshraða vélarinn- ar, meðan spennan frá eldri gerð af kveikju fellur gjarna niður í 60% þegar vélin er komin á full- an snúingshraða. Nýi rafallinn er nefndur „Alt- ernator“ og er £ eðli sínu þriggja fasa ryðstraumsrafall með inn- byggðum silicon-afriðlum. Er raf- al þessum stjórnað frá transistor- spennustilli, þannig að eldri gerð af straumloku („cut out“) hverf- ur. Við þetta hverfa allar paltínur og hreyfanlegir rofar, þannig að slit verður hverfandi og ekkert þarf og ekkert er hægt að stilla i kerfi þessu, sem e. t. v. er stærsti kosturinn. Annar kostur við rafal þennan er að hann hleður strax I tómagangi vélar meðan eldri gerðir hlaða ekki fyrr en við 20 — 40 km. hraða. Þetta gerir það að verkum að rafgeymir ætti alltaf að vera fulihlaðinn eða því sem næst og ætti því geymir að endast minnst 50% lengur en áður Jafnvel þött geymir eða leiðslur skammhleypist getur alternatorinn ekki brunnið. Hann hleður bara 130% af fullri hleðslu og bíður ekkert tjón við það. Þegar er farið að framleiða bif- reiðar með alternatorum í stað dynamóa og er spáð að innan tveggja til þriggja ára verði allir bandarískir bílar framleiddir með alternatorum og transistorkveikj- um. En nú strax er hægt að kaupa transistorstýrðan alternator til að skipta úr gamla kerfinu og það meira að segja á verði sem er lægra en samsvarandi „dýnamó- cut out“ kerfi. Kemur alternator þessi með öllum festingum, teikn- ingu og leiðbeiningum um isetn- ingu og ætti ekki að vera meira en klukkutímaverk að skipta um kerfi. Er viðbúið að íslenzkir bif- reiðaeigendur, að minnsta kosti þeir, sem búa við rafmagnsskort, noti tækifærið og endurbæti raf- kerfi bifreiða sinna fyrir veturinn. kveðið að halda 24 héraðsmót á tímabilinu frá 7. júli til 16. sept. Á samkomum þessum munu for- ystumenn Sjálfstæisflokksins mæta að venju og verður síðan skýrt frá ræðumönnum á hverjum stað. Þá verður á hverjum héraðsmóti sýndur gamanleikurinn „Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White, sem Valur Gislason leikari hefur þýtt og staðhæft, eða gamanleikurinn „Heimilisfriður" eftir Georges Courteline £ þýðingu Árna Guðna- sonar, magisters. Með hlutverk í gamanleikjum þessum fara leikar- arnir Guðrún Ásmundsdóttir, Helga Valtýsdóttir, Rúrik Haraldsson og Valur Gislason. Ennfremur verður til skemmt- unar á héraðsmótunum einsöngur og tvísöngur. Flytjendur verða óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallssin, Sigur- veig Hjaltested og Þórunn Ólafs- dóttir og pianóleikaramir F. Weiss happel og Skúli Halldórsson. Héraðsmötin verða á þeim stöð- um, sem hér segir: Staðarfell, Dalasýslu 7. júlí. Hólmavík 8. júli. Sauðárkrókur 21. júli. Þingeyri 28. júli. Hella 28. júlí. Króksfjarðarnes 29. júlí. Laugarbakki, Vestur-Húna- vatnssýslu 5. ágúst. Flúðir, Árnessýslu 18. ágúst. Patreksfjörður 18. ágúst. Ölver, Borgarfirði 19. ágúst. Reykjanes, ísafjarðardjúpi 19. ágúst. Borgarnes 25. ágúst. Skúlagarður, Norður-Þingeyjar- sýslu 25. ágúst. Breiðablik, Snæfellssýslu 26. ágúst. Laugaborg, Eyjafirði 26. ágúst. Siglufjörður 1. sept. Ólafsfjörður 1. sept. Blönduósi 2. sept. Dalvik 2. sept. ísafjörður 8. sept. Kirkjubæjarklaustur 8. sept. Bolungarvík 9. sept. Neskaupstaður 15. sept. Mánagarður 16. sept. Nánar verður skýrt frá tilhögun hvers héraðsmóts, áður en það verður haldið. Vöruskipta0aað- urinn hagstæður Vöruskiptajöfnuðurinn I síðasta mánuði varð hagstæður um 19,4 milljónir króna. Verðmæti útfluttr- ar vöru nam 394 milljónum en innfluttar vörur 374.6 milljónum. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hefur jöfnuðurinn þá orðið hagstæður um samtals 167 millj. króna. Til samanburðar er þess að geta, að fyrstu fimm mánuði ársins 1961 varð vöruskiptajöfnuðurinn í heild óhagstæður um 8 milljónir, þannig að útkoman er 150 milljónum króna hagstæðari 5 fyrstu mánuði yfirstandandi árs. Hoxha vill vingast Enver Hoxha kann ekki al- mennilega við það, að hann skuli ekki eiga vini í V.-Evrópu. Hann hefir sagt við frétta- menn, að Albanía vilji fyrir alla rnuni ná stjórnmálasambandi við sem flestar vestrænar pjóðir og eiga við þær góð samskipti, bæði á sviði menningarmála og viðskipta. Eins og nú standa sak ir hefir Albanía aðeins stjórn- málasamband við fjögur vest- ræn ríki — Finnland, Frakkland, Ital.’u og Tyrkland. Mun hann fyrs. jg fremst vilja vingast við Breta, og er jafnvel reiðubúinn til að bæta þeim manntjón á tundurspillum, sem sigldu á tundurdufl Albana á Korfusundi 1946, en það sund er alþjóðleg siglingaleið. Mao Tse-tung, leiðtogi kín- verskra kommúnista, hefir þakk að afmæliskveðju, sem hann fékk fyrir nokkru frá Hoxha og árnað honum „heilla í baráttu hans gegn heimsdrottnunarsinn- um og endurskoðunarmönnum (Krúsév og hans nótum).“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.