Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 26. júní 1962. Sjálenzkt úrvalslið kemur i kvöld Norska þjóðargjöfin afhent í morgun Norska þjóðargjöfin, ein milljón norskra króna, sem norska stór- þingið ákvað að gefa íslendingum, var afhent í morgun, ‘en þetta er ein mesta og höfðinglegasta pen- ingagjöf sem íslendingum hefur nokkru sinin borizt frá erlendu ríki. I morgun barst Vísi svohljóðandi tilkynning um gjöf þessa frá utan- rikisráðuneytinu: Eins og áður hefur verið til- kynnt samþykkti norska stórþing- ið hinn 27. maí 1961 að veita ís- landi þjóðargjöf að fjárhæð 1 millj króna til skógræktar á Islandi og til þess að styrkja menningar- tengsl milli Noregs og Islands í því sambandi. Konungur Noregs skýrði frá gjöf þessari er hann var hér í opinberri heimsókn sl. sumar. Samkvæmt ósk norsku rfkis- stjórnarinnar hefur verið samin reglugerð um það hversu gjöf þess ari skuli ráðstafað, og hefur hún verið samþykkt af ríkisstjórnum beggja landa og hún hefur síðan hlotið konunglega staðfestingu í Noregi. Fé sjóðsins skal fyrst og fremst notað til sérstakra meiri háttar framkvæmda í skógræktarmálum á íslandi og skulu þær jafnframt bera þess merki, að hér sé um þjóðargjöf frá Norðmönnum til Is- lendinga að ræða. Að öðru leyti er ætlazt til þess að sjóðurinn verði notaður til þess Rannsékn á — Slóttur Sláttur beztu bletta er hafinn á nokkrum stöðum og helzt í sveit- um, þar sem .sláttur jafnan byrjar fyrst eins og í Eyjafirði og austan fjalls, cn almennt mun sláttur ekki byrja fyrr en í fyrstu viku júlí í fyrsta Iagi, vegna þess m. a. hve vorið hefur verið kalt. að styrkja ferðalög ungs fólks úr báðum löndum til þess að kynna sér skógræktar- og menningarmál. Þá er einnig ætlazt til, að sjóðinn megi nota til ferðalaga fyrir uorska skógfræðinga á Islandi og gagnkvæmt svo og til útgáfu á upplýsandi og fræðandi ritsmíðum og bæklingum um skógræktarmál í báðum löndum. Af hálfu ríkisstjórnar Norega hefur ambassador Noregs á ís- landi Bjarne Börde verið tilnefnd ur í stjórnarnefnd sjóðsins en Há- Framh. á bls. 5. kali í túitum hefst seint Vísir spurðist fyrir um það hjá Búnaðarfélagi íslands í morgun hvernig horfurnar væru og fékk þau svör, að víðast væri kvartað, enda væri í rauninni ekkert sumar komið enn. Búnaðarmálastjóri kvað mik- Framh á bls. 5. Fullkomin elndrægnii Skálholtsmáli — segir biskup Islands Vfsir átti tal við biskup Is- lands, herra Sigurbjöm Einars- son, í morgun í tilefni af þeirri frétt að prestastefnan hefði vfs- að frá tillögu um það að kirkjan fengi umráð yfir Skálholtsstað. Það er rangt að túlka þetta mál þannig, sagði biskup, að presta- stefnan eða ég hafi gefið nokkra viljayfirlýsingu um það að kirkjunni beri ekki umráð yfir Skálholtsstað. Þvert á móti ligg ur þegar fyrir viljatjáning frá kirkjunnar hálfu um að hún fái yfirráð yfir þessu fornhelga kirkjulega höfuðbóli. Staðreyndin er sú, sagði bisk- upinn, að á prestastefnunni var að þessu sinni á döfinni stór- mál varðandi Skálholt, um það ríkti fullkomin eindrægni í öll- um aðalatriðum, algjör sam- stilling um það að hefjast handa um framkvæmd þeirrar hug- myndar, sem lengi hefir verið rædd, að koma á fót lífrænni, kirkjulegri menntastofnun í Skálholti, stofnun sem kirkju og þjóð vanhagar auðsjáanlega mjög um og myndi hafa brýnu hlutverki að gegna í þjóðlífi nú- tímans. Um þetta er fullkomin samstaða kirkjunnar manna og um ríka samúð að ræða meðal 'vina íslenzku kirkjunnar erlend- is. Um þetta mál fjallaði presta- stefnan og komst að niðurstöðu, sem mun marka spor, sagði biskupinn. Það var gerð álykt- un um að hrinda í framkvæmd þessari hugsjón, um kirkjulega menntastofnun í Skáholti, og 7 manna nefnd kjörin, sem á að vinna að málinu með kirkjuráði og biskupi. Sú ályktun, sem blöðin hafa gert að umtalsefni, sagði bisk- upinn að lokum, snerti mál, sem var ekki beinlínis á dagskrá prestastefnunnar, og það kom þegar í ljós að það var ekki nægileg sarr\stilling til þess að gera ályktun í því máli með því orðalagi, sem á tillögunni var. Það var á allan hátt eðlilegra að frestað væri ályktun í svo miklu máli en að hún væri ann- að hvort knúin fram með tak- mörkuðu fylgi, eða felld. 1 kvöld kemur hingað í boði K.R. sjálenzt knattspymuúrvalslið. Koma úrvalsliðsins er nokkurs kon ar afmælisferð, því Sjællands Bold spil Union heldur í ár hátíðlegt 50. ára afmæli sitt. Liðið Ieikur hér fjóra leiki og verður sá fyrsti leikinn n. k. mið- vikudag gegn Fram, annar leikur- inn verður gegn gestgjöfunum KR n. k. föstudag, þriðji Ieikurinn verð ur gegn Í.A. á mánudag og siðasti leikurinn verður gegn úrvalsliði landsliðsnefndar miðvikudaginn 4. júlí. S. B. U. hefur heimsótt Island tvisvar áður 1950 og 1958 ag jafn an varið sigursælt enda Ieikið danska knattspyrnu eins og hún gerist bezt. Flokkur sá er S. B. U. sendir hingað er skipaður 16 leikmönnum og 5 fararstjórdm. Af þessum 16 leikmönnum eru 10 úr fyrstu deild, en sex á þriðju deild. Er uppistaða liðsins mynduð með leikmönnum úr hinum kunnu félögum Köge og A. B., en hið síðastnefnda hefur um 70 ára skeið verið eitt strekasta og kunnasta félag Kaupmanna- hafnar. ► Ponti maður Sophiu Loren leik- konu hefur fengið stefnu. Er hann sakaður um tvíkvæni. Hann gekk að eiga Sophiu 1957 eftir að hafa fengið skilnað í Mexíkó frá konu sinni, en fyrri kona Ponti heldur því fram að sá skilnaður sé ógild- ur. Ákæruvaldið komst að sömu niðurstöðu og höfðað er mál gegn Sophiu fyrir hlutdeild. Rússar á Siglufírii Fyrir helgina komu tvö rússnesk síldarrannsóknarskip til Siglufjarðar auk Ægis og norska rannsóknarskipsins Johann Hjort. Hittust fiskifræðingamir á Siglufirði og báru saman bækur sínar en skip þessarra þriggja þjóða hafa unnið sameiginlega að síldarrannsóknum fyrir Norðurlandi síðustu vikumar. Við birtum hér í dag tvær myndir sem Ijósmyndari Vísis á Siglufirði, Ólaf- ur Ragnarsson, tók af rússnesku síldarrannsóknarskipunum. — Tvö þeirra sjást liggja hlið við hlið við bryggju á Siglufirði á annarri myndinni. jafnan kvenlegan Iiðsauka á síldarskipum sínum. Hin myndin sýnir lífið um borð í öðru rússnesku skipanna. Lesendur Herma fregnir að betur gangi að lögskrá skip- munu grein tvær konur meðal áhafnarinnar, en það er siður Rússa að hafa verja ef þeim hætti er fylgt en ella. / Mg——iww—mmm■niwwpii—www »n n ................................■ ■wiiinnm * Biskup. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.