Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 30.06.1962, Blaðsíða 4
VISIR Laugardagur 30. júní 1962. pnl [p33 \ ry tt t p > Sex þúsund manns snu Þórólfleika Jafnmargir óánægðir með leik KR 0:4 ósigur KR gegn óþekkjonlegu liði SBU frú Frumleiknum || g|| v/ 'i vr";' " T Igg w' ■i Hér skaut Þórólfur mjög góðu skoti, en markvörðurinn var viðbúinn með afbragðs staðsetningu, sem bjargaði að öllum líkindum marki Dana. Nær 6000 manns komu á Laugardalsvöllinn í gærkvöldi, - flestir örugglega til að sjá einu íslenzku „stjörnuna“ á knattspyrnusviðinu í dag, Þórólf Beck. Þeir, sem fóru til þess, urðu ekki fyrir vonbrigðum, Þórólfur var einmitt eini maðurinn í framlínu KR, sem sýndi góðan leik. Hann skapaði hættuleg tækifæri hvað eftir annað, en framherjarnir misnotuðu herfilega. Danska liðið, sem nú var á vellinum var óþekkj- anlegt frá leiknum við Fram. Leikur liðsins var á köflum mjög góður og oft stórglæsilegur. Sigur þeirra 4:0 er þó allt of mikill, því að í fyrri hálfleik var munurinn á liðunum ekki svo ýkja mikill. Þórólfur skapaði strax fyrstu I Johansen, erfitt með að verja í mínúturnar mikla hættu við mark Dana, þrátt fyrir að tveir 'menn væru yfirleitt til taks gegn honum, tókst honum oft með hinni ótrú- legu leikni sinni að skapa hættu- leg færi. Á 3. og 7. mínútu mun- aði minnstu, að markatalan yrði færð 1:0 fyrir KR. Fyrra skiptið var Þórólfur upphafið að góðu færi sem Gunnar Felixsson misnotaði herfilega og í síðara skiptið skaut Þórólfur eftir að hafa drepið bolt- ann laglega á brjóstið og átti mark vörðurinn, hinn snjalli Mogens Leikurinn í tölum Mörk Skot Varið Hornspyrnur Aukaspymur Innköst SBU 4 16 3 4 8 31 IÍR 0 10 5 7 5 24 það skipti. Leikurinn fór eftir 15 mínútur í svipað far og leikur SBU og Fram, og slepjan og leiðindin ætl- urðu að fara að svæfa hina mörgu áhorfendur. Þórólfur átti mikinn þátt í að vekja menn af þeim blundi, er hann komst einn inr. fyrir og átti eldsnöggt skot, sem markvörðurinn varði þó glæsilega. Markvörðurinn rann í leðjunni. — jDanir skora. Aðeins 4 mlnútum fyrir leiklilé komst miðherji Dana, Jens Oisen, upp að vítateig og skaut föstu skoti, sem að vísu hefði ekki átt að ógna markinu, en Gísli var ó-1 heppinn, hreyfði sig örlítið og datt kylliflatur og boltinn rann yfir hann inn í mitt markið, 1:0. j Áttu víti skilið. Eftir 5 mínútna leik í síðari j I hálfleik, hefði KR sannarlega átt j skilda vítaspyrnu, er Ellert var greinilegg brugðið innan vítateigs. j Hann átti gott tækifæri á að ná boltanum fyrir miðju marki, en varnarmaður setti fót fyrir hann, greinilega aðeins til að forða marki, en dómarinn dæmdi ekkert. Aðeins 2 mínútum síðar var dóm- arinn nokkuð „krítískur", þegar Þórólfur reyndi að brjótast í gegn, en var freklega hindraður, og enn einu sinni heyrðist ekkert í blístru dómarans, sem oft hélt þessu á- gæta hljóðfæri nokkuð rnikið að sér. Þórólfur sendi góðan bolta út til Gunnars Guðmannssonar á 9. mín. og hátt skot hans olli vörn Dana nokkrum erfiðleikum og markvörður sló mjög naumlega í hom. Hættulegasta færi KR. Þórólfur varð til að skapa hættu legasta færi KR á 11. mínútu. Hann komst inn í vörnina og lék á bakvörðinn hægra megin og markverðinum, og hægt og rólega inn að marki, vippaði fram hjá stefndi boltinn í áttina að mark- inu, en þar fór hann í ^töngina, og úr varð mikil þvaga og „kaos“, sem Dönum tókst þó að bjarga frá markinu, en hér var enn einu sinni fallega unnið að hlutunum hjá Þórólfi. Danir taka völdin — 3 mörk á 5 mínútum — Eftir þetta var sem KR-ingar væru algerlega „búnir“, úthald, þrek og þor á þrotum. Hvað eftir annað sendu þeir boltann beint til Dana, KR-ingur „fann“ ekki neinn félaga sinna til að senda boltann til. Frá 28. til 33. mínútu leiksins voru yfirburðir Dana miklir, og liðið var gjörsamlega óþekkjanlegt frá leiknum gegn Fram. Fyrsta markið (2:0) kom frá h. innherja þeirra Ole Jörgensen, sem tókst að ná knettinum af Garðari, þá öft- ustum í vörn KR, en hann reyndi að „plata", sem er dauðasynd aft- asta manns í vörn. Á 30. mín. kom svo 3:0, og kom það eftir að mið- herjinn Jens Olsen skaut horku- skoti á mark, en Gísli greip ekki og boltinn hrökk til Hans Ander- sens, v. innherjarft, sem skoraði 3:0 skorað af v. innherjanum, Ole Jörgensen. Boltinn kom til hans frá Gísla markverði, sem náði ekki að grípa fast skot frá miðherjanum danska og missti boltann frá sér í þetta ákjósanlega færi Danans. Hörður Felixsson og Hreiðar fengu ekki að gert eins og sjá má.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.