Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg — Laugardagur 30. júní 1962. — 147. tbl. Milljónagróði á My Fair Lady i Þjóðleikhúsinu Söngleikurinn „My Fair Lady“ verður sýndur í Þjóðleikhúsinu í 68. og síðasta sinn annað kvöld — og ails ekki oftar, en þá munu 40 þúsund manns hafa séð hann hér á landi, Reykvíkingar og fóik, sem komið hefir í hópum hvaðanæva af landinu. Síðdegissýningar verða bæði í dag og á morgun og munu enn fá- anlegir miðar á þær, en uppselt á báðar kvöldsýningarnar. Ekki stóð á hrakspám þegar á- kveðið var að Þjóðleikhúsið réðist í þessa íburðarmiklu og dýru leik- sýningu. En þjóðleikhússtjóri hef- ir vitað, hvað hann söng, enda hefir umboðsmaður leiksins um alla Evrópu, Lars Schmidt, fullyrt hvar og hvenær sem er, að þessi leikur sé ein öruggasta tekjulind, sem hugsazt géti fyrir hvaða leik- hús, sem ráði við að koma honum upp. Hér þurfti ekki nema 25 sýn- ingar til að borga stofnkostnað. Nú eru komnar 43 sýningar um- fram það, en ekki liggur enn fyrir, hve tekjurnar hafa orðið miklar. Hins vegar hefir alltaf verið hús- fyllir og um 100 þúsund krónur komið inn á kvöldi í aðgangseyri. Sýnt þykir því, að Þjóðleikhúsið hefir grætt yfir milljón króna á My Fair Lady. í gærkveldi lýsti Slysavarnafé- lag Isiands eftir triliubát mcð j tveim mönnum „Gullskó" G. K. 270, sem fór í róður frá Reykjavík i aðfaranótt s.l. miðvikudags, en | ekkert til hans spurzt síðan. Voru skip beðin að huga að bátnum ef þau kynnu að verða hans vör, en ætlun bátsverja þegar þeir lögðu í róðurinn var að fara á Eldeyjarbanka. Vísir átti tal við Henry Hálfdan- arson framkvæmdastjóra Slysa- varnafélagsins í gærkveldi, en hann taldi að enda þótt báturinn hafi verið óvenjulengi úti væri naumast ástæða til að óttast um hann að svo komnu máli. Taldi líklegra að báturinn hefði aðeins lent í einhverjum erfiðleikum, ekki sízt í fyrradag vegna þoku og strekkings sem á var. Það ræður líka nokkru um að mennirnr báðir eru hvorugur vanur sjómennsku og þetta því nokkurt áhyggjuefni aðstandendum þeirra. Annars sagði Henry að það kæmi varla það kvöld eða sú nótt fyrir yfir sumarið að ekki væri leitað tii Slysavarnafélagsins um aðstoð eða hjálparbeiðni út af bát- um sem ókomnir væru að landi.! Síðast í fyrrakvöld var óttazt um j bát, ,,Sævar“ frá Akranesi, vegna : þess að hann hafði ekki skilað sér heim á tilskildum tíma, en á bátn- um voru tveir harðduglegir og van- ir menn sem vanir voru að standa við áætlanir sínar. Slysavarnafélagið Ieitaði þá til Björns Pálssonar um aðstoð, auk þess sem þrír bátar frá Akranesi leituðu alla nóttina, en leitarskil- yrði voru slæm vegna þoku. Bát- urinn skilaði sér 'síðan heim af sjálfsdáðum í gærmorgun og hafði ekkert orðið að. Þjóðleikhússtjóri. Vissi hvað hann söng. iþorskmaga Maður nokkur í Olden við' Norðfjörð f Noregi fékk’Tyrir I > nokkru óvenjulegan afla — í | þorskmaga. Maðurinn hafði ver , ið á skaki úti fyrir heimabyggð sinni og dró þá meðal annars 12 ' punda þorsk. Þegar hann var | við aðgerð á fiskinum, er í land i var komið, fann hann mink í maga þorskins. Augijóst var, að ' 1 þorskurinn hafði gjeypt mink- inn lifandi, því að hann hafði i reynt að naga sig út úr maga , þorsksins, áður en hann kafn-' aði. Fundir um myndun meirihluta Stöðugir fundir eru nú í bæj- arstjórnarflokkunum í kaup- stöðunum í nágrenni Reykja- víkur, þar sem enn hefir ekki verið myndaður meiri hluti. Er þar um að ræða Hafnarfjörð, Keflavík og Akranes, en Vísir hefir áður skýrt frá því að f Kópavogi mynduðu kommúnist- ar og framsóknarmenn meiri hluta. Fundir voru með flokkunum i Hafnarfirði i gær og í gær- kvöldi sátu Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn á fundum á Akranesi. I dag munu flokk- Gufurafstöð boðin út tveir, þrír! Einn, tveir, þrír, sögðu i þessir kátu strákar sem við [ hittum í Nauthólsvíkinni og stukku í sjóinn. Baðgestirnir j eru komnir í víkina og sækja i þangað hreysti og hressileik. '< j Við segjum frekar frá því 11 i Myndsjánni í dag. > Raforkumálaskrifstofan hefur nú auglýst eftir tilboðum í smíði véla í gufuaflsstöð í Hveragerði. Er aug- iýst eftir tilboðum í smíði tveggja 8,5 megawatta hverfil-rafalsam- stæðu, eða einnar 16 megawatta. Til samanburðar má geta þess að í írafossstöðinni eru tvær véiasam- stæður, 15 megavött hvor. Sjö innbrot í fyrrinótt I fyrrinótt var brotizt inn hiá iö fyrirtækjum i Reykjavík, en 'cki miklu stolið. t Skipholti 1 var brotizt inn iju fjórum fyrirtækjum, Cellopoka gerðinni, Radioverkstæði Georgs Ásmundssonar, Efnalaug Austur- bæjar og Efnagerðinni Ilma. Brotn- ar voru upp hurðir hjá þessum Frh. á 6. síðu. Blaðið hafði í morgun tal af raf- orkumálastjóra, Jakobi Gíslasyni, og spurði hann hvort ákveðið væri að byrja á stöðinni. Sagði hann svo frá: „Útboð þetta er liður í áætlun- argerð okkar um raforkufram- kvæmdir. Endanleg ákvörðun um að byggja stöðina hefur ekki verið tekin enn. Nú er verið að bæta við einni vélasamstæðu í stöðina við írafoss. Það er mitt persó.miega álit að einnig ætti að bæta við vélasamstæðu i varastöðim við Elliðaár. Þetta myndi bæta úr orku þörfinni um nokkurt skeið. Raf- þörfin fer stöðugt vaxandi og ekki mun líða á löngu þar til núverandi orka verður fullnýtt, jafnvei tó að þessar tvær stöðvar væru stækkað- ar. Endanleg ákvörðun uir, b/gg- ingu stöðvarinnar getur þvl ekki dregizt nema nokkrar vikur, eða i mesta lagi fáa mánuði". Kvað raforkumálastjóri áætlaðan kostnað við stöðina milli 200 og 250 milljónir króna. arnir í Keflavik halda fundi sína og má búast við fregnum innan skamms af myndun meiri hluta á þessum stöðum. Þess ber að geta að fyrir morgundaginn verða bæjarstjór ar í kaupstöðum að gefa út til- kynningu um hvort kaupstað- imir vilja notfæra sér heimild- ina í nýju skattalögunum um álagningu aðstöðugjaldsins og jafnframt að hvaða hámarki innan ramma laganna. Síðan verða bæjarstjómimar að gera samþykkt um málið er þær koma saman. Síldin vestar en venjulega Johan Östved rannsóknarstjóri á norska síldarieitarskipinu Johan ; Hjort hefur skýrt frá því, að hon- j um virðist sem síidin við ísland 1 sé nokkru vestar en venjulega og hún haldi sig lengur í kalda sjón- um en hún hefur gert. Hann skýrði frá þessu, þegar, rannsóknaskipið Johan Hjort kom til Bergen í gær eftir rannsóknar- , og leitarför sem hefur staðið síðan 24. maí. í fyrstu unnu vísindamenn irnir á skipinu að hafrannsóknum, en síðan hófu þeir síldarleit. Rúss- nesk síldarieitarskip höfðu skýrt frá því að þau hefðu fundið mikla síld í hafinu fyrir norðan Færeyj- ar. Sigldi Johan Hjort þar yfir á Ieiðinni heim til Noregs. Fundust miklar torfur á dýptarmæli, en ekki segjast Norðmennirnir vissir um að það hafi verið síld, því að torfurnar voru djúpt. Johan Hjort mun verða nokkra daga í Bergen. Síðan fer skipið aft ur til íslands sem eftiriitsskip og verður Finn Devold með því. Kem ur það væntanlega aftur til Berg- en lO.iágúst, en heidur þá ti' ranr sókna við Austc Græ*’.1.*--!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.