Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 30. júnl 1962. VÍSf R Urtilwl T/lfkot* twn lAhitt- ar Sá5r ‘Om r*t itBÍir Hi'/sl Mj»9 ijtu 'Ohlj- ygY-4 s- UrH- Swtih á K’íott- TrSII ÍH Ifé^ Sam l-»t n IdíííiA m«rkí Ljíí Jíori ffkrt ,1-na Ha«<h í£m$ Sl*m- uir v VáLtlL HvM*> Flóttinn fró Alsír — Framh. aí 9. slðu að málið var kallað upp, gekk hann fram og tilkynnti: — Mál þetta verður að falla niður, því að umbjóðandi minn var myrt- ur í gærkvöldi. Ckipið hefur nú fjarlægzt k'7 ströndina og Algeirsborg lítur út eins og hvít fönn i bláma hafs og himins. Farþeg- arnir eru farnir að koma sér fyrir, börnin leika sér í göng- unum. Gamall maður tekur upp lítið transistor útvarpstæki og kunn rödd hljómar gegnum loft ið, það er rödd de Gaulles for- seta. Gamli maðurinn skrúfar aftur fyrir tækið. Um kvöldið hverfur hin ais- írska sól og kaldur vindur næð ir um skipið. Það líður yfir konu nokkra í annað sinn á skömmum tíma. Hún er hjart- veik og nú vita allir hver hún er, því að hún hefur sagt öll- um hörmungasögu sína. Maður hennar hafði nýlenduvöruverzl- un í Bab-el-Oued, en hann lét | lífið. Læknir skundar henni til hjálpar og gefur henni inn I sprautu. Þetta er hinn sami ó- I drepanlegi doktor I.auta. Hann hefur haft mikið að gera, hann I dreifir sjóveikitöfium meðai fólksins og reynir á allan hátt að lina þjáningar þess í síð- ustu ferð hafði hann þurft að taka á móti barni. Annar iækn ir, sern er meðal faiþeganna hef ur tekið að sér að aðstoða hann. Nýr morgunn rennur upp og innan skamms verður siglt inn í höfnina í Marseille. Barn spyr föður sinn: — Hvenær iýkur ! hernaðarástandinu? og faðirinn ' svarar: — Þegar við göngum á land í Frakklandi. Pilturinn úr Bugeaud-skólanum er hættur að gráta, en svipur hans er enn sorgbitinn. — Fjölskyldurnar, koma út að borðstokknum, ! Tisson-fjölskyldan, Simonneau- ! fjölskyldan og Rossi-fjölskyld- i an. í huga þeirra allra bærist ! sama spurningin. Hvað skyldi | taka við í Frakklandi. En gamla ; frú Guilioud horfir á Marseille og muldrar: — Ég sknl snúa aftur til Alsír. Kvennasíða rramh at 7. siðu fólk vill eignast dóttur, þá á samræði að fara fram daginn fyrir egglos, ef það vili eignast son, á það að fara fram á egg-1 losdégi. Einn þessara lækna skýrir! frá því að af 10 slikum áætluð- um getnuðum hafi átta farið eins og til var ætlazt. Og hjá lækni einum í Boston urðu 12 af 14 tilfellum rétt. Kona ein sem kom til frú Kleegmanns og átti fyrir þrjá drengi óskaði að eignast stúlku og það heppnað- ist einnig. Ijrátt fyrir þetta eru allir læknar -ekki sannfærðir um að hægt sé með þessu móti að , ákveða kynferði barns. Þeir j segja að sönnunargögnin séu j ekki enn nógu mikil. En þessar j rannsóknir og niðurstpður gefa þó góða von um að foreldrar geti' í náinni framtíð ákveðið kynferði barna sinna. Það er erfitt að segja, hvaða þýðingu það kann að hafa. Sennilegt er að það muni stuðla að fjölgun karlmanna í heimin- ura. Svo mikið er víst að það mun gera þau mörgu hjón ham- ingjusöm; sem annars myndu eins og altítt er aðeins eignast börn af öðru kynínu, en þrá þó alltaf að eignast a. m. k, eitt barn af hinu kyninu. Áskriffasími Visis er 1-1660

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.